LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiAskur

LandÍsland


Nánari upplýsingar
NúmerNMs-38833/2008-5-154
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Nordiska Museet, Nordiska Reykjavík, Munasafn
Stærð27 x 45,5 cm
EfniBlý, Fura, Járn, Kopar
TækniÚtskurður

Lýsing
Ellen Marie Magerøy 1956:
1. 38.833. Askur úr furu, mjög stór, en með venjulegu lagi með bumbuvöxnum hliðum, stóru og minna eyra (handarhaldi). Lokið er kúpt og fest í stærra eyrað. Tvöföld gjörð er að ofan og neðan, en miðgjörðin einföld. H. 27, þvm. um 45,5.
2. Miðgjörðin nokkuð laus. Lokið sprungið og spengt með látúnsplötum. Ómálaður. 70. A.ae.
3. Þverrákir eru á eftra handarhaldinu og typpinu. Annars er útskurðurinn á lokinu. Innan í hring með kílskurðarbekk á miðjunni er skipaskurðarstjarna (sexblaðarós) með smáörmum eins og geislum út milli oddanna og stórum hringum í kring. Klofinn, sem grípur um eyrað, er með kílskurðarbekkjum og mjög einfalt dregnum teinungi útsprungnu blómi (rósettu). Sitt hvorum megin við klofann eru innskornar bogalínur með kílskurðarbekkjum á milli og smá„kringlur“ á legg. Kringum kant loksins er kílskurðarbekkur (laufaskurður). Fremst við tunguna eru sams konar „kringlur“á legg, smá, einfalt dregnir teinungsbútar, kílskurðarbekkir og einfaldur bandhnútur. - Mjög laglegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: R. Arpi keypti 1883. Uppsalir.

Matthías Þórðarson 1918:
Askur. Efni fura. Óvenju stór, enn stærri en stóri askurinn í Þjóðms., bumban og lokið eru mjög hvelfd, lögun og smíði að öðru leyti sem venja er til. Þverm. 37 - 37,5 cm. um bumbuna, L. 25,5, vídd opsins 24 cm. Gerðin annars venjuleg,og útskurðurinn á lokinu, svipaður t.d. Afb. 2 - 3 , Pl. 14, 64.

Heimildir
Ellen Marie Magerøy. Íslenskur tréskurður í söfnum á Norðurlöndum. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1957-1958. Reykjavík 1958. Bls. 102.
Matthías Þórðarson. Handskrifuð skrá, óútgefin.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.