LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSmjöröskjur
Ártal1801

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerNMs-57419/2008-5-274
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Nordiska Museet, Nordiska Reykjavík, Munasafn
Stærð13,5 x 8 cm
EfniBeyki, Fura
TækniÚtskurður

Lýsing

Ellen Marie Magerøy 1956:
1. 57.419. Öskjur úr furu, lokplata úr beyki, kringlóttar, festar saman með trétöppum og tágum. (Ekki fitugar að innan.) Þverm. um 13,5, h. um 8.
2. Hliðarnar sprungnar, fleiri trétappar dottnir úr. Ómálaðar. 15.X.i.
3. Útskurður ofan á lokinu. Yzt er kílskurðarbekkur (laufaskurður) og innskornir hringar. Inni í þeim „bandstjarna“, mynduð af tveimur böndum lögðum í þríhyrninga, sem brugðnir eru saman. Böndin eru 11 - 12 mm breið, með innri útlínum. Utan við stjörnuna er innskorin lína samhliða ytri mörkum hennar og tungur með holjárnsstungum í. Á miðja stjörnuna er innskorið ártal. - Laglegt verk.
4. Ártal: 1801.
5. Áletrun engin.
6. L: Keyptar hjá Friðrik Möller, kaupm. Eskifirði, Íslandi, 30. 1. 1888.
7. kallar öskjurnar smjöröskjur.
8. Afbildningar, pl. 13, nr. 60. Peasant Art, fig. 23.

Matthías Þórðarson 1918:
Smjöröskjur.  Efni fura og bæki (í lokskífunni).  Kringlóttar, þverm. 13-13,5 og 13,6-13,8; h. 7,3 og 3,5 cm.  Ofan á lokinu er sexyddingur, 2 samanbrugðnir þríhyrningar, 1801 innaní, og lauf í hornunum að utan.  Sjá Afb. 2-3, Pl. 13, 60. (1:4.).  Frá Friðriki Möller, verzlunarm. á Eskifirði, 30.I.1888.


Heimildir

Ellen Marie Magerøy. Íslenskur tréskurður í söfnum á Norðurlöndum. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1957-1958. Reykjavík 1958. Bls. 90.
Matthías Þórðarson. Handskrifuð skrá, óútgefin.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.