LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSamningur
Ártal1748

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerNMs-64937-b/2008-5-408
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Nordiska Museet, Nordiska Reykjavík, Munasafn
Stærð20 x 15,8 cm
EfniPappír
TækniSkrift

Lýsing

Handrit.  Efni pappír b. „Kaupmälabref Egrets Haflidasonar og Cristinar Helgadóttur.  Gert að Leirá 30. jan. 1748.  Og Kaupmalabref Guðmundar Halldórssonar og Grou Narfadottur.  Gert að Læk í Melasveit 24. júní 1751.

Úr safnskýrslu séra Helga Sigurðssonar á Melum (nr. Þjms. 2008-5-718):
39. 4. kaupmálabréf, svo nefnd, eða réttara sagt, trúlofunarbréf, sem lengi var siðuar að skrifa, þegar katl og kona trúlofuðust. Stýlaði slíkt bréf optast presturinn, og vitundarvottar skrifuðu undir. Voru þar optast tilteknir helstu skilmálar í tilliti til fjárframlaga við giptingarnar, sem og morgungjafar, og enda fleira. Bréfið var síðan optast geymt hjá presti, eða kjarni þess ritaður í kirkjubókina eptir að hún komst á, seint á 18. öld. Stundum var brefið, eða eptirrit þess hjá nánustu hlutaðeigendum. Hin nefndu trúlofunarbréf hljóða: hið fyrsta [nr. Þjms. 2008-5-408 a.], uppá trúlofun Guðm. Guðm.son (og er hans svaramaður sr. Þorhalli á Borg) og Margretar Snorrad. (og er hennar vegna móðrbróðir hennar hreppst. Gísli Snorrason, - því ætið voru nánustu frændur, eða frændfólk, með í þessum trúlofunar bréfum.) Þar er dagsett 23. júlíus 1725. Einsog vandi var til, er neðaná bréfið skrifað vottorð sóknarprestsins, að hin áminnstu hjónaefni væru löglega saman vígð. Hið 2að bréfið [nr. Þjms. 2008-5-408 b:] hljóðar um trúlofun Eiríks Hafliðasonar, (sonar sr. Hafliða Bergsveinssonar, er beðið hefur sr. Gísla Bjarnason að vera við þessi trúlofunarmál Eiríks sonar síns) og Kristínar Helgadóttur (með samþykki fósturforeldra hennar, og vegna hennar, af hálfu lögmanns Magnúsar Gíslasonar og Madme Þórunnar Guðmundsdottur, sem Kristín hefur verið uppfóstruð hjá sem og með samþykki Jóns bróður Kristínar). Dagsett: 30. Janúaris 1748. – Hið 3ja ds. 1758 [nr. Þjms. 2008-5-408 c.]. sjá undan 175. Hið 4da bréfið [nr. Þjms. 2008-5-408 d.] er um trúlofun Eiríks Sigurðssonar, með vilja og ráði móður hanns Oddfríðar Þorvaldsdóttur, og bróðurs Eíríks, Þorvaldar Sigurðssonar, af einni álfu. En af annari hálfu: ekkjunnar Guðrúnar Þórðardóttur, með ljúfu samþykki foreldra hennar, Þórðar Jónssonar og Guðrúnar Eíríksdóttur, samt hennar sambornu bræðara. Dags. 19da Sunnudag eptir Trínítatis 1787. Sr. Sigurður prestur í Hýtárnesi, hefur skrifað bréfið og líka undir vígsluvottorðið.
Öllu, sem hér er svo stuttlega vikið á, lýsa sjálf bréfin greinilega.

[þessi kafli var svo síðar í handritinu, fyrir framan skráningu á grip nr. 175]
Framhald af 39. hér að framan: 4da kaupmálabréfið, frá 1758, er milli Þorkels Brandssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttir. Ár- og dag-sett á Ökrum í Hraunhrepp. (NB. Á samanvið 39. að framan.)

Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir, jan. 2009:
Tvö blöð úr bók, alls 8 blaðsíður, þar af er skrifað á 6 þeirra, allt kaupmálabréf eða hlutar úr kaupmálabréfum.

Af fyrsta bréfinu eru einungis síðustu línurnar.
Næsta bréf er ritað á þrjár blaðsíður og er það kaupmálabréf Eiríks Hafliðasonar og Kristínar Helgadóttur. Bréfið hefst svo: Kaupmälabref Eyreks Haflidasonar og Christinar Helgadottur. I nafne H Guddomsens þrenningar Anno 1748 þann 30 Janúarÿ ad Leyra í Leyrarsveit [...]. Hjónaband þeirra er svo staðfest með undirskriftum fyrir aftan kaupmálabréfið, 4. júní sama ár.
Þar á eftir hefur verið byrjað á kaupmálabréfi en því, einhverra hluta vegna, aldrei lokið. Þar stendur einungis: Kaupmälabref Sr. Gïsla Snorrasonar í Odda ä Rangärvóllum, og Jomfrú Margretar Jonsdöttur: Eftir það koma tæpar þrjár auðar blaðsíður sem væntanlega hafa verið æltaðar fyrir þetta kaupmálabréf.
Að síðustu er kaupmálabréf Guðmundar Halldórssonar og Gróu Narfadótturf og er það á síðustu tveimur blaðsíðunum. Það hefst svo: Kaupmalabref Gudmundar Halldorssonar og Gróu Narfadottur. Anno 1751 þann 14 [24?] Juny ad Læk i Melasveit [...]. Hjónaband þeirra er svo staðfest með undirskriftum aftast í bréfinu: Efter afstadnar þriär lysingar i Kyrkiunne Voru ofanskrfud hjön Mr Gudmundur Halldorsson og Gröa Narfadotter Samanvigd i H: Hiönaband, þann 13da Sunnudag efter Trinitatis [...].

Blöðin eru fremur illa farin, það vantar með brúnum þeirra og þau eru mjög viðkvæm. Skriftin er stundum nokkuð hroðvirknisleg og illæsileg.

Heimildir

Safnskýrsla séra Helga Sigurðssonar á Melum, Þjms. 2008-5-718.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana