LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiKirkjuklukka
Ártal1150

StaðurTröllatunga
ByggðaheitiTungusveit
Sveitarfélag 1950Kirkjubólshreppur
Núv. sveitarfélagStrandabyggð
SýslaStrandasýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer1988-23
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð26 x 20,5 cm
EfniKopar
TækniKoparsmíði

Lýsing

Forn kirkjuklukka úr Tröllatungukirkju í Steingrímsfirði. Klukkan er með býkúpulagi með krónu fornrómönsk og frá um 1150 eða fyrir þann tíma. Hún er alveg skrautlaus. Kólfinn vantar á klukkuna en boruð hafa verið tvö göt um axlir klukkunnar og teini stungið í gegn sem kólfur hefur síðan hangið á en það er nú horfið í burtu hvort tveggja. Leifar af járnlykkju eftir upphaflega kólfinn sjást. Kaupverð klukkunnar var 10 þús.sterlingspund eða um 650 þús. krónur. Þjóðhátíðarsjóður lagði út fé til kaupanna af fyrirframgreiðslu til safnsins en síðan var fé safnað með almennum samskotum til kaupanna. Guðmundur Bárðarson bóndi í Kollafjarðarnesi keypti klukkuna á uppboði eftir að kirkja hafði verið lögð niður í Tröllatungu 1906 ásamt kirkjunni í Felli í Kollafirði. Kirkja var reist í Kollafjarðarnesi í þeirra stað vígð 1909. Eftir hann átti sonur hans Guðmundur G.Bárðarson klukkuna og síðan sonur hans, dr.Finnur Guðmundsson faðir síðasta eiganda. Þetta er skráð samkvæmt frásögn dr.Finns 12.12.1966, sbr. innfærslu 19.12.1959 og aths.en Finnur skýrði þá frá ferli klukkunnar.
Á heimili foreldra Finns var hún höfð til að gera vart við sig t.d. sjúklingar sem lágu rúmfastir. Sjá bréfaskriftir og blaðaúrklippur um klukkukaupin.

Sýningartexti

Kirkjuklukka með miðaldalagi, úr Tröllatungukirkju í Steingrímsfirði, líklegast frá því fyrir 1150. Kirkja var í Tröllatungu fram til 1906, þá var hún lögð niður ásamt kirkjunni á Felli í Kollafirði og kirkja byggð í Kollafjarðarnesi í stað þeirra. Klukkan barst síðar til Englands en var keypt þaðan til safnsins árið 1988.
1988-23

Kirkjuklukka af miðaldagerð, líklegast frá því fyrir 1150. Úr niðurlagði kirkju í Tröllatungu á Norð-vesturlandi.

Spjaldtexti:
1. Klukka með kollulagi úr Tröllatungukirkju í Steingrímsfirði. Frá 11. eða 12. öld.

1. Beehive bell from the 11th–12th century.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.