LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiNæla
Ártal1050-1100

StaðurTröllaskógur/Árbær
ByggðaheitiBakkabæir, Rangárvellir
Sveitarfélag 1950Rangárvallahreppur
Núv. sveitarfélagRangárþing ytra
SýslaRangárvallasýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer6524/1913-100
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá, Lausafundir
Stærð4 x 3,6 cm
EfniSilfur
TækniMálmsteypa

Lýsing

Úr aðfangabók:
Næla, steypt úr silfri, gagnskorið verk, forn; nokkurn veginn ferhyrnd, 4 x 3,6 cm.; hún er með kynjadýri, er hefur framfætur og 2 hala, og vefjast um það ormar.  Mjög lík nr. 1593, sem er úr bronzi, gylt, og er sú miklu frumlegri og eðlilegri.  Þær munu vera frá síðari hluta 11. aldar.  Líkar nælur hafa fundist í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, og eru á söfnum þar. 1)  - Fundin í Tröllaskógi í Rangárvallasýslu.  - Þornið er nú af.        

1) Sbr. t.d. Montelius, Kulturgesch. Schwedens, 494. mynd, sem er mjög svipuð nr. 1593 í Þjms.

Þótt minjagripir Úrnesstíls séu verk kristinna manna og í minnum hans kunni að felast kristilegt táknmál, er hann með réttu talinn síðasti sproti á meiði fornnorrænnar heiðinnar skrautlistar. Um 600 ár höfðu menn þá á Norðurlöndum unað sér við æsileik hvers konar kynjadýra, sem undu sig og engdust hvarvetna þar, sem norrænir listamenn höfðu höndum um farið í húsum og á skipum, klæðum, vopnum og á skartgripum.

Silfur í Þjóðminjasafni:
Nælan er talin erlend smíð.
(Sigrún Blöndal, 1.11.2010)

Sjá einnig  A Showcase Of Icelandic National Tresures,kafli 20, bls. 30


Heimildir

Lise G. Bertelsen: „Yngri víkingaaldarstílar á Íslandi.“  Árbók hins íslenska fornleifafélags 1993.Bls. 51-73, aðall. 65-67.
Kristín Huld Sigurðardóttir: „Haugfé. Gripir úr heiðnum gröfum.“ Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Rvk. 2004. Bls. 64-75, skart 68-9.
Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé. Rvk. 2000. Bls. 459-462.
Kristján Eldjárn. „Silfurnæla frá Tröllaskógi.“ Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Rvk. 1962. 52. þáttur.
Sune Lindqvist: „Yngre vikingastilar.“ Nordisk Kultur XXVII. 1931. Bls. 144-79.
Matthías Þórðarson: „Skýrsla um viðbót við Þjóðmenjasafnið árið 1913.“  Árbók hins íslenska fornleifafélags 1914.Bls. 84-120, aðall. bls. 106.
Haakon Schetelig: Osebergfundet III. Oslo 1859-1928. Bls. 332 o.áfr.
Haakon Shetelig: Urnesgruppen. Det sidste avsnit av vikingetidens stilutvikling. Aarsberetning for Foreningen til norske fortidsmindesmerkers bevaring 1908. Bls. 98-99.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.