LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiSpónastokkur
Ártal1550-1600

StaðurEiðsstaðir 1
ByggðaheitiBlöndudalur
Sveitarfélag 1950Svínavatnshreppur
Núv. sveitarfélagHúnavatnshreppur
SýslaA-Húnavatnssýsla
LandÍsland

GefandiGuðmundur Hannesson 1866-1946

Nánari upplýsingar

Númer2707/1885-114
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð9 x 29,7 x 10,5 cm
EfniBirki
TækniÚtskurður

Lýsing

Guðmundur Hannesson, þá skólapiltur á Eiðsstöðum í Húnavatnssýslu, nú prófessor við háskólann í Reykjavík: Spónastokkur úr íslenzku birki, l. 29,7 cm. , br. 10-10.5 , h. 9 cm. um lokinu : br. um miðju 6 - 6,5 cm., en kringlumyndaðir báðir endar fyrir blöðin  (tvöfaldur). Dýpt 6,8 - 7,5 cm. 2,5 cm. l. Trjóna á öðrum enda efst, en á hinum hálfsívalt útskot með andliti á. Í því er nagli og leikur lokið á honum, en umbúningur til að festa því á hinum er farinn af. Á lokinu miðju er hryggur og sitt kynjadýrið hvoru megin við hann á hvorum tveggja endanum, en um miðju er sín höfðaleturslínan hvoru megin : teytur - porda, þ.e. Teitur Þórða(rson). Allur er og stokkurinn útskorinn umhverfis: þeim megin á miðjunni, er að snýr er maður, sem heldur út frá sjer tveim öðrum sínum með hvorri hendi: virðist annar hafa hníf í annari hendinni. Hins vegar eru dýr að rífast.  Út frá eru 2 kringlur hvoru megin á hvorum enda og eru menn að fljúgast á í einni, jurtaskraut ? í einni, en margs konar kynjadýr í hinum 6. Framaná, undir trjónunni er blómaskraut. Útskurðurinn er allur dálítið upphleyptur. Stokkurinn er gamallegur, virðist vera frá síðari hluta 16. aldar.


Sýningartexti

Spónastokkur úr birki, á hann skorið nafnið Teitur Þórðarson með höfðaletri. Í spónastokkum voru geymdir hornspænir, matskeiðar. Frá um 1550-1600, kominn frá Eiðsstöðum í Blöndudal.
2707

Spónastokkur, til að geyma í hornspæni, matskeiðar. Frá um 1550 - 1600.


Heimildir

Kristján Eldjárn. "Spónastokkur Teits Þórðarsonar." Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1962, 23. þáttur.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.