LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiVasabók
Ártal1935

StaðurLaugateigur 31
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

GefandiElsa E. Guðjónsson 1924-2010, Þór Vilhelm Guðjónsson 1917-2014

Nánari upplýsingar

Númer1996-958-57
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð7,1 x 11,8 x 0,5 cm
EfniPappi, Pappír
TækniPrentun

Lýsing

Vasabók (vasadagbók): Haraldarbókin 1935. Fyrir útgáfunni stóð Haraldarbúð í Reykjavík (kaupm. Haraldur Árnason). Bókin er með dökkbrúnni kápu. Auk almanaks er í henni að finna nokkrar auglýsingar og ýmsar upplýsingar, t.d. varðandi íbúafjölda á ýmsum stöðum á landinu, innlent og erlent mál og vog, upplýsingar um staðsetningu brunaboða, töflur með ýmsum vegalengdum, póstmál og buðrðargjöld, upplýsingar um söfn og opnunartíma þeirra, tafla um myntir ýmissa landa o.m.fl. Bókin er 95 blaðsíður að lengd. Hún er frekar lítið notuð. Sjá einnig nr. 1996-958-56 og 1996-958-58. Úr fórum Elsu E. Guðjónsson og eiginmanns hennar, Þórs Guðjónssonar. Kom ásamt öðrum munum sem skráðir eru á þetta númer (þ.e. 1996:958) auk muna nr. 1996:550 - 1996: 955.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.