LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiSpjótsoddur

StaðurBær 1 Miðhús land
ByggðaheitiLón
Sveitarfélag 1950Bæjarhreppur A-Skaft.
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Hornafjörður
SýslaA-Skaftafellsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer11326/1932-34
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá, Lausafundir
Stærð36 x 3,5 cm
EfniJárn
TækniJárnsmíði

Lýsing

Spjótsoddur, forn og ryðbrunninn, 36 cm langur, þar af fjöðrin 21 - 22 cm.  Breidd hennar hefur verið 3,6 cm neðst, en brotið er af öðru horninu. Fjöðrinn mjókkar jafnt og þétt upp eftir, en er ekki oddhvöss, enda mun vanta lítið eitt framan á hann. Neðan til er fjöðrin flöt og mjótt drag eftir henni miðri, eins og á sverði, en ofan til er hryggur, eins og venjulega er á spjótsoddum.  Leggurinn er 1,4 m  gildur í mjóddinni, en 2,6 cm er falopsviddin ( að utanmáli).  Ryðmettaður endi spjótskaftsins er í falnum og geirnagli stendur út úr öðrum megin.  Gerðin er K - gerð Jans Petersens ( De norske vikingesverd, 32. bls. ,22. mynd).  - Fundinn í Bæ í Lóni, í matjurtagarði þar. ( F.8.)

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.