LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiPels
Ártal1915-1925

LandÍsland

Hlutinn gerðiBergur Einarsson
GefandiInga Þorsteinsdóttir

Nánari upplýsingar

Númer1990-76
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð76 cm
EfniSelskinn
TækniSkinnsaumur

Lýsing

Dökkbrúnn pels úr selskinni, að því er gefandi, Inga Þorsteinsdóttir, Tunguvegi 54 Rvk., segir. Bergur Einarsson sútari (f. 1872, d. 1942) mun hafa valið skinnið, sútað það og látið sauma pelsinn handa dóttur sinni í kringum 1920. Seinna gaf dóttir Bergs konu sem átti verslunina Iðunni í Reykjavík pelsinn, en sú gaf hann aftur Sigríði Jónsdóttur frænku sinni. Sigríður sú gaf Ingu pelsinn í kringum 1950. Þá var hann síðari, vasalaus og kragalaus en Inga lét stytta hann og setja á hann kraga og vasa. Jakkinn er fóðraður með ljósbrúnu satínefni. Hann er mjög vel farinn og varla sést á skinninu að hann hafi mikið verið notaður þó fóðrið beri þess einhver merki. Pelsinn er hnepptur í hálsmál með einum stórum hnappi úr sama skinni. Lítil saumspretta er aftantil á hægri öxl.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.