LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiLegsteinn
Ártal1800-1850

StaðurÞingvellir
ByggðaheitiÞingvallasveit
Sveitarfélag 1950Þingvallahreppur
Núv. sveitarfélagBláskógabyggð
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer10532/1929-70
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð25,7 cm
EfniBlágrýti, Léreft

Lýsing

Legsteinn yfir sjera  _ Frá Þingvöllum, mun hafa komið þar upp úr bæjarstæðinu: var fluttur til safnsins eptir fyrirmælum forstöðumanns þess og í samráði við umsjónrmann staðarins.
Legsteinn yfir sjera Engilbricht Nikulásson á Þingvöllum. Hann er náttúrleg og ótilhöggvin blágrýtishella, fallega sljett að ofan, skáhyrnd í efri enda en brotin á hinn, breiddin er nokkurn veginn jöfn: Lengdin er 71-87 cm, breiddin 47 cm, þyktin er um miðju ca 9 cm mest, minni úti við brúnirnar. Hægri brúnin er bein en hin lítið eitt bogadregin út á við. Strik er fram með brúnum. Áletrunin er fallega höggvin með gotnesku leðri eða frktútu. Efstu línurnar 4 eru með upphleyptu letri og nokkru stærra en í hinum er stafhæðin í 2 efstu línunum ca 4½ cm en í hinum 2 ca 3 cm, upphafsstafirnir eru þó hærri, ca 7 cm. Í öllum hinum línunum er letrið niðurhöggvið og um 3 cm að hæð, nema upphafsstafirnir eru þó hærri ca 4-5 cm að hæð. Áletrunin er þannig: Sap 3 Cap / Anino justor / von In mano / Dei sont/ Jesu Christi pio / heiðlig kenem Se / Eingelbricht Nichulasso / sofnaðe sætt í Guðe / A 73 Are sÿns allds / Anno Chiti W DC LX11X / 27 novembris: Bans li / ikanne hier til Jarðar / lagður: Eru sælir lif I Dyrð hia Drottne af=/ APOC XIV / Sæler eru þeir fram / liðnu sem I Drott/. Hjer er brotið neðan af og sjest að eins lítið eitt ofan af stöfunum í næstu línu sem líklega hefur verið sú neðsta (ne. deija). Letrið er allmjög máð en orðaskil eru glögg. Þessi legsteinn var fluttur til safnsins eptir fyrirmælum þjóðminjarðar, var ekki lengur á neinu ákveðnu leiði í kirkjugarðinum.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.