LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiSteinn

StaðurAustari-Hóll
ByggðaheitiFlókadalur
Sveitarfélag 1950Haganeshreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiKristján Eldjárn 1916-1982

Nánari upplýsingar

Númer1964-265-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munir, Fundaskrá
Stærð6,7 x 5,3 x 0,7 cm
EfniGeislasteinn

Lýsing

Forngripir úr kumli á Austurhóli í Fljótum.  Samanber skýrslu þjóðminjavarðar um þennan kuml fund í Árbók 1965, bls.26-31.  Í greininni  í Árbók segir á bls. 31:  " Vopnin sýna til fullnustu, að karl hefur verið grafinn hér, en skæri og snældusnúður benda til konu, þótt hugsanlegt sé, að slíkir hlutir finnist í gröfum karla."
Steinar, sjö talsins.
1. Geislasteinn (zeolit), kollóttur, og holur í og skorur.
Sama grein í Árbók:  "Höfðu allir verið til fóta í gröfinni, en voru hreyfðir úr stað, áður en rannsóknin var gerð."
Frá sama stað og næsta númer á undan.

Með steinunum er blað þar sem Þór Magnússon hefur skrifað niður eftirfarandi:

1 Stærsti steinninn: Dönsk tinna. Frá krítartímanum. Bera hann undir Ingimar Óskarsson.
2  Hvíti steinninn: Dönsk tinna.
3  Sá hvíti og brúni: Dönsk tinna. Þessi þrír steinar eru nothæfir sem eldsteinar.
4 Ljós og dökkbrúnn steinn í þremur brotum: brúnn ópall, sennilega íslenzkur.
5  Grænleitur steinn. Dönsk tinna. Eldtinna.
6 dökki steinninn: sennilega einhvers konar kísilsteinn.
7 Snúinn steinn: Geislasteinn, Zeolit.

Greint af Tómasi Tryggvasyni.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.