LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiFesti
Ártal1908

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

GefandiKristín Björnsdóttir
NotandiTorfhildur Þorsteinsdóttir Hólm 1845-1918

Nánari upplýsingar

Númer15256/1952-134
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð72,3 cm
EfniGull
TækniGullsmíði

Lýsing

Festi úr gulli. Á hún við næsta nr. á undan. Hún kemur saman í lás. Mæld þannig, þ.e. tvöföld, er hún að lengd 72.3 sm. Hlekkirnir eru 0.2 sm á lengd, 0.15 sm á br. Á festinni er hlaupanisti, eins og mjög tíðkaðist. Það er tígullaga, augað gegnum miðju eftir endilöngu. Nokkuð er það stærra öðrum megin, eða 1.5 sm á lengd, og 1.1 sm á breidd, en hinum megin 1.3 sm á lengd og 1 sm á br. Á minni hliðina er stimpluð tala: 585, en á hina stærri er grafin átta arma stjarna með hvítum steini í miðju. - Festi þessi er heil og ekki síður falleg en sjálft úrið.

Sýningartexti

Úrfesti úr gulli, tvöföld með nisti á. Fylgir vasaúri Torfhildar Þorsteinsdóttur Hólm rithöfundar, sem konur í Reykjavík gáfu henni í heiðursgjöf 23. apríl 1908.
15256

Úrfesti úr gulli, tvöföld með nisti á. Fylgir vasaúri Torfhildar Þorsteinsdóttur Hólm rithöfundar, sem konur í Reykjavík gáfu henni í heiðursgjöf 23. apríl 1908.
15256

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana