LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSöðuláklæði

LandÍsland

GefandiGunnar Árnason

Nánari upplýsingar

Númer1963-74
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð149 x 100 cm
TækniGlitvefnaður

Lýsing

Söðuláklæði, glitofið, af venjulegri gerð.  Lengd þess 149 cm, og breidd 100 cm.  Pottblóm látið spretta inn eftir nálægt endum, við miðjuna, og snúa krónur saman, meðfram langhliðum tveir teinungar, hlykkjóttir, hvor fram af öðrum, og einn við báða enda.  Í dúknum er dökkbrún einskefta, en í því sem ofið er, það úr ullarbandi, er bæði dökkrauður litur og ryðrauður, grár, grænn, mosagrænn og gulur.  Bryddað er með rauðri einskeftu á endum, og tannaröð gerð á að framanverðu.  Teinungarnir við langbrúnir hver á sínum borða og saumað saman.  Sjá má slitmerki á.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.