LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSólskífa
Ártal1800-1900

LandÍsland

Hlutinn gerðiBjörn Gunnlaugsson
GefandiJ. Einarsson

Nánari upplýsingar

Númer7267/1916-210
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð42,3 x 34,5 cm
EfniPappír
TækniTeikning

Lýsing

Sólskífa eins konar, kringla, dregin á blað, st. 42,3 x 34,5 cm., að þverm. 14 cm. sjálf, með strikum og nöfnum, tölustöfum og öðrum skýringum, er sýna skipting sólarhringsins í áttir og tímabil.  Umgjörð eða bekkir með blómskrauti, dregnir allvel og með litum, eru til hliða og yfir, og undir er: SVEIRN:SVEINS:SON:HRAUNUM (N-in snúa öfugt.  GS).  Sögð af gef. dregin af Birni Gunnlögssyni kennara.  - Prentuð rímtafla fyrir 1840 - 1900 fylgir með: blaðst. 39,5 x 24,4 cm.  - Á umslagið hefur gef. skrifað: Sólskífu þessa bjó Björn Gunnlaugsson til þegar hann var við landmælingar í Fljótum og gaf Svein(i) í Haganesi, sem aftur gaf mjer hana.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.