LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


EfnisatriðiTorfhús
Ártal1957-2019
Spurningaskrá127 Viðhorf til torfhúsa

StaðurGrenjaðarstaður, Múli 1, Ytra-Fjall, Þverárbær
ByggðaheitiAðaldalur, Laxárdalur
Sveitarfélag 1950Aðaldælahreppur , Reykdælahreppur
Núv. sveitarfélagAðaldælahreppur , Þingeyjarsveit
SýslaS-Þingeyjarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1952

Nánari upplýsingar

Númer2019-2-63
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið13.6.2019/11.7.2019
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 6 - Eigin reynsla

Þekkir þú torfhús af eigin raun? Ef svo er, með hvaða hætti? Hefur þú t.d. búið í torfbæ? Hvar voru/eru þessar byggingar staðsettar? Nefndu bæjarheiti.

Nei ekki fæddur í torfbæ. Ólst upp í Múla í Aðaldal þar voru "leifar" af torfbæ notaðar sem skemmur eða geymslur. Einnig var fjós úr torfi í notkun fyrstu ár ævi minnar og á bæjunum í kring. Ég ég man fyrst eftir mér voru flest útihús úr torfi, einstaka var með timburþili (gafli) eða smábútum af veggjum úr steinsteypu.


Um það bil hve oft hefur þú komið í torfhús? Hve langt er síðan þú komst seinast í þannig hús?

Ég hef nokkuð oft komið í slík hús. Gamli bærinn á Grenjaðarstað var nú nánast í bæjarhlaðinu og hafði ég gaman að að koma þangað. Ég man eftir líklega rétt um um 1960 þá kom ég í Ytrafjall í Aðaldal þar var baðstofa með fjósinu undir. Þá var verið að byggja þar núverandi íbúðarhús en ekki flutt í það. Kom á sl ári í gamla bæinn á Grenjaðarstað.Kafli 2 af 6 - Gildi torfhúsa

Fyrir hvað standa torfhús í þínum huga? Hver er fyrsta hugsun þín þegar þú hugleiðir þetta? Er hún jákvæð eða neikvæð? Vinsamleg færðu rök fyrir afstöðu þinni.

Torfhús standa fyrir menninguna og sögu þjóðarinnar. Fyrsta hugsunin er afrek þjóðarinnar að komast af við slíkan aðbúnað. Verkmenning við að byggja og þróa slíka bústaði fyrir menn og skepnur.


Hvað finnst þér merkilegast og hvað ómerkilegast við torfhús?

Sama og svarið við síðastu spurningu ásamt eljunni við að byggja og viðhalda þessum húsnæði með frumstæðum áhöldum og takmörkuðu efni.


Í hverju felst sögulegt gildi torfhúsa einkum? En menntunar- og fræðslugildi? Segðu frá.

Sögulegt gildi er þróun þjóðarinnar og menning varð til í slíkum húsum og viðhelst kynslóð fram að kynslóð. Baðstofan var félagsheimili sinnar tíðar. Þar voru sagðar sögur og sungnar stemmur o.fl. Menntunar og fræðslugildi er segir sögu þjóðarinnar frá örófi alda.


Hafa torfhúsin eitthvað gildi fyrir þjóðerni og sjálfsmynd Íslendinga að þínu mati? Ef svo er, hvers vegna? Ef svarið er neikvætt, hvers vegna ekki?

Já ég myndi segja að þetta hefði mikið gildi. Hægt er að rekja stéttarskiptingu nokkuð eftir þessu og þróun hennar.


Geta torfhús haft gildi á vettvangi stjórnmálanna á einn eða annan hátt? Hvernig lýsir það sér, ef svo er?
Í hverju felst ferðamálatengt gildi torfhúsa? Nefnið dæmi.

Segja söguna, eins og td bæinn á Stöng í Þjórsárdal frá landnámstímanum ofl.. Síðan koma bæir eins Laufás, Grenjaðarstaður og Burstafell er segja söguna nær nútímanum og sýnir þróunina á 700-800 árum.Kafli 3 af 6 - Varðveisla og nýting

Hvað finnst þér um hvernig torfhús eru nýtt í þágu ferðamanna í dag?

Átt mig ekki alveg á því, það þarf að vanda kynninguna á þeim. Margir almennir ferðamenn hafa ekki hugmynd um sögu þeirra. Vanda þarf kynningu þeirra og upplýsingagjöf um fyrra notagildi.


Gætu torfhús nýst með öðrum hætti eða betur en þau gera í dag? Hvað er hægt að gera til að bæta úr þessu og hvað ekki? Hvað stendur helst í vegi fyrir breytingum?

Veit það ekki. Etv. má setja upp meira af lifandi sýningum. það sem stendur í vegi fyrir slíku er takmarkað fjármagn.


Hvort ætti að varðveita fleiri eða færri torfhús en gert er? Ef fleiri, hvers vegna og þá hvernig hús (bæjarhús t.d.)? Ef nei, hvers vegna ekki?

Held að það ætti ekki að varðveita fleiri torfhús heldur færri og gera það betur. Velja úr sýnishorn frá mismunandi tímum.


Ef áhugi væri fyrir að fjölga vernduðum torfhúsum og nýta þau, hver ætti að bera kostnað af viðgerð og verndun þeirra að þínu mati (sveitarfélög, ríkið t.d.)?

Kostnaðurinn á að vera samfélagslegur en tekjur sem hægt er að innheimta komi á móti. Etv. er hægt að gera tilraunir með samvinnu með "fjárfesta" sem koma með nýjar hugmyndir inn eins og td. sýndarveruleikasýningar og þh.Kafli 4 af 6 - Aldursmunur og eftirgerðir

Er mikill munur á torfhúsum eftir því hvenær þau voru byggð, svo sem á 19. öld, á fyrri hluta 20. aldar eða um miðbik aldarinnar? Hvernig lýsir sá munur sér helst, ef svo er?

Já ég held það, húsin stækkuðu og meira var notað af skógvið (timbri) með og farið að þilja baðstofur að innan.


Finnst þér eftirgerðir torfhúsa vera frábrugðnar gömlu torfhúsunum? Hver er munurinn að þínu mati?

Treysti mér ekki tl að dæma það. Etv er notað meira af grjóthleðslu í yngri húsin.


Þekkir þú einhverja sem kunna handtök við torf- og grjóthleðslu? Ef svarið er jákvætt, hve margir voru þeir á að giska fyrir 25 árum? En í dag? Hver heldur þú að staðan gæti verið eftir 25 ár?

Þekkti nokkra hér áður sem nú eru fallnir frá. Í svipinn man ég eftir einum hjónum sem lærðu af þessum mönnum og einum til viðbótar sem er úr öðru héraði.Kafli 5 af 6 - Síðasta skeið torfhúsanna

Nokkuð er til af byggingum sem kalla má síðasta stig torfhúsa, þar sem blandað er saman hefðbundunum og nýrri byggingarefnum (torfi, bárujárni og steinsteypu t.d.). Hvaða gildi finnst þér að þessi hús hafi? Ætti að varðveita þau og ef svo er, hvers vegna?

Tel nú ekki að þau ætti að varðveita á annan hátt en sem örfá sýnishorn.Kafli 6 af 6 - Upplýsingar um torfhús

Vinsamlega nefndu öll þau torfhús sem þér er kunnugt um og hvar þau eru staðsett á landinu (bæjarheiti, sveitarfélag). Hvaða nöfn bera þau (sérheiti)? Hvers konar hleðslur eru í þeim og viðbótarefni, ef eru? Ath. Hér er ekki verið að fiska eftir torfhúsum í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands, eins og t.d. Keldum, Laufási og Burstarfelli.

Man nú bara eftir byggingunum á Þverá í Laxárdal etv eru þau komin undir hatt hins opinbera......... Hef ekki þekkingu til að svara þessu.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana