LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiTorfhús
Ártal1950-2019
Spurningaskrá127 Viðhorf til torfhúsa

ByggðaheitiJökuldalsheiði, Jökuldalur, Skagaströnd
Sveitarfélag 1950Höfðahreppur, Jökuldalshreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað, Sveitarfélagið Skagaströnd
SýslaA-Húnavatnssýsla, N-Múlasýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1943

Nánari upplýsingar

Númer2019-2-58
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið13.6.2019/11.7.2019
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 6 - Eigin reynsla

Þekkir þú torfhús af eigin raun? Ef svo er, með hvaða hætti? Hefur þú t.d. búið í torfbæ? Hvar voru/eru þessar byggingar staðsettar? Nefndu bæjarheiti.

Þegar ég var 6 til 7 ára var ég hjá Ömmu systir og bróður í torfhúsi að Bergi Skagaströnd. Hefði ekki viljað missa af þessari upplifun.


Um það bil hve oft hefur þú komið í torfhús? Hve langt er síðan þú komst seinast í þannig hús?

Nokkru sinnum þá söfn síðari ár. Ca. 2 ár.Kafli 2 af 6 - Gildi torfhúsa

Fyrir hvað standa torfhús í þínum huga? Hver er fyrsta hugsun þín þegar þú hugleiðir þetta? Er hún jákvæð eða neikvæð? Vinsamleg færðu rök fyrir afstöðu þinni.

Þjóðleg mennig svo eru þau mér sérstaklega kær þar sem við hjónin giftum okkur í Ábæjarkirkju. Auk þess ólst tengdamóðir mín upp á Arnórsstöðum á Jökulda og síðar í vist á Ármótaseli í Jökuldalsheiðinni hún er ný látin 99 ára og lýst oft fyrir okkur lífinu á Dalnum og í Heiðinni.


Hvað finnst þér merkilegast og hvað ómerkilegast við torfhús?

Í raun eru þau stór merkileg og sé reyndar ekkert ómerkilegt við þau. Þau lýsa nægjusemi, útsjónasemi og hvernig í raun landið var notað til bygging þrátt fyrir mikin skort á timbi og t.d. gleri.


Í hverju felst sögulegt gildi torfhúsa einkum? En menntunar- og fræðslugildi? Segðu frá.

Sögulegt gild er mikið sérstaklega fyrir komandi kynslóðir og eins ferðamenn til að báðir þessir hópar skylji líf og aðbúnað f


Hafa torfhúsin eitthvað gildi fyrir þjóðerni og sjálfsmynd Íslendinga að þínu mati? Ef svo er, hvers vegna? Ef svarið er neikvætt, hvers vegna ekki?

Að sjálfsögðu hafa gömlu torfbæjirnir mikla merkingu fyrir okkur Íslendinga. Ekki margar þjóðir sem hafa komið frá tíma torfhúsa á jafn skömmum tíma inn í veröld sem í dag er til jafns við aðrar þjóðir í Evrópu. Það er sterk tilfinning jafnvel í dag í Þjóðarsálinni fyrir því að okkar nánustu forfeður bjuggu við þessar aðstæður.


Geta torfhús haft gildi á vettvangi stjórnmálanna á einn eða annan hátt? Hvernig lýsir það sér, ef svo er?

Veit ekki hvernig það ætti að gerast.


Í hverju felst ferðamálatengt gildi torfhúsa? Nefnið dæmi.

Eins og ég hef sagt áður þá til að ferðamenn skjylji menningu okkar þá er bráðnauðsinlegt að opna augu þeirra fyrir því hvað þessi þjóð hefur unnið sig hratt frá því að búa við þær aðstaæður sem torfhúsin/bæirnir buðu uppá.Kafli 3 af 6 - Varðveisla og nýting

Hvað finnst þér um hvernig torfhús eru nýtt í þágu ferðamanna í dag?

Mætti gera mun betur og bjóða uppá gistingu í eins raunverulegum aðstæðum og voru í þá tíð.


Gætu torfhús nýst með öðrum hætti eða betur en þau gera í dag? Hvað er hægt að gera til að bæta úr þessu og hvað ekki? Hvað stendur helst í vegi fyrir breytingum?

Það væri umhugsunarefni fyrir Arkitekt landssins að fela nútíma steinhús meira inní landinu falla inní landið eins og gömlu torfbæirnir gerðu.


Hvort ætti að varðveita fleiri eða færri torfhús en gert er? Ef fleiri, hvers vegna og þá hvernig hús (bæjarhús t.d.)? Ef nei, hvers vegna ekki?

Því miður eru ekki mörg hús eftir til að taka til vörslu en þau sem eru í vörslu eiga að fá skylið besta viðhald sem kostur er á.


Ef áhugi væri fyrir að fjölga vernduðum torfhúsum og nýta þau, hver ætti að bera kostnað af viðgerð og verndun þeirra að þínu mati (sveitarfélög, ríkið t.d.)?

Áhugamannafélög og svo auðvitað Ríki og Sveitarfélög.Kafli 4 af 6 - Aldursmunur og eftirgerðir

Er mikill munur á torfhúsum eftir því hvenær þau voru byggð, svo sem á 19. öld, á fyrri hluta 20. aldar eða um miðbik aldarinnar? Hvernig lýsir sá munur sér helst, ef svo er?

Veit ekki


Finnst þér eftirgerðir torfhúsa vera frábrugðnar gömlu torfhúsunum? Hver er munurinn að þínu mati?

Aðalega vera innviðirnir sem sjaldnast sýna raunverulega aðstæður. Sænautasel er sennilega með best varðveittu húsum þess tíma svo er það mjög vinsæll ferðamannastaður.


Þekkir þú einhverja sem kunna handtök við torf- og grjóthleðslu? Ef svarið er jákvætt, hve margir voru þeir á að giska fyrir 25 árum? En í dag? Hver heldur þú að staðan gæti verið eftir 25 ár?

Þekki einn Jói frá Stapa í Skagafirði háaldraður í dag svo Bergur frá Skriðufelli í Skeiða og Gnúpverjahreppi.Kafli 5 af 6 - Síðasta skeið torfhúsanna

Nokkuð er til af byggingum sem kalla má síðasta stig torfhúsa, þar sem blandað er saman hefðbundunum og nýrri byggingarefnum (torfi, bárujárni og steinsteypu t.d.). Hvaða gildi finnst þér að þessi hús hafi? Ætti að varðveita þau og ef svo er, hvers vegna?

Bara gott. Tenging við fortíðinna.Kafli 6 af 6 - Upplýsingar um torfhús

Vinsamlega nefndu öll þau torfhús sem þér er kunnugt um og hvar þau eru staðsett á landinu (bæjarheiti, sveitarfélag). Hvaða nöfn bera þau (sérheiti)? Hvers konar hleðslur eru í þeim og viðbótarefni, ef eru? Ath. Hér er ekki verið að fiska eftir torfhúsum í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands, eins og t.d. Keldum, Laufási og Burstarfelli.

Sleppi þessu.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana