Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


EfnisatriðiTorfhús
Ártal2007-2019
Spurningaskrá127 Viðhorf til torfhúsa

StaðurAustur-Meðalholt, Byggðasafn Skagfirðinga, Grenjaðarstaður, Hólar, Krókur, Núpsstaður, Reykir, Sæból 1, Sænautasel, Tyrfingsstaðir
ByggðaheitiAðaldalur, Fljótshverfi, Flói, Hjaltadalur, Ingjaldssandur, Jökuldalur, Kjálki, Langholt
Sveitarfélag 1950Aðaldælahreppur , Akrahreppur, Gaulverjabæjarhreppur, Gerðahreppur, Hólahreppur, Hörgslandshreppur, Jökuldalshreppur, Mýrahreppur V-Ís., Patrekshreppur , Seyluhreppur
Núv. sveitarfélagAðaldælahreppur , Akrahreppur, Fljótsdalshérað, Flóahreppur, Ísafjarðarbær, Skaftárhreppur, Sveitarfélagið Garður, Sveitarfélagið Skagafjörður, Vesturbyggð
SýslaÁrnessýsla, Gullbringusýsla, N-Múlasýsla, Skagafjarðarsýsla, S-Þingeyjarsýsla, V-Barðastrandarsýsla, V-Ísafjarðarsýsla, V-Skaftafellsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1965

Nánari upplýsingar

Númer2019-2-57
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið13.6.2019/9.8.2019
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 6 - Eigin reynsla

Þekkir þú torfhús af eigin raun? Ef svo er, með hvaða hætti? Hefur þú t.d. búið í torfbæ? Hvar voru/eru þessar byggingar staðsettar? Nefndu bæjarheiti.

Ég þekki torfhúsin á landinu, því ég skrifa ferðagreinar og hef skrifað margar greinar í ferðabloggsstíl um öll torfhúsin á landinu https://guidetoiceland.is/connect-with-locals/regina/a-list-of-the-beautiful-icelandic-turf-houses-the-inheritance-of-generations-past. Ég hef enga eigin reynslu af því að búa í torfhúsi, en amma mín fæddist í torfhúsi á Sæbóli á Ingjaldssandi og sagði okkur oft frá því https://guidetoiceland.is/connect-with-locals/regina/my-200th-blog-on-guide-to-iceland-the-remote-ingjaldssandur-in-the-westfjords-of-iceland-my-grandmother-s-birthplace. Eins var langalangafi minn, Benedikt Kristjánsson, prestur á Grenjaðarstað, en það torfhús heimsæki ég á hverju ári https://guidetoiceland.is/connect-with-locals/regina/grenjaarstaur-turf-house-in-north-iceland  


Um það bil hve oft hefur þú komið í torfhús? Hve langt er síðan þú komst seinast í þannig hús?

Ég hef heimsótt torfhús reglulega síðan 2007 og heimsæki torfhús árlega. Kom síðast inn í Þverárbæinn í Laxárdal í maí 2019. Ég hef komið ótal sinnum í torfhús og áhugamál mitt að að leita torfhúsin uppi á landinu, bæði torfbæi og torfútihús. Síðan hef ég skrifað um þau sem ferðabloggari á Guide to Iceland sem leikmaður https://guidetoiceland.is/connect-with-locals/regina/a-list-of-the-beautiful-icelandic-turf-houses-the-inheritance-of-generations-past. Síðast heimsótti ég Þverárbæinn í Laxárdal þann 18. maí 2019, en sá bær er tengdur inn í fjölskyldu mannsins míns.



Kafli 2 af 6 - Gildi torfhúsa

Fyrir hvað standa torfhús í þínum huga? Hver er fyrsta hugsun þín þegar þú hugleiðir þetta? Er hún jákvæð eða neikvæð? Vinsamleg færðu rök fyrir afstöðu þinni.

Torfhúsin eru bara yndisleg og mér hlýnar alltaf um hjartarætur þegar ég sé torfhús. Minning um gamla tíma á Íslandi.  


Hvað finnst þér merkilegast og hvað ómerkilegast við torfhús?

Torfhúsin eru fyrir mér merkileg söguleg hefð í byggingarlist á Íslandi og minnir okkur á hvernig Íslendingar bjuggu áður fyrr og tengir okkur við gamla tíma. Finnst nauðsynlegt að varðveita þau öll fyrir komandi kynslóðir. Það hafði mikil áhrif á mig þegar farið var í skólaferðalag í barnaskóla og torfhús skoðað og áttum við að teikna hleðslurnar. Ég held að það sé lærdómsríkt fyrir komandi kynslóðir að sjá hvernig forfeður þeirra bjuggu og komust af á Íslandi fyrir komu nýtískulegri húsa.   


Í hverju felst sögulegt gildi torfhúsa einkum? En menntunar- og fræðslugildi? Segðu frá.
Hafa torfhúsin eitthvað gildi fyrir þjóðerni og sjálfsmynd Íslendinga að þínu mati? Ef svo er, hvers vegna? Ef svarið er neikvætt, hvers vegna ekki?
Geta torfhús haft gildi á vettvangi stjórnmálanna á einn eða annan hátt? Hvernig lýsir það sér, ef svo er?
Í hverju felst ferðamálatengt gildi torfhúsa? Nefnið dæmi.

Það sama gildir fyrir ferðamenn, sem sýna torfhúsunum verulega mikinn áhuga og ég fæ margar spurningar um torfhúsin á Íslandi. T.d. hvaða torfhús ég ráðlegg þeim að heimsækja og hvaða torfhús séu í uppáhaldi hjá mér. Þetta eru ferðabloggin sem mest er líkað við og oft tala túristar um þessi hús sem hobbitahús og að þá langi að gista í þeim og búa í þeim af því þeim finnst þau krúttleg ;) En flestir hafa túristarnir sem tala við mig áhuga á þeim vegna sögunnar og sérkennilegs útlits.  



Kafli 3 af 6 - Varðveisla og nýting

Hvað finnst þér um hvernig torfhús eru nýtt í þágu ferðamanna í dag?

Það er ágætt að þau séu nýtt í þágu ferðamanna því þá kemur inn einhver peningur fyrir viðhaldi. En á hinn bóginn þola þau, að ég held, ekki svona mikinn umgang eins og er t.d. í Glaumbæ í Skagafirði. 


Gætu torfhús nýst með öðrum hætti eða betur en þau gera í dag? Hvað er hægt að gera til að bæta úr þessu og hvað ekki? Hvað stendur helst í vegi fyrir breytingum?
Hvort ætti að varðveita fleiri eða færri torfhús en gert er? Ef fleiri, hvers vegna og þá hvernig hús (bæjarhús t.d.)? Ef nei, hvers vegna ekki?
Ef áhugi væri fyrir að fjölga vernduðum torfhúsum og nýta þau, hver ætti að bera kostnað af viðgerð og verndun þeirra að þínu mati (sveitarfélög, ríkið t.d.)?

Að mínu mati ætti að varðveita fleiri torfhús, en að sama skapi er það kostnaðarsamt fyrir okkur. Að mínu mati ætti ríkið að bera kostnaðinn, því torfhúsin eru sameiginleg arfleifð þjóðarinnar. Þessa arfleifð okkar verður að varðveita því þau hafa svo mikið sögulegt og fagurfræðilegt gildi. Að mínu mati ætti að varðveita einhver torfútihúsanna líka, t.d. torfútihúsið stóra sem tilheyrir Núpsstöðum og stendur nálægt Lómagnúp.



Kafli 4 af 6 - Aldursmunur og eftirgerðir

Er mikill munur á torfhúsum eftir því hvenær þau voru byggð, svo sem á 19. öld, á fyrri hluta 20. aldar eða um miðbik aldarinnar? Hvernig lýsir sá munur sér helst, ef svo er?

Eftirgerðir torfhúsa eru mjög mismunandi og vel gerðar og hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Sænautasel er ólíkt stóru torbæjunum í eigu Þjóðminjasafnsins, því það er endurgerð heiðarbýlis og mjög vinsælt meðal ferðamanna. Þjóðveldisbærinn og Eiríksstaðir hafa líka sinn sérstaka Víkingastíl því þau eru skálar og eru líka mjög vinsæl meðal ferðamanna. Herjólfsbærinn er líka með þetta sérstaka fyrri tíma Víkingaútlit og er all sérstæður því það eru svo háar hraunhleðslur í bænum. Reykir í Skagafirði líkist helst stóru torfbæjunum, og utanfrá sést ekki að hann er byggður með steinsteypu. Ekki frekar en það sést á Þjóðveldisbænum.


Finnst þér eftirgerðir torfhúsa vera frábrugðnar gömlu torfhúsunum? Hver er munurinn að þínu mati?
Þekkir þú einhverja sem kunna handtök við torf- og grjóthleðslu? Ef svarið er jákvætt, hve margir voru þeir á að giska fyrir 25 árum? En í dag? Hver heldur þú að staðan gæti verið eftir 25 ár?

Ég þekki til 3ja manna sem kunna til verka. Þeir eru Helgi hjá Fornverkaskólanum, sem er með námskeið á Tyrfingsstöðum sem virðast vera vel sótt, Hannes sem er með Íslenska bæinn í Austur-Meðalholti https://guidetoiceland.is/connect-with-locals/regina/islenski-baerinn-turf-house-at-austur-medalholt-in-south-iceland og Hörður, sem byrjaði að byggja torfhús á Efri-Vík https://guidetoiceland.is/connect-with-locals/regina/the-amazing-elf-city-and-elf-church-by-hotel-laki-in-efri-vik-in-south-iceland. Ég held að með áframhaldandi kennslu í torf- og grjóthleðslu þá færist þessi þekking til fleiri og fleiri manna, svo ég er bjartsýn á stöðuna eftir 25 ár.



Kafli 5 af 6 - Síðasta skeið torfhúsanna

Nokkuð er til af byggingum sem kalla má síðasta stig torfhúsa, þar sem blandað er saman hefðbundunum og nýrri byggingarefnum (torfi, bárujárni og steinsteypu t.d.). Hvaða gildi finnst þér að þessi hús hafi? Ætti að varðveita þau og ef svo er, hvers vegna?

Mér finnst að eigi að vernda öll þessi hús, fyrri tíma og seinni tíma. Krókur sem er allur bárujárnsklæddur núna, er eitt þeirra húsa sem mér finnst að eigi að varðveita, þótt fæstir geri sér grein fyrir að um torfhús sé að ræða. Þessi hús gefa Íslandi sjarma og eru tenging við fyrri tíma og Þjóðveldisbærinn er ómissandi í flóruna sem safn.  



Kafli 6 af 6 - Upplýsingar um torfhús

Vinsamlega nefndu öll þau torfhús sem þér er kunnugt um og hvar þau eru staðsett á landinu (bæjarheiti, sveitarfélag). Hvaða nöfn bera þau (sérheiti)? Hvers konar hleðslur eru í þeim og viðbótarefni, ef eru? Ath. Hér er ekki verið að fiska eftir torfhúsum í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands, eins og t.d. Keldum, Laufási og Burstarfelli.

Ég hef skrifað lista yfir öll þau torfhús, fyrri tíma, seinni tíma, endurgerðir og torfútihús sem ég hef heimsótt á landinu https://guidetoiceland.is/connect-with-locals/regina/a-list-of-the-beautiful-icelandic-turf-houses-the-inheritance-of-generations-past, bæði þau sem tiltölulega auðvelt er að heimsækja frá Reykjavík og önnur sem eru fjarlæg eins og Hesthúsið á Hólum í Kollsvík á Vestfjörðum. Ég skrifa um þau sem leikmaður með mikinn áhuga á torfhúsum.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana