LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiSelskinnsskór, Skór

StaðurDagverðará
Sveitarfélag 1950Breiðuvíkurhreppur
Núv. sveitarfélagSnæfellsbær
SýslaSnæfells- og Hnappadalssýsla
LandÍsland

GefandiÖrlygur Hálfdánarson 1929-
NotandiEiríkur Sigfússon 1890-1957

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-4163/2005-111
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð32 x 11,6 cm
EfniSelskinn
TækniSkósmíði

Lýsing

Selskinnsskór (hringanóraskinn). Lengd 32 cm, breidd 11,6 cm. Skórnir eru ljósgráir annars vegar en dekkri gráir hins vegar. Saumaðir með ljósu bómullarbandi á hæl og tá, og varpaðir með þveng (ljósri skinnræmu sem líkist kattaskinni) og ristarólin er úr því sama. Dökkgráir illeppar með brydduðum brúnum með grænu ullarbandi sem varpað er á með ljósum bómullarþræði eru í skónum.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.