LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSkólahandavinna, Textíll
TitillFlíshúfa
Ártal2000

StaðurMýrarhúsaskóli
Sveitarfélag 1950Reykjavík, Seltjarnarneshreppur
Núv. sveitarfélagReykjavík, Seltjarnarneskaupstaður
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiSigrún Laufey Baldvinsdóttir

Nánari upplýsingar

Númer2017-11-153
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Skólahandavinna - textíll
Stærð28 x 24 cm
EfniFlísefni
TækniHandunnið

Lýsing

Flíshúfa. Einfalt form með einum saumi fyrir miðju að aftan. Sniðið er bogadregið að ofan og myndar þannig tvö horn. Saumaður er tvöfaldur breiður kantur úr flísefni neðan á húfuna. Gróttumerkið saumað í vél framan á kantinn.

Sýnishorn kennara. Unnið á meðan kennari var í starfi við Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla eftir 2000.

Húfur úr flísefni. Verkefnið var einfalt í grunninn en bauð uppá mikla fjölbreytni. Vélsaumur og handsaumur. Unnið samkvæmt námskrám 1999 og 2007.

Sjá HANDMENNT rit Handavinnukennarafélags Íslands og félags íslenskra smíðakennara, 1999, bls. 24. Blaðið er til að safninu. Sjá skráningu nr. 39.

Þetta aðfang er í Borgarsögusafni Reykjavíkur. Safnið varðveitir um 29.000 lausa muni, um 6 milljónir ljósmynda og um 4000 muni sem tengjast sjósókn auk safnhúsa í Árbæjarsafni. Flutningur gagna úr eldri grunnum er vel á veg kominn. Hins vegar á eftir að taka ljósmyndir af stórum hluta safnkostsins. Á fornleifaskrá eru 2500 fornleifar og 20.000 jarðfundnir gripir og í húsaskrá Reykjavíkur eru skráð um 6500 mannvirki.