LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Ívar Brynjólfsson 1960-
MyndefniBókarkápa, Ljósmyndabók, Ljósmyndasýning, Sýningarskrá
Ártal2008

StaðurÞjóðminjasafn Íslands
ByggðaheitiVesturbær
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerVi_Sýn/2008-10
AðalskráMynd
UndirskráViðburðir_Sýningar, Ljósmyndasýningar í Myndasal Þjms
GerðStafræn frummynd - JPEG 300 pic

Lýsing

Þjóðin, landið og lýðveldið. 

Sýning á ljósmyndum og kvikmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá 1936-1960 í Myndasal og á Vegg í Þjóðminjasafni Íslands.

27. september - 31. desember 2008.

Á sýningunni má meðal annars sjá landlagsmyndir, myndir unnar fyrir heimssýninguna í New York 1939, myndir af fólkinu í landinu við leik og störf auk mynda frá ferðum Vigfúsar innanlands með tveimur fyrstu forsetum lýðveldisins.

Framlag Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900-1984) til íslenskrar menningarsögu er margþætt. Hann var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð.

Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Ljósmyndabók hans Ísland í myndum var fyrsta ljósmyndabók eftir Íslending og hann varð einnig fyrstur Íslendinga til að gefa út bók með ljósmyndum í lit. Íslandskvikmynd hans var sýnd á heimssýningunni í New York 1939, en kunnastar af kvikmyndum hans eru leiknu þjóðháttamyndirnar Í jöklanna skjóli og Í dagsins önn.

Í tengslum við sýninguna verður gefin út bók um Vigfús Sigurgeirsson sem ritstýrt er af sýningarhöfundi, Ingu Láru Baldvinsdóttur.

Bókin hefur að geyma fimm greinar eftir sérfræðinga á ýmsum sviðum: Ágúst Ólaf Georgsson, fagstjóra þjóðháttasafns við Þjóðminjasafn Íslands; dr. Christiane Stahl, forstöðukonu Alfred Ehrhardt Stiftung í Köln; Írisi Ellenberger, sagnfræðing; Lindu Ásdísardóttur, safnvörð við Byggðasafn Árnesinga, og dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, forstöðumann Menningarmiðstöðvar Þingeyinga.

Í bókinni er jafnframt birt nýtt úrval ljósmynda eftir Vigfús, en slíkt úrval hefur ekki verið gefið út áður. Með útgáfu þessarar bókar vill Þjóðminjasafn Íslands varpa ljósi á störf Vigfúsar sem ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns.

Bókin er til sölu í safnbúð Þjóðminjasafnsins og í bókaverslunum.Heimildir

http://www.þjóðminjasafn.is/syningar/sersyningar/syningar-i-gangi/i-safninu/nr/2332

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana