LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiSmjörhnoðunarvél
MyndefniSmjörhnoðunarvél
Ártal1945-1955

StaðurFremsta-Fell 1
ByggðaheitiKaldakinn
Sveitarfélag 1950Ljósavatnshreppur
Núv. sveitarfélagÞingeyjarsveit
SýslaS-Þingeyjarsýsla
LandÍsland

GefandiHalldóra Jónsdóttir 1948-

Nánari upplýsingar

Númer1183-110
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð50 x 50 x 110 cm
EfniMálmur, Viður

Lýsing

Smjörhnoðunarborð voru eins og strokkar rjómabúanna knúin vatnsafli, mótorafli eða með hestum (hestavindu). Á þessu borði var smjörið elt og hnoðað. Þannig náðust áfirnar úr því og auðvelt varð að móta það í stykki (töflur, skökur, dömlur...). Borðið er frá síðasta skeiði heimavinnslu á smjöri hérlendis - um 1950. Uppruni borðsins er Fremstafell í Kaldakinn. Gef. Halldóra Jónsdóttir Grímshúsum í Aðaldal. 


Sýningartexti

Smjörhnoðunarborð


Eitt af áhöldum rjómabúanna gömlu. Nýstrokkað smjörið var sett á hringborðið er snerist. Kólfurinn pressaði þá áfirnar - vökvann - úr smjörinu. 

Smjörhnoðunarborð voru eins og strokkar rjómabúanna knúin vatnsafli, mótorafli eða með hestum (hestavindu). 

Mjólkurvinnsla er það búverk sem hvað fyrst var iðnvætt á Íslandi. Það gerðist með stofnun rjómabúanna í byrjun síðustu aldar. Íslenskt smjör varð verðmæt söluvara bæði erlendis (t.d. Í Englandi) og í vaxandi þéttbýli innanlands. Á þessu borði var smjörið elt og hnoðað. Þannig náðust áfirnar úr því og auðvelt varð að móta það í stykki (töflur, skökur, dömlur...). Borðið er frá síðasta skeiði heimavinnslu á smjöri hérlendis - um 1950. Þá voru vélvæddu mjólkursamlögin (mjólkurbúin) að leysa heimavinnslu mjólkur af hólmi. Smjörhnoðunarborðið er frá Fremstafelli í Kaldakinn. Halldóra Jónsdóttir í Grímshúsum í Aðaldal færði safninu borðið. 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.