LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiÞvinga

StaðurLitla-Háeyri
ByggðaheitiFlói
Sveitarfélag 1950Eyrarbakkahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Árborg
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland

GefandiHelga Guðjónsdóttir

Nánari upplýsingar

Númer2011-15-66
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð57 x 30 x 4,5 cm
EfniViður
TækniSmíði

Lýsing

Þrjár tréþvingur allar eins. Hver þvinga er gerð úr þremur viðarhlutum sem eru boltaðir saman með tveimur löngum skrúfboltum. Sjálfur skrúfarmurinn er renndur og er 49 cm að lengd. Á tveimur þvingum er borað gat á handfangið til hagræðingar við að snúa arminum. Á einni þvingu er handfangið hvítmálað. Merki um bruna eru á nokkrum stöðum á þvingunum. Ekki er vitað hver smíðaði eða notaði þvingurnar.  

Munur úr búi Helgu Guðjónsdóttur á Litlu Háeyri (1919-2010). Hún hélt heimili með bræðrum sínum Sigurði og Jóni og bjó svo ein á Litlu Háeyri eftir fráfall þeirra. Helga var menntuð í garðyrkju, leiklist og klæðskerasaum. Hún stundaði nám í Kennaraskóla Íslands og vann sem handavinnukennari í Barnaskólanum á Eyrarbakka. Hún sat í stjórn ungmennafélags og leikfélags á Eyrarbakka í mörg ár. Helga var ógift og barnlaus. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2010 sem hér segir: Fornleifar 996, munir 6055, myndir í mannamyndaskrá 2771 og myndir í þjóðlífsmyndaskrá 3141.

 

Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp. Eftir er að yfirfara öll innfærð gögn en fullyrða má að villur séu fáar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.