LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiLoftslagsbreytingar
Ártal2018
Spurningaskrá125 Loftslagsbreytingar og framtíðin

Sveitarfélag 1950Mosfellshreppur
Núv. sveitarfélagMosfellsbær
SýslaKjósarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1967

Nánari upplýsingar

Númer2018-1-69
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið18.10.2018/24.10.2018
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 8 - Almennt

Hvað tengir þú helst við loftslagsbreytingar af mannavöldum? Hér getur þú látið hugann reika.

Í grunninn er það hækkað hitastig á jörðinni. Flókin ferli veðurfars geta þó gert það að verkum að hækkun verður mismikil milli svæða, sumstaðar getur jafnvel orðið kólnun a.m.k. á tímabili. Þetta getur haft víðtækar afleiðingar og án efa munu ýmis áhrif koma okkur á óvart.Kafli 2 af 8 - Eigin upplifun

Loftslagsbreytingar eru hnattrænar en hækkað hitastig á jörðinni getur einnig haft miklar staðbundnar afleiðingar. Hefur þú upplifað einhverjar afleiðingar af loftslagsbreytingunum? Hvaða afleiðingar, hvar og hvernig? Hafa loftslagsbreytingar haft áhrif á líf þitt? Á hvaða hátt?

Mest áberandi eru hinir mildu vetur sem hafa verið undanfarin ár, þrátt fyrir síðustu snjóavetur. Á tímaskala mannsins eru þetta frekar hægar breytingar þótt þær séu afar hraðar þegar horft er til loftslagssögunnar. Þetta hefur einkum verið upplifað í gegn um fréttir og umræður. Að auki hefur maður sjálfur séð aukið landnám ýmissa dýrategunda.Kafli 3 af 8 - Hvað get ég gert?

Hefur þú gert eitthvað sjálf(ur) til að draga úr loftslagsbreytingum? Hvaða máli telur þú að daglegt líf þitt eða lífstíll skipti fyrir loftslagsbreytingar?

Kaupi orðið lítið af jarðefnaeldsneyti, skipi yfir í rafmagnsbíl. Líf hvers einstaklings er ekki stórt í þessari mynd en það er dropi í hafinu og ALLIR verða að gera sitt til að breytingar verði.Kafli 4 af 8 - Upplýsingagjöf

Hvar hefur þú helst fengið upplýsingar um loftslagsbreytingar (sjónvarp, netmiðlar t.d.)?

Sjónvarpi, netmiðlum, skýrslum, fundum og ráðstefnum.Kafli 5 af 8 - Úrræði

Telur þú að það sé hægt að takmarka hinar hnattrænu loftslagsbreytingar? Hvernig? Heldur þú að ný tækni, eins og t.d. rafmagnsbílar, skip og flugvélar, skipti máli fyrir loftslag í framtíðinni?

Ég bind vonir við það. Allt sem lífverur hafa nýtt sér með einhverjum hætti alveg frá upphafi, hefur verið endurnýjanlegt, sjálfbært. Allar auðlindir hafa gengið í hringrás í lífkerfinu. Það er bara með tilkomu mannsins sem lífvera fer að nýta eitthvað sem ekki er í hringrás, námuvinnsla. Við þurfum að koma öllu því sem við nýtum í hringrás. Öll tækni sem stuðlar að þessu skiptir máli.Kafli 6 af 8 - Aðrar ógnir

Eru einhverjar aðrar samfélagslegar ógnir að þínu mati sem eru uggvænlegri en loftslagsbreytingar? Ef svo er, hvaða?

Uppsöfnun á hlutum sem við nýtum ekki, plast og margvíslegur úrgangur annar sem er urðaður. Önnur stærsta ógn sem steðjar að mannlegu samfélagi er mannfjöldi. Menn eru ein af dýrategundum jarðarinnar og menn, eins og allar aðrar dýrategundir, eiga sér sína hámarks stofnstærð. Þetta er fjarlægt Íslendingum sem búa frekar fáir í stóru landi, að hluta þurfum við að nýta auðlindir landsins til að selja til tekjuöflunar fyrir þjóðarbúið. Framleiðsla verður alltaf lág ef miðað ýmis önnur lönd ef við stöðlum framleiðsluna við heildar flatarmál hvers lands. Framleiðsla landsins er ekki mikil fyrir ofan 400 m hæð yfir sjó.Kafli 7 af 8 - Framtíðin

Flestir eða allir reyna að gera sér einhverja grein fyrir hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Við viljum gjarnan að þú segir frá hugmyndum þínum um framtíðina, væntingum, óskum eða áhyggjum. Frásögnin má bæði vera um nærumhverfi þitt og framtíð jarðarinnar, eða annað hvort, og hún þarf ekki endilega að vera um loftslagsbreytingar. Hvernig sérð þú framtíðina fyrir þér?

Ég hef áhyggjur af því að maðurinn tengir sig ekki við náttúruna sem hann lifir í. Eins og með aðrar dýrategundir hefur maðurinn sína hámarksstofnstærð sem getur lifað sjáfbært í búsvæði hans. Ég óttast að við séum þegar komin yfir þessi mörk, það eigi eftir að bíta í rassinn á okkur í náinni framtíð. Það munu skapast vandamál ef stórt hlutfall þjóðar, hvað þá þjóða, neyðist til að flýja heimaland sitt á náðir nágranna sem þegar eru vel mettaðar mannfólki. Í þessu hef ég líka áhyggjur að tækninni og ýmsu sem við köllum framfarir og fær að streyma fram án nokkurrar heildarsýnar á afleiðingarnar. Maðurinn er líka svo arfa seinn að bregðast við ástandi sem upp kann að koma, nefni bara loftslagsmálin sem dæmi, öll viðbrögð taka áratugi og það eru alltaf einhverjir sem horfa bara til eigin hagsmuna, alltaf er stutt í græðgina.Kafli 8 af 8 - Viðbætur og athugasemdir

Hér hefur þú pláss fyrir viðbætur eða athugasemdir við spurningaskrána.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana