LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiLoftslagsbreytingar
Ártal2018
Spurningaskrá125 Loftslagsbreytingar og framtíðin

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1949

Nánari upplýsingar

Númer2018-1-67
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið18.10.2018/24.10.2018
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 8 - Almennt

Hvað tengir þú helst við loftslagsbreytingar af mannavöldum? Hér getur þú látið hugann reika.

Orsakir: Jarðefnaeldsneyti - gróðureyðing - þiðnun freðmýra - þurrkun mómýra - jórturdýr.
Afleiðingar: Sjávarborðshækkun - veðurfarsöfgar - súrnun sjávar - gróðureyðing (vítahringur) - þiðnun freðmýra (vítahringur) - breytt (oft skert) ræktunarskilyrði.
Samhengi: Skammtímahugsun, ómögulegt að ná í tæka tíð nógu víðtækri samstöðu um nógu róttækar aðgerðir.
Framtíðarhorfur: Stefnir í neyðarástand, a.m.k. tímabundið, með verulega skertum lífsskilyrðum mannkyns.
Bjarta hliðn (til langs tíma litið): Engin hætta á nýju jökulskeiði, sem án afskipta mannsins væri yfirvofandi.Kafli 2 af 8 - Eigin upplifun

Loftslagsbreytingar eru hnattrænar en hækkað hitastig á jörðinni getur einnig haft miklar staðbundnar afleiðingar. Hefur þú upplifað einhverjar afleiðingar af loftslagsbreytingunum? Hvaða afleiðingar, hvar og hvernig? Hafa loftslagsbreytingar haft áhrif á líf þitt? Á hvaða hátt?

Örugglega hef ég oft, bæði á Íslandi og erlendis, verið úti í meiri hita, og einhvern tíma í meiri vindi og meiri úrkomu, en verið hefði án lofslagsbreytinganna. En um hvert einstakt skipti er maður aldrei viss, veit ekki hvernig veðrið hefði verið nákvæmlega þann daginn ef ekki kæmu til áhrif mannsins.
Áhrif loftslagsbreytinga á líf mitt hafa hingað til aðallega verið sálræn eða pólitísk, að því leyti að þetta brýna málefni leggur undir sig heilmikið af hugsun minni um samfélagsmál.Kafli 3 af 8 - Hvað get ég gert?

Hefur þú gert eitthvað sjálf(ur) til að draga úr loftslagsbreytingum? Hvaða máli telur þú að daglegt líf þitt eða lífstíll skipti fyrir loftslagsbreytingar?

Það er ekkert einstakt og ákveðið sem ég hef gert (eða við kona mín í sameiningu) einungis til að draga úr loftslagsbreytingum. En þær eiga þátt í ýmsum ákvörðunum okkar, m.a. um samgöngumáta (erum með tvinnbíl, notum samt helst reiðhjól) og mataræði. Flugsamgöngur notum við samt töluvert ennþá, en með vaxandi vitund um hve varhugaverðar þær eru.
Ég hef ekki trú á lífsstílsákvörðunum (einhverra tiltölulega fárra "upplýstra" Vesturlandabúa) sem neinu veigamiklu framlagi til lausnar á loftslagsvandanum. En það er samt skylda manns að sýna ábyrgð í verki, þó að það séu stjórnvaldsákvarðanir og alþjóðasamningar sem á endanum verður að treysta á. Skylda manns líka að hafa loftslagsvandann í huga á pólitíska sviðinu.Kafli 4 af 8 - Upplýsingagjöf

Hvar hefur þú helst fengið upplýsingar um loftslagsbreytingar (sjónvarp, netmiðlar t.d.)?

Mest úr vísindafréttum erlendra fjölmiðla (sem ég fylgist með á netinu) og skýrslum eða rannsóknum sem ég sé vísað til þar.Kafli 5 af 8 - Úrræði

Telur þú að það sé hægt að takmarka hinar hnattrænu loftslagsbreytingar? Hvernig? Heldur þú að ný tækni, eins og t.d. rafmagnsbílar, skip og flugvélar, skipti máli fyrir loftslag í framtíðinni?

Kafli 6 af 8 - Aðrar ógnir

Eru einhverjar aðrar samfélagslegar ógnir að þínu mati sem eru uggvænlegri en loftslagsbreytingar? Ef svo er, hvaða?

Kafli 7 af 8 - Framtíðin

Flestir eða allir reyna að gera sér einhverja grein fyrir hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Við viljum gjarnan að þú segir frá hugmyndum þínum um framtíðina, væntingum, óskum eða áhyggjum. Frásögnin má bæði vera um nærumhverfi þitt og framtíð jarðarinnar, eða annað hvort, og hún þarf ekki endilega að vera um loftslagsbreytingar. Hvernig sérð þú framtíðina fyrir þér?

Kafli 8 af 8 - Viðbætur og athugasemdir

Hér hefur þú pláss fyrir viðbætur eða athugasemdir við spurningaskrána.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.