LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHeimavistarskóli, Héraðsskóli, Skólalíf
Ártal1985-1987
Spurningaskrá115 Minningar úr héraðsskólum

StaðurAlþýðuskólinn Eiðum
ByggðaheitiEiðar
Sveitarfélag 1950Eiðahreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaS-Múlasýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1968

Nánari upplýsingar

Númer2017-1-66
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið10.11.2017/8.11.2018
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 9 - Haldið í héraðsskóla

Í hvaða héraðsskóla varst þú og á hvaða árum? Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu?

Ég var í Alþíðuskólanum á Eiðum frá 1985-1987. Sá skóli varð fyrir valinu afþví að það var venja að nemendur sem vildu ná stúdentsprófi eða ná sér í menntun færi í þennan skóla. Ég kem úr sveit úr Breiðdal og þar var einungis hægt að klára 8 bekk og því urðum við að komast í aðra skóla til að klára frekara nám. Á Eiðum var heimavist og stutt að fara og flestir sem maður þekkti fóru í Eiða.


Segðu frá undirbúningi fyrir skólavistina, kveðjum og brottför að heiman.

Í minningunni var ekki mikill undirbúningur, það þurfti auðvitað að pakka niður fötum og slíku en það var ekki keypt mikið af þeim, bæði vegna þess að ekki var til mikið af peningum til þess og fatakröfurnar voru aðrar þá eða allavega var ég ekki mikið að spá í tískufötum. Ég gekk í íþróttabuxum og síðri grænni prjónapeysu sem ég fékk fyrir skólann og svo voru það kínaskór svartir lágir úr taui. Við keyptum okkur svo hettupeysur merktar Eiðum og það var svo aðal fatnaðurinn auk heimasaumaðra flíka og gallabuxna sem við notuðum líka. Þegar við fórum í Eiða fórum við með rútu, og var það pínu sárt að kveðja því að þá voru haustverkin að hefjast í sveitinni og heimþrá var dálítil fyrstu daganna. Svo fengum við að fara heim í lögn helgarfrí og þá var notalegt að koma heim og við fengum góðan mat og vel tekið á móti manni og svo var aftur erfitt að fara að heiman í Eiða þó að manni liði vel þar.


Hvað tókst þú með þér í skólann (rúmfatnaður, kassettutæki, spil, gítar, bækur t.d.)?

Föt, rúmfatnað, snirtivörur og ritföng. spil, og kasettutæki. Hraðsuðuketil til að hita kakó og þá gátum við keypt kex fyrir kvöldhressingu og fengum okkur kvöldkaffi á ganginum.


Hvað er þér helst minnisstætt frá fyrstu ferð þinni í skólann? Upplifðir þú eftirvæntingu eða kvíða?

Já maður var hræddur og leiður að fara úr sveitinni á besta tima þegar haustverkin og smölun var að hefjast. Auk þess að þekkja fáa og vera einn, en mér er minnistætt hvað það voru falleg blóm í blómakerjunum og fyirr framan skólann og hvað allt var snirtilegt í skólanum og vel við haldið.


Hve langt var skólaárið? Hvenær byrjaði það og hvenær endaði það? Hvenær voru frí?

það byrjaði í september að mig minnir og endaði í maí. það voru helgarfrí annaðslagið og jólafrí. Á Eiðum var mikill og fastur rammi, mikil reglusemi og bannað að vera með áfengi og það var farið eftir því. Það var góður matur og gott starfsfólk í kringum skólann. Tildæmis má geta þess að á laugardögum voru pulsur og á sunnudagsmornum var brauð í ofni með bökuðum baunum. Alltaf sami matseðillinn. :)


Segðu frá skólalokum ár hvert og útskrift. Varstu fegin(n) að komast í burtu eða upplifðir þú eftirsjá eftir samfélaginu í skólanum?

Bæði, það var ljúfsárt að kveðja Eiða og mikil eftir sjá af þessum góða skóla.og JA og Menntaskólinn á Egilsstöðum hafði ekki tærnar þar sem Eiðar höfðu hælanna bæði vegna óreglu skólameistaranns (..1..) og sumra kennaranna. Svo voru kennararnir þar bara ekki nærri því eins góðir tildæmis sögukennarinn (...2...) var bara að bulla í tímum og hélt illa utanum námið ég fór tilæmis úr því að fá 10 í sögu og félagsfræði til þess að rétt ná og ég misti algjörlega áhugann á námi eftir að sitja í tímun hjá honum. Þetta var algjör hörmung i samanburði við kennslunna sem séra Einar Þór var með. Stemmingin í ME var líka ömurleg að mínu mati og einelti og hundsun nemenda algeng, fólk dregið í dilka og merkileg heit í gangi. Á Eiðum var gott og öflugt félagslíf og íþróttastarf og góður andi í skólanum.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Á Eiðum voru margir góðir kennarar og mest vil ég þakka séra Einari Þór presti hvað hann var frábær kennari, góður og skemmtilegur. Hann var félagsfræði go sögukennarinn okkar og hafði alltaf einhverjum fróðleik að bæta við efnið og það var mjög gaman í tímum hjá honum. Þetta voru langbestu og skemmtilegustu tímar sem ég hef nokkurntímann setið í . Ég hef núna lokið háskólaprófi og ég fæ enþá góðar minningar upp í hugann þegar ég hugsa til baka til hans. Hann var kennari sem kunni að láta nemendum líða vel en sumir kennarar voru þvímiður ekki þannig tildæmis var þýskukennari sem gerði grín að þeim sem ekki voru góðir í þýsku og já íþróttakennari sem heitir (...1...) sem var hreint og beint andstyggilegur, hann níddist á þeim sem voru lélegir í íþróttum og gerði grín að fólki og niðurlægði nemendur til að upphefja sjálfan sig. Á undan honum var öðlingurinn Hermann Níelsson heitinn íþróttakennari og var hann algjör andstæða (...2...). Hermann var yndislegur og algjört góðmenni.Já svo höfðum við Stebba og Kaju og þau voru líka frábær, Inga Rún íslenskukennari og Öddi enskukennari var líka fínn. Já það var mikið af góðu fólki á Eiðum allavega voru flestir það og JÁ heiðurshjónin Valgerður Kristín og Kristinn Kristjánsson sem voru skólastjórahjónin.Kafli 2 af 9 - Tengsl við fjölskyldu og heimili

Lýstu samskiptum við fjölskyldu þína meðan á skólavist stóð. Hve mikil voru þau og á hvaða formi (símtöl t.d.)? Var eitthvað um heimsóknir að heiman eða heim?

Já við fórum í helgarfrí og svo fengum við heimsóknir þegar tildæmis Marsin árshátíð skólanns var haldinn.


Hvernig upplifðir þú aðskilnaðinn við heimili þitt og þína nánustu (heimþrá, söknuður t.d.)?

Já það var sárt að kveðja heimilið og fólkið mitt þegar maður sá það ekki í langan tíma aftur og missa af verkunum í sveitinni. svo var bara krónusími á ganginum sem hægt var að hringja í heim og ekki internet eða gemsar.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Eiðar var mjög góður skóli. Það var gaman að vera á Eiðum. Það kostaði þó peninga og frá barnmörgum heimillum var það þó nokkuð mikill kostnaður og já maður hafði oft fjárhagsáhyggjur og bað maður þá til guðs um það að hlutirnir myndu reddast tildæmis man ég að við áttum að kaupa rafmagnsritvél og koma með í skólann og já þá var ekki til peningu í sveitinni minni og mínir aurar eftir sumarvinnunna búnir í skólagjöldin og já þá bað maður til guðs og jú þetta reddaðist. Það sem ég er að reyna að segja er það að það höfðu ekki allir efni á því að fara í Eiða þvímiður og það var ekki sjálfsagt að komast þangað.Kafli 3 af 9 - Húsakynni og rými

Hvernig fannst þér húsakynni skólans vera svona almennt? Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt?

Mér fannst þau ágæt nema útgarður var ansi lélegur þar sem strákarnir voru. Sundlaugin var minn uppáhaldsstaður og ég fór í sund á hverjum degi.


Lýstu skólastofunum þar sem þér var kennt í stórum dráttum (innanbúnaður t.d.).

Borð og stólar og tússtafla kennaraborð og já lítið annað.


Hve margir voru saman í herbergi á heimavist. Hvað réði því með hverjum maður lenti? Hve lengi voru nemendur saman í herbergi (eitt skólaár t.d.)?

2 já ca 1 vetur og svo lenti maður með einhverjum og það var fínt þá kinntist maður fólki.


Segðu í aðalatriðum frá innanbúnaði í þínu herbergi. Hvernig var snyrtiaðstaðan t.d.?

wc var frammá gangi nema í nýju vistinni, það voru 2 rúm og skrifborð og fataskápur . Plakköt á veggjunum af Dawid Bowie og Duran Duran.


Var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fór það, ef svo var?

neibb það held ég ekki maður settist hjá þeim sem maður vildi sitja hjá


Hvernig hagnýttu nemendur sér sameiginleg rými (setustofu t.d.)?

það var horft á vídeó, tónlistarmyndbönd, spilað og spjallað, svo var sundlaug og íþróttarsalur sem var alltaf í notkunn og mjög gaman að leika sér í það var mjög öflugt íþróttalíf á Eiðum. Ljósmyndaklúbbur og margt fleira.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 9 - Mötuneyti og þvottahús

Hvenær voru matar- og kaffitímar og hve langir?

Það var morgunmatur eftir fyrsta tíma, svo var hádegismatur og kaffi, og kvöldmatur svo var seinniárin hægt að fá sér kaffi á kvöldin í matsalnum. Það var góður matur á Eiðum nema fiskurinn :) og það var þvottahús og maður þurft að merkja fötin sín með þvottanúmeri ekki nafni og tildæmis x49 og svo sótti maður fötin sín hrein þangað.


Nefndu gjarnan hvað var á boðstólum, hvers konar réttir og kaffibrauð, frá ólíkum máltíðum dagsins. Var boðið upp á eitthvað til hátíðabrigða, hvaða daga og í hverju fólst þessi tilbreyting? Hvernig fannst þér maturinn (góður, einhæfur t.d.) ? Hvaða máli skipti hann (gleðigjafi, ávísun á samveru t.d.)?

Maturinn var góður og það var ís á laugardögum eftir pulsurnar um kvöldið svo var bakað með kaffinu og það var mjög góður matur.


Þurftu nemendur að vinna í mötuneyti eða borðsal, við ræstingar á skólahúsnæði eða önnur störf? Hversu oft og mikið?

Já nemendur voru að skiptast á í því að hjálpa til í eldhúsinu.


Var þvottahús í skólanum? Hvað var þvegið af nemendum og hve oft í mánuði ef svo var?

já það var þvottahús og maður merkti þvottinn með þvottanúmeri tildæmis x 49 og fór með þvottinn og sótti hann svo hreinan aftur í þvottahúsið. ég veit ekki hve oft var þvegið sennilega á 2 vikna fresti.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 9 - Skóladagurinn

Hve marga daga í viku var kennt og hve langur var skóladagurinn?

það var kennt alla daga vikunnar og byrjað kl 8 og endað í kringum kl 16:00 svo voru lestrartímar seinnipartinn fram að kvöldmat og eftir það frí eða frjálst.


Segðu frá bóklegri kennslu í stórum dráttum (námsgreinar, kennsluaðferðir t.d.).

fyrirlestrar, dæmafyrirlögn á töflu og allar helstu greinar, ísl, danska, enska, þýska tölvur og saga, fél og íþróttafræði. líffræði.


Hvaða verklegar greinar voru kenndar? Hvað er þér helst minnisstætt? Var verklega kennslan kynjabundin á einn eða annan hátt og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Smíðar, fatasaumur. Það voru bæði strákar og stelpur í smíðatímum og fatasaum. svo var kór og ýmsir ljósmyndaklúbbur og kent að vinna myndir.


Fenguð þið einhverja aðra verklega þjálfun? Hverja ef svo var? Hvernig hefur þessi verklega kennsla eða þjálfun nýst þér í lífinu?

Vel.


Hvernig var leikfimi- og sundkennslu háttað (hvað var kennt, tæki t.d.). Var kennslan mismunandi eftir kynjum og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Salur og Sundlaug á staðnum auk æðislegs útisvæðis. Hermann heitinn Níelsson VAR frábær, EN (...1...) var ömurlegur og hefði alsekki átt að vinna með fólki eða börnum. OG þvímiður hélt hann uppteknum hætti þegar hann var við störf í öðrum skólum og var ekki stoppaður af neinum skólayfirvöldum, hann niðurlægði og hæddi nemendur og lagði þá í einelti.


Hvað var helst gert í frímínútum? Var t.d. fótbolta- og körfuboltavöllur? Voru frímínútur skipulagðar eða alveg frjálsar? Hve langar voru þær og hve oft á dag?

já skipulagðar


Segðu frá heimanámi (reglur, ein[n] eða með öðrum, aðstoð, tímalengd t.d.).

töluvert heimanám en það voru stuðningstímar frá kl 16:00-19:00 og þá kallað LESSTOFA.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 9 - Hefðir

Hverjar voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati (heiti, stund, staður, hvað var gert t.d.).

Marsinn var árshátíðinn. Eiðabókin var gefin út sem minningabók nemenda. Busun og Táraballið var haldið þegar skóla var að ljúka og nemendur að kveðjast.


Manst þú eftir bröndurum eða sögum um skólann, próf, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?
Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekktist innan skólans (próf, húsakynni, yfirnáttúrulegar verur t.d.).

Það var sagt að það væri hálfur draugur dvergur á ganginum uppi á miðgarði, og var sagt að hann gengi á gamla gólfinu og þessvegna væri hann svona hálfur. Það var talað um draugagang í kringum kirkjunna og það var mikið talað um draugagang á Útgarði gömluvistinni. Mér fannst það alltaf vera mjög draugalegt í kennsluhúsnæðinu sérstaklega þar sem bókasafnið var í endanum og mér fannst ég oft verða vör við eitthvað þar enda voru andlit á skólaspjöldunum eftir öllum ganginum og frekar dimmt.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 7 af 9 - Félagslíf

Í hverju fólst félagslíf í skólanum helst (viðburðir, skemmtanir, félög t.d.)? Hverjir skipulögðu félagslífið eða höfðu frumkvæði að því (nemendur, skólinn t.d.)? Hvernig var þátttakan (stelpur/strákar)?

það voru hljómsveitir Fásinna, Aþema og fleiri
ljósmyndaklúbbur
íþróttalíf og kór
vídeóklúbbur og spilaklúbbar


Var hugsanlega litið á þátttöku nemenda sem félagslega þjálfun og því lögð áhersla á hana af hálfu skólans? Tóku kennarar þátt? Getur þú sagt frá þessu?

já stundum


Hvaða íþróttir voru helst stundaðar? Voru nemendur örvaðir til þátttöku? Voru haldnar keppnir innan skólans eða við aðra skóla?

fótbolti, sund, blak


Hvaða reglur giltu um neyslu áfengis og tóbaks? Var farið eftir þeim? Hvernig brást skólinn við brotum á þessum reglum? Þekktust sterkari efni og ef svo var hvaða?

það mátti reykja í skúr úti á lóð en ekki drekka áfengi í skólanum og varaði við brottrekstarsök.


Hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, giltu um heimavistina (svefntími, heimsóknir, eftirlit t.d.)?

það var gerð taling á kvöldin þá gekk kennari um og bauð góða nótt


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 8 af 9 - Samskipti

Hvað er þér helst minnisstætt við starfsfólk skólans og samskipti þín við það (kennarar, starfsfólk í mötuneyti t.d.)?
Vera á heimavistarskóla hefur í för með sér mikil samskipti við aðra nemendur. Hvaða áhrif telur þú að þetta hafi haft á líf þitt bæði þá og til langframa?
Urðu til sterk vinasambönd? Hve lengi héldust þau sambönd, jafnvel til dagsins í dag?
Kanntu að segja frá samskiptum kynjanna (vinátta, kærustupör, kynlíf t.d.)?
Í heimavistarskólum hefur stundum verið talað um einstaklinga sem vilja ráða yfir öðrum nemendum (foringjar). Var um eitthvað slíkt að ræða í þínum skóla og hvernig lýsti það sér, ef svo var?

Gísli Skógar var snillingur sem fór með Gunnarshólma í íslenskutíma hjá Ingu Rún íslenskukennara og það tók meira en einn tíma og við fengum frí í seinnitímanum kennarinn varð orðlaus :) hann fékk að sjálfsögðu lófaklapp fyrir.


Varst þú eða einhver sem þú vissir um fyrir einelti, niðurlægingu eða kynferðislegu áreiti? Vilt þú að segja frá þessu? Hvernig var tekið á slíkum málum, ef um þau var að ræða?

það var einn íþróttakennari sem var að nudda stelpu sem var vond í mjöðminni og það var ekki bara einu sinni. En já sá íþróttakennari niðurlægði yfirleitt einn eða fleiri í hverjum tíma. Hann er og verður drullusokkur og enn í dag sjá menn rautt þegar menn sjá hann.


Hversu mikil tengsl eru á milli fyrrverandi skólafélaga? Er einhver vettvangur fyrir að hittast og hvernig hefur þátttakan verið?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 9 af 9 - Heildstæð frásögn

Hér getur þú haft heildstæða frásögn fyrir alla spurningaskrána eftir eigin höfði, t.d. um venjulegan skóladag eða annað.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.