LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHeimavistarskóli, Héraðsskóli, Skólalíf
Ártal1978-1980
Spurningaskrá115 Minningar úr héraðsskólum

StaðurAlþýðuskólinn Eiðum
ByggðaheitiEiðar
Sveitarfélag 1950Eiðahreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaS-Múlasýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2017-1-65
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið11.10.2017/6.12.2017
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 9 - Haldið í héraðsskóla

Í hvaða héraðsskóla varst þú og á hvaða árum? Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu?

Alþýðuskólanum á Eiðum 1978-79-80, tók 8 og 9 bekk (eins og í dag 9 og 10 b)
Eini skólinn á Austurlandi í boði fyrir krakka úr dreifðu byggðum. Eini skólinn sem var með heimavist.Segðu frá undirbúningi fyrir skólavistina, kveðjum og brottför að heiman.

Enginn undirbúningur, bara mæta og vera allan veturinn.
Fór í Eiða 14 ára og það þýddi ekkert væl, það var ekkert annað í boði en fara í Eiða.
Hvað tókst þú með þér í skólann (rúmfatnaður, kassettutæki, spil, gítar, bækur t.d.)?

Bara grunn þarfir, sængur og 1x sængurverasett, 2 handklæði, föt í litlu magni því fataskápurinn sem við fengum var 50 cm br og 1 hilla. Kasettutæki tekið með. man ekki eftir neinu öðru, en það sem passaði í 1 tösku.


Hvað er þér helst minnisstætt frá fyrstu ferð þinni í skólann? Upplifðir þú eftirvæntingu eða kvíða?

Kvíði var almenna reglan - ef þú varst með einhvern veikleika þá hafðir þú aldrei foreldra til að leita til. Enginn sími nema tíkalla sími og aldrei hringt heim því það var svo dýrt.
Man aldrei eftir eftirvæntingu. þetta var bara eitthvað sem þurfti að gera.
Man þó að seinni veturinn þá var bróðir minn líka (1 ári yngri) og það var betra. Að vísu var það þannig að nokkuð stór hópur af krökkum sem þekktust vel fóru í Eiða og þau höfðu stuðning af hvort öðru.


Hve langt var skólaárið? Hvenær byrjaði það og hvenær endaði það? Hvenær voru frí?

Fór í Eiða 14 ára, fór að heiman að hausti fékk eitt helgarfrí fyrir jól. fór heim ef hægt var oft var ófært og því ekki farið heim. svo var farið heim í jólafrí. aftur í byrjun janúar og eitt helgarfrí ef ekki var ófært. man eftir þegar var verið að fara eftir jólafrí oft allt á kaf í snjó og enginn vegur opinn. við vorum jafnvel 18 klst á leiðinni 100 km leið.
Frí voru jóla og páskafrí. Svo var eitt helgarfrí á haustmisseri og eitt á vormisseri. Man eftir að komast ekki heim í helgarfrí sem var bara frá föstudegi til sunnudags. Það tók því ekki berjast í gegnum ófærð fyrir það að stoppa heima kanski einn dag.


Segðu frá skólalokum ár hvert og útskrift. Varstu fegin(n) að komast í burtu eða upplifðir þú eftirsjá eftir samfélaginu í skólanum?

Engin sérstök útskrift bara skólalok. Var fegin að fara úr þessum skóla og upplfiði enga eftirsjá úr þessu samfélagi.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Maður setti sig í víking og ekkert væl. 14 og 15 ára var maður algjörlega standa á eigin styrk á Eiðum t.d. vakna í til að fara í tíma, beita eigin aga til að læra fyrir próf, þvo allan þvott, byrja eða byrja ekki að reykja, byrja eða byrja ekki að drekka, spara vasapening sem átti duga allt misserið, byrja eða ekki byrja sofa hjá og sv. fr. Ég tel mig hafa verið frekar stekra en ég man eftir fullt af krökkum sem grétu mánuðum skiptir.
Minnisstætt að matsalur skólans var of lítill fyrir allann hópinn. Því var hádegi minnir mig í 30 eða 40 mín og það þurfti tví eða þrísetja salinn. Maður mætti í biðröð og komst inn og svo var allta sagt "flýta sér" að borða svo plássið losnaði.
Ég var svo heppin að skólastjórinn mín ár var Kristinn sem gerði kraftarverk með sálarlíf þessara krakka. Hann var vakandi og sofandi yfir velferð en hann var bara einn sem gerði það og í skólanum voru fleiri tugir krakka, man ekki fjöldann en mjög mörg.Kafli 2 af 9 - Tengsl við fjölskyldu og heimili

Lýstu samskiptum við fjölskyldu þína meðan á skólavist stóð. Hve mikil voru þau og á hvaða formi (símtöl t.d.)? Var eitthvað um heimsóknir að heiman eða heim?

Nánast engin samskipti. Það var bara einn tíkalla sími og oft bilaður. Hringdi aldrei heim. Foreldrar hringdu aldrei í okkur nema eitt skipti þegar afi dó.
Ég kem úr sveit og þar var sveitarsími sem var ekki mikið notaður út fyrir sveitina. Svo var mjög dýrt að hringja ef það var í boði.

Engar heimsóknir í skólann, það var illa séð að fá heimsóknir.
Við fengjum að fara inn í Egilsstaði í smá heimsókn sem var bara að fara í Kaupfélagið og kaupa nammi.Hvernig upplifðir þú aðskilnaðinn við heimili þitt og þína nánustu (heimþrá, söknuður t.d.)?

Ég fór fyrst í heimavistarskóla 7 ára og var í skólanum einn mánuð í senn, síðan breyttist það í tvær vikur í senn og svo alltaf eftir það viku í senn. Að fara í Eiða var bara beint framhald, nema þá í 3 mán í senn.
Maður var bara búin harka af sér að standa á eigin fótum. Að fara í Eiða var pínu spennandi því það vara bara unglingaskóli en man oft eftir heimþrá. Eitt skiptið hitti ég foreldra mína á Egilsstöðum og neitaði ég fara aftur í Eiða og grét dögum skiptir yfir því að þurfa fara aftur.
Verstu tímarnir á Eiðum voru helgarnar þá grassaði ýmis misskipting.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Þegar ég horfi til baka fæ ég viðbjóð upp í hugann. Þessum kafla hef ég lokað burt frá sálinni og erfitt að rifja upp. Það sem bjargaði mér að ég er mjgö hávaxin (176 cm) og gat því yfirbugað þá sem voru að leggja í einelti, því það þorðu fáir í mig. Aftur á móti þeir sem voru lágvaxnir fengu allt yfir sig.Kafli 3 af 9 - Húsakynni og rými

Hvernig fannst þér húsakynni skólans vera svona almennt? Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt?

Almennt í minningunni ágæt. Aftur á móti voru yngstu krakkarnir (14 ára) sett ýmist upp á hanabjálka eða í elstu og verstu herbergin. Það var nefnilega þannig að verst var farið með yngstu og þurftum við vinna okkur upp virðingastigann. Þau yngstu fengu lélegustu og köldustu herbergin og heppin ef þar var fataskápur. Þegar þér tókst að lifa af fyrsta veturinn fékkstu færa þig á næstu hæð þar sem herbergin voru stærri, stærri fataskápur og meira segja vaskur inn á herbergjum. Ef þér tókst að lifa af þann vetur fékkstu svíturnar þegar komið var í framhaldsdeild.
Í matsalnum var það sama, yngstu krakkarnir fengu ákveðið svæði.


Lýstu skólastofunum þar sem þér var kennt í stórum dráttum (innanbúnaður t.d.).

Skólastofur fínar, man ekki eftir sérstöku þar. Almennt góður aðbúnaður.


Hve margir voru saman í herbergi á heimavist. Hvað réði því með hverjum maður lenti? Hve lengi voru nemendur saman í herbergi (eitt skólaár t.d.)?

Aldrei færri en 2 í herbergi, oft 3. Það sem réði því hverjir voru saman í herbergi var skólinn sjálfur, það var raðað niður t.d. krakkar af sama svæði, skyldleiki og slíkt. Við fengjum aldrei ráða því.


Segðu í aðalatriðum frá innanbúnaði í þínu herbergi. Hvernig var snyrtiaðstaðan t.d.?

Yngstu krakkar: Stelpur inn á gangi þar sem minnstu herbergin eru. t.d. 2 rúm með borð á milli. Pínu lítill fataskápur (ca 50 cm br og 1 hilla) og smá bókahilla og lítið borð. Salerni á gangi. Strákar, lítil herbergi undir súð, oft kalt þar. tvö rúm, borð á milli, stundum fataskápur pínulítill. borð og hilla.
Eldri krakkar: stærri herbergi og vaskur inn á herbergi. stærri fataskápar. Salerni á gangi.

Af því það er sundlaug á Eiðum þá var farið í sturu þar.


Var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fór það, ef svo var?

Það var ákveðin sætaskipan en hún birtist bara þar sem mismunandi aldurshópar komu saman. Í kennslustofum var það ekki áberandi því þá var líka sami aldur saman. Aftur á móti í setustofu þá voguðu yngri krakkar sér ekki að sitja á ákveðnum stöðum því þar voru eldri krakkarnir. Í matsalnum var líka goggunarröð og þar þurfti að gleypa í sig matinn á 5 mín.
Kúlturinn var þannig að yngri krakkar voru ekkert og eldri krakkar réðu.


Hvernig hagnýttu nemendur sér sameiginleg rými (setustofu t.d.)?

Ein setustofa sem tekur ca 20% af nemendafjölda. þar rúllaði tónlistarvídeó allan daginn.
Hátíðarsalur sem var notaður á árshátíðum og samkomum.
Svo var aðalsamkomustaðurinn smókurinn. þar gerðust hlutirnir.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 9 - Mötuneyti og þvottahús

Hvenær voru matar- og kaffitímar og hve langir?

Matartímar: morgunmatur, hádegi og kvöldmatur. Allir mjög stuttir því matsalur tók bara hluta nemendur í einu, sérstaklega erfitt í hádegi þegar allir áttu borða í stuttu hléi.


Nefndu gjarnan hvað var á boðstólum, hvers konar réttir og kaffibrauð, frá ólíkum máltíðum dagsins. Var boðið upp á eitthvað til hátíðabrigða, hvaða daga og í hverju fólst þessi tilbreyting? Hvernig fannst þér maturinn (góður, einhæfur t.d.) ? Hvaða máli skipti hann (gleðigjafi, ávísun á samveru t.d.)?

Maturinn var hefðbundinn mötuneytismatur. Man ekkert sérstaklega eftir honum né tilbreytingu. Eflaust eftirfarandi: soðinn fiskur, kjötbollur, soðið kjöt og sv. fr. Man ekki að mér hafi fundist hann hvorki góður né vondur.
Matmálstímar var bara eitthvað sem þurfti að gera, engin gleði eða samvera enda alltaf verið að ýta á að klára svo hægt sé að ljúka honum af.


Þurftu nemendur að vinna í mötuneyti eða borðsal, við ræstingar á skólahúsnæði eða önnur störf? Hversu oft og mikið?

Nemendur þurftu alltaf vinna í mötuneyti. Alltaf tveir nemendur í einu og var raðað upp og settur listi hvenær var unnið í mötuneyti. Mig minnir að hver nemandi hafi verið 2x yfir veturinn. Það var rosalega strítt út af þessu því það var alltaf strákur og stelpa saman.


Var þvottahús í skólanum? Hvað var þvegið af nemendum og hve oft í mánuði ef svo var?

Já þvotthús og nemendur settu í þvott. mig minnir að hver og einn fékk 1 þvottadag í mánuði.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 9 - Skóladagurinn

Hve marga daga í viku var kennt og hve langur var skóladagurinn?

5 daga vikunnar, mig minnir að kennsla var ca milli 8.30-14


Segðu frá bóklegri kennslu í stórum dráttum (námsgreinar, kennsluaðferðir t.d.).

Hefðbundnar námsgreinar, íslenska, stærðfræði, enska, danska, efnafræði og fl.

Það voru tveir frábærir kennarar Dagbjört í íslensku og Kristinn í stærðfræði. Allir hinir algjörlega vonlausir. Enskukennarinn sá fyrir því að enginn lærði ensku. Enda kemur í ljós að úr mínum bekk eru eingöngu 2-3 sem héldu áfram námi til háskólanáms. Það voru tveir 9 bekkir (skipt eftir stafarófi A-H, J-Ö) og fengum við sitt hvorn stærðfræðikennarann. Við fengum Kristinn og á samræmdu prófunum fengu allir A eða B. Í hinum bekknum fengu nokkrir C og rest féll. þetta er dæmigerð staðfesting á hversu auðvelt er að rústa lífi ungmenna með ömurlegri kennslu. Enginn úr hinum bekknum fékk tækifæri til að halda áfram námi á raungreinasviði. Hér var skipt niður eftir stafarófi og ég fékk lottóvinning að fá Kristinn sem kennara en ekki hinn.


Hvaða verklegar greinar voru kenndar? Hvað er þér helst minnisstætt? Var verklega kennslan kynjabundin á einn eða annan hátt og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Verklegar greinar voru myndmennt og svo handavinna fyrir stelpur og smíði fyrir stráka. Bróðir minn var í smíði og smíðaði alskonar fínerí. Ég óskaði eftir að smíða en fékk bann við því, ég átti að sauma smábarnaföt. Það var einhver uppsteit út af þessu kynjamisrétti í kennslu.


Fenguð þið einhverja aðra verklega þjálfun? Hverja ef svo var? Hvernig hefur þessi verklega kennsla eða þjálfun nýst þér í lífinu?

Nei enga verklega þjálfun.
Verklega kennslan hefur ekki nýst mér nokkurn skapaðann hlut.


Hvernig var leikfimi- og sundkennslu háttað (hvað var kennt, tæki t.d.). Var kennslan mismunandi eftir kynjum og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Það er bæði sundlaug og íþróttahús á Eiðum sem bjargaði félagslífinu því við fengum að vera í sundi og íþróttasalnum nánast eftir vild. Tel að bæði sund og íþróttakennsla hafi verið yfir meðallagi á þessum tíma. Oft mikill metnaður í íþróttum og við settum saman alskonar lið og kepptum.


Hvað var helst gert í frímínútum? Var t.d. fótbolta- og körfuboltavöllur? Voru frímínútur skipulagðar eða alveg frjálsar? Hve langar voru þær og hve oft á dag?

Nr. 1 í frímínútum var smókurinn.
Nr. 2 var að hanga á göngum eða úti.
Það var hvorki fótbolta né körfuboltavöllur til að nota í frímínutum.
Frímínútur sennilega 10-15 mín.


Segðu frá heimanámi (reglur, ein[n] eða með öðrum, aðstoð, tímalengd t.d.).

Það var heimanám sett fyrir. Reglur voru að allir áttu vera inn á herbergjum milli 17-19 fyrir heimanám. Stundum var gengið milli herbergja en oft var sofið á þessum tíma.
Engin aðstoð.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 9 - Hefðir

Hverjar voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati (heiti, stund, staður, hvað var gert t.d.).

Hefðir voru Desinn og Marsinn, árshátíðir haldnar í desember og mars.
Svo var mikið lagt upp úr hljómsveitum og var alltaf starfandi hljómsveit á Eiðum sem spilaði á skólaböllum og árshátíðum.
sjoppa starfrækt af elstu nemendum - þar fór vasapeningurinn.Manst þú eftir bröndurum eða sögum um skólann, próf, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

Það var gert grín af kennurum og starfsfólki og þeir uppnefndir, man ekki eftir einstaka atriðum.


Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekktist innan skólans (próf, húsakynni, yfirnáttúrulegar verur t.d.).

Ekkert sem ég man eftir


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 7 af 9 - Félagslíf

Í hverju fólst félagslíf í skólanum helst (viðburðir, skemmtanir, félög t.d.)? Hverjir skipulögðu félagslífið eða höfðu frumkvæði að því (nemendur, skólinn t.d.)? Hvernig var þátttakan (stelpur/strákar)?

Það var nú reynt að hafa eitthvað í boði hverja helgi, t.d. skólaball með nemendahljómsveit, leikrit, árshátíðir. Svo var tónlistarvídéo á setustofu samkomustaður. Frumkvæði var bæði frá nemendum og skólastjóra. Þáttaka almennt góð, enda allir krakkar fastir á staðnum og því tóku þau þátt og mættu.


Var hugsanlega litið á þátttöku nemenda sem félagslega þjálfun og því lögð áhersla á hana af hálfu skólans? Tóku kennarar þátt? Getur þú sagt frá þessu?

Félagsleg þjálfun - heyrði aldrei um það getið. Man ekki að passað var upp á að krakkar tækju þátt. krakkar mættu ef þau vildu. Kennarar voru líka þátttakendur enda bjuggu þeir á staðnum og mættu á samkomur.


Hvaða íþróttir voru helst stundaðar? Voru nemendur örvaðir til þátttöku? Voru haldnar keppnir innan skólans eða við aðra skóla?

botlaíþróttir t.d. karfan vinsæl og handbolti. einstaka sinnum var keppt við aðra skóla, oftast keppt innan skólans. Það var aldrei farið út fyrir skólann þannig að fara í keppnisferð var meiri háttar mál.


Hvaða reglur giltu um neyslu áfengis og tóbaks? Var farið eftir þeim? Hvernig brást skólinn við brotum á þessum reglum? Þekktust sterkari efni og ef svo var hvaða?

Það mátti ekki reykja og drekka en samt gerðu það allir sem vildu.
man ekki eftir að skólinn hafi brugðist við reykingum, enda smókurinn viðurkenndur. Aftur á móti var frekar tekið á drykkju. Sterkari efni þekktust ekki.


Hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, giltu um heimavistina (svefntími, heimsóknir, eftirlit t.d.)?

stelpur á sér heimavist og strákar í öðru húsi. það var lokað kl 22 og mátti ekki fara á milli í heimsóknir. Innan stelpuheimavistar máttum við ráfa á milli herbergja eftir lokun en mig minnir að allt eigi vera komið í ró kl 23.30.
það var eftirlit því á stelpuvistinni er íbúð sem einn kennari bjó alltaf í. sá kennari gekk um t.d. áður enn allir fóru að sofa.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 8 af 9 - Samskipti

Hvað er þér helst minnisstætt við starfsfólk skólans og samskipti þín við það (kennarar, starfsfólk í mötuneyti t.d.)?

Engin sérstök samskipti við kennara eða starfsfólk, forðaðist það.


Vera á heimavistarskóla hefur í för með sér mikil samskipti við aðra nemendur. Hvaða áhrif telur þú að þetta hafi haft á líf þitt bæði þá og til langframa?

það myndaðist sterk tengsl við aðra nemendur sem hafa varið síðan. þegar ég hitti þetta fólk þá eigum við þennan sameiginlega grunn. Það er það eina sem jákvætt kemur út úr þessu tímabili.


Urðu til sterk vinasambönd? Hve lengi héldust þau sambönd, jafnvel til dagsins í dag?

já og þau eru til staðar í dag.


Kanntu að segja frá samskiptum kynjanna (vinátta, kærustupör, kynlíf t.d.)?

alltaf fullt af kærustupörum og þegar horfir til baka þá þykir manni nokkuð ungt að 14-15 ára krakkar voru kærustupör eins og hjón væri að ræða. það komun nokkur hjónabönd út úr þessum samböndum en held að þau eru öll skilin í dag. Kynlíf var sjálfsagt mál.


Í heimavistarskólum hefur stundum verið talað um einstaklinga sem vilja ráða yfir öðrum nemendum (foringjar). Var um eitthvað slíkt að ræða í þínum skóla og hvernig lýsti það sér, ef svo var?

foringjar voru mjög áberandi og voru þeir nokkrir, bæði stelpu og stráka megin. þetta var fallega fólkið t.d. voru í hljómsveitinni, aðal hlutverkin í leikritinu. Mikil goggunarröð, fór eftir aldri, þótti í lagi að nýðast á yngstu krökkunum. svo þegar þau náðu að komast lengra þá urðu þau jafnvel foringjar enda búið að kenna þeim hvernig átti að koma fram við yngra pakkið.


Varst þú eða einhver sem þú vissir um fyrir einelti, niðurlægingu eða kynferðislegu áreiti? Vilt þú að segja frá þessu? Hvernig var tekið á slíkum málum, ef um þau var að ræða?

allt þetta - maður harkaði af sér. Aldrei tekið á neinum slíkum málum. enda falin og þóttu sjálfögð.


Hversu mikil tengsl eru á milli fyrrverandi skólafélaga? Er einhver vettvangur fyrir að hittast og hvernig hefur þátttakan verið?

það eru lítil tengsl en tengslin eru sterk þegar maður hittir þau. það er vettvangur en virkar illa.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 9 af 9 - Heildstæð frásögn

Hér getur þú haft heildstæða frásögn fyrir alla spurningaskrána eftir eigin höfði, t.d. um venjulegan skóladag eða annað.

Það eru rosalega margir sem sjá héraðsskóla í einhverjum ljóma. Þessi kafli í mínu lífi ber engan ljóma. hefðbundinn dagur var að vakna, morgunmatur, tímar, hádegi, tímar, hanga, heimanám (oft sofið á þeim tíma), kvöldmatur, íþróttahúsið eða sund.
Ég fór ekki verst út úr þessum tíma, ég veit um krakka sem fóru svo illa út úr þessum tíma að þau hafa verið sem rekald síðan. svo voru krakkar með t.d. lesblindu og voru flokkaðir sem tossar og fengu enga hjálp. Bróðir minn er allra klárasti maður en vegna lesblindu kláraði hann ekki grunnskólann og fékk enga aðstoð við að ná sér á strik í náminu.Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.