LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHeimavistarskóli, Héraðsskóli, Skólalíf
Ártal1980-1984
Spurningaskrá115 Minningar úr héraðsskólum

StaðurAlþýðuskólinn Eiðum
ByggðaheitiEiðar
Sveitarfélag 1950Eiðahreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaS-Múlasýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2017-1-64
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið10.11.2017/6.12.2017
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 9 - Haldið í héraðsskóla

Í hvaða héraðsskóla varst þú og á hvaða árum? Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu?

Alþýðuskólinn á Eiðum
var frá 1980 til 1984
Bjó í nærsveit og það kom ekkert annað til greina.


Segðu frá undirbúningi fyrir skólavistina, kveðjum og brottför að heiman.

Það var alltaf farið á Seyðisfjörð að kaupa föt í verslun Pálínu Waager. Það var farið yfir fatnað, en maður átti ekki margar flíkur en bara nóg til skiptanna. Það var aldrei nein sérstök kveðja, og líklega var þetta svo eðlilegt á þessum tíma að krakkar fóru að heiman í skóla og skólin ekki svo langt í burtu.


Hvað tókst þú með þér í skólann (rúmfatnaður, kassettutæki, spil, gítar, bækur t.d.)?

Rúmfatnað og rúmteppi, föt til skiptanna, einhverjar bækur og eitthvað fallegt til að skreyta herbergið, t.d. styttur í hillu eða plagöt.


Hvað er þér helst minnisstætt frá fyrstu ferð þinni í skólann? Upplifðir þú eftirvæntingu eða kvíða?

Ég hlakkað mikið til að fara í skólann. Ég var alin upp á sveitabæ og ég hafði alltaf mikla tilhlökkum að fara í skólann og vera með hinum krökkunum. Ég kveið aldrei fyrir skólanum, mér fannst alltaf gaman, ég var þó vör við mikla stríðni en það hafði aldrei nein áhrif á mig.
Man ekki sérstaklega eftir fyrstu ferðinni en pabbi og mamma fóru með mig og voru á skólasetningunni og við fundum herberið mitt sem ég deildi með skólasystur minni frá því í Barnaskóla.


Hve langt var skólaárið? Hvenær byrjaði það og hvenær endaði það? Hvenær voru frí?

Við vorum að byrja í skólanum um 20.sept og kláruðum í byrjum maí. Það var alltaf kennt á laugadagsmorgnum sem stytti skólatíman á vorin, en það var líka gert til þess að sveitakrakkarnir kæmust heim í sauðburðinn.

Það var eitt helgafrí fyrir jól, síðan jólafrí, eitt helgafrí eftir jól, og síðan páskafrí. Man ekki oft eftir að fara heim fyrir utan þetta nema kannski á Þorrablót.


Segðu frá skólalokum ár hvert og útskrift. Varstu fegin(n) að komast í burtu eða upplifðir þú eftirsjá eftir samfélaginu í skólanum?

Það var alltaf tilhlökkum í skólalok og komast heim í sauðburð. Það voru gefnar út skólaminningarbækur á Eiðum og síðustu dagarnir fóru í að fá alla til að skrifa í bækurnar.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 9 - Tengsl við fjölskyldu og heimili

Lýstu samskiptum við fjölskyldu þína meðan á skólavist stóð. Hve mikil voru þau og á hvaða formi (símtöl t.d.)? Var eitthvað um heimsóknir að heiman eða heim?

Pabbi minn var landpóstur í sveitinni á þessum tíma og hann kom tvisvar í viku með póst í Eiða. Ég reyndi að hitta á hann þá. Það var tíkallasími sem maður gat hringt heim ef nausyn var en maður var ekki að hringja bara til að spjalla. Fyrsta árið mitt á Eiðum var bróðir minn líka í skólanum og vorum við mikið með sömu krökkunum.


Hvernig upplifðir þú aðskilnaðinn við heimili þitt og þína nánustu (heimþrá, söknuður t.d.)?

Ég upplifði ekki heimþrá né sökunuð. Mér fannst svo svakalega gaman að vera þarna með krökkunum og þau voru svo skemmtileg, þráði félagskaðinn og félagslífið sem fylgdi skólanum. Ég veiktist hastalega á skólaárunum og varð að slepp úr ári frá skóla, en allan tíman sem ég lá á sjúkrahúsinu spurði ég lækinn um það hvenær ég kæmist aftur í skólan..
Ég á eldri systkini sem voru öll á Eiðum og ég var svolítið að feta spor þeirra og það var mikil tilhlökkun í því hjá mér.Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 9 - Húsakynni og rými

Hvernig fannst þér húsakynni skólans vera svona almennt? Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt?

Mér fannst þetta allt svo fínt. Við vorum með sundlaug og íþróttasal. Stór og fínn matsalur. Svo var hátiðasalur þar sem haldin voru böll, leiksýningar, bekkjaskemmtanir og fleira. Herbergin vor flest 2ja manna og með vask inn á herbergjum, mér fannst þau svo fín.
Hef ekkert neikvætt um það að segja.


Lýstu skólastofunum þar sem þér var kennt í stórum dráttum (innanbúnaður t.d.).

Fínar skólastofur voru á Eiðum, við sátum á 1 til 2ja manna borðum. Stór krítartafla og kennaraborð. Á flestum stofunum voru stórir gluggar og gott loft.


Hve margir voru saman í herbergi á heimavist. Hvað réði því með hverjum maður lenti? Hve lengi voru nemendur saman í herbergi (eitt skólaár t.d.)?

Í flestum herbergjum voru 2 saman en það voru þó til örfá 3ja manna herbergi. Maður gat óskað eftir því að vera með einhverjum sérstökum á herbergi og þær óskir voru alltaf virtar. Það var líka verið að skipta um herbergisfélaga á skólaárinu. Það gat sletst uppá vinskapinn og þá var unnið í að finna leið til að skipta um herbergisfélaga. Maður gat vel sótt um að vera með sama herbergisfélaganum ár eftir ár.


Segðu í aðalatriðum frá innanbúnaði í þínu herbergi. Hvernig var snyrtiaðstaðan t.d.?

Það var vaskur og speginn með hillu. Það voru beddar með rúmfatakistu. Það var skifborð með 2 skúffum sem við gáðum báðar sitið við. Það var bókahill á vegg og svo fataskápur.


Var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fór það, ef svo var?

Það var sérstök sætaskipan í matsal og ef maður vildi skipta um borð þá þurfti það að fara í gegnum kennarastofuna. Man ekki hvort það var sérstök sætaskipan í skólastofunum en maður sat alltaf á sama stað allavega.


Hvernig hagnýttu nemendur sér sameiginleg rými (setustofu t.d.)?

það var setustofa á kvennavistinni og þar var sjónvarp og videotæki og þar var alltaf verið að horfa á eitthvað og mikið rennirí öll kvöld að kíkja á hvað var verið að horfa á. Það var alltaf tekið upp úr sjónvarpinu sérstakir þættir, eins og skonrokk og skemmtiþættir. Áramótaskaupið gekk ansi oft og kunnum við það orðið utan af. Sundlaugin og íþróttasalurinn var opinn á frítímum og nýttu krakkar það vel. Það var opin sjoppa einhverja daga vikunnar. Svo var oft bíó í hátiðarsal eða bekkjarskemmtanir. Það vor líka oft verið að syngja uppá hæð og man ég eftir þvi að allar stelpurnar settust á ganginn við herbergin sín eftir lokun vista og svo var sungið og þær sem spiluð á hljóðfæri spiluðu.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 9 - Mötuneyti og þvottahús

Hvenær voru matar- og kaffitímar og hve langir?

Minnir að við höfum mætt í tíma klukkan átta og farið síðan í morgunmat.
Minnir að hádegismatur hafi verið kl 12 og mætt í tíma klukkan 13 aftur.
Man ekki hvernig kaffitíminn var en held að það hafi verið eftir skóla eða um 16


Nefndu gjarnan hvað var á boðstólum, hvers konar réttir og kaffibrauð, frá ólíkum máltíðum dagsins. Var boðið upp á eitthvað til hátíðabrigða, hvaða daga og í hverju fólst þessi tilbreyting? Hvernig fannst þér maturinn (góður, einhæfur t.d.) ? Hvaða máli skipti hann (gleðigjafi, ávísun á samveru t.d.)?

Ég man ekki eftir hvað var á boðstólum en mér fannst maturinn góður og var ekki matvönd.


Þurftu nemendur að vinna í mötuneyti eða borðsal, við ræstingar á skólahúsnæði eða önnur störf? Hversu oft og mikið?

Já, við unnum í mötuneytinu og það var góð tilbreyting frá náminu. Við vorum alltaf tvö, yfirleitt strákur og stelpa.
Nemendur þrifu herbergin sín á laugadögum en aðrir staðir í skólanum voru þrifnir af starfsfólki.


Var þvottahús í skólanum? Hvað var þvegið af nemendum og hve oft í mánuði ef svo var?

Já, það var þottahús og allir merktu fötin sín. Man ekki hversu oft það var.
En ég þvoði minn þvott sjálf í baðkari og hengdi upp þar. Ég sendi rúmfötin mín heim til mömmu í þvott þar sem það var alltaf ferð heim með pabba mínum þegar hann kom í póstferðum í Eiða.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 9 - Skóladagurinn

Hve marga daga í viku var kennt og hve langur var skóladagurinn?

það var kennt sex daga og það var byrjað klukkan 8 á morgnana og kennt til 16 þá var frítími í klukkutíma og þá byrjaði lestiími þar sem við unnum heimanámið og var sá tími til kl 19 eða fram að kvöldmat. Á Laugadögum var kennt fyrir hádegi.


Segðu frá bóklegri kennslu í stórum dráttum (námsgreinar, kennsluaðferðir t.d.).

Við lærðum þessar heðbundnu greinar, íslensku, ensku, stærðfræði og dönsku
og Vélritun, eðlisfræði, samfélagsgreinar, íþróttir, sund, bókfærslu og eitthvað fleira sem ég man ekki núna.


Hvaða verklegar greinar voru kenndar? Hvað er þér helst minnisstætt? Var verklega kennslan kynjabundin á einn eða annan hátt og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Smiðar og handavinna. Man að ég fékk að koma í smiðar og smíðaði brauðbretti. Annars þótti mér mjög gaman í handavinnutímum stúlkna og við saumuðum og prónuðum allt mögulegt.

Þegar ég byrjaði þá var alveg kynjabundið, en það kom einhver hreifing á þetta og stelpurnar fengu að koma í einhverja smiðatíma, man ekki hvort strákarnir mættu nokkuð í handavinnu.


Fenguð þið einhverja aðra verklega þjálfun? Hverja ef svo var? Hvernig hefur þessi verklega kennsla eða þjálfun nýst þér í lífinu?

Það voru margir klúbbar starfandi í skólanum en það var ekki tengt náminu.

Síðasta árið sem ég var á Eiðum þá var opin vika og þá gat maður valið eitthvað verklegt að vinna með í þessari viku.


Hvernig var leikfimi- og sundkennslu háttað (hvað var kennt, tæki t.d.). Var kennslan mismunandi eftir kynjum og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Já leikfimi og sund var kennt á staðnum. Það var kynjaskipt í íþróttir, en man ekki með sundið.
Við vorum með góðan íþróttasal. Þar voru kaðlar og rimlar í sal. Það voru síðan til allstkonar tæki í kompunni, eins og hestur, trampólín og allskonar dýnur.


Hvað var helst gert í frímínútum? Var t.d. fótbolta- og körfuboltavöllur? Voru frímínútur skipulagðar eða alveg frjálsar? Hve langar voru þær og hve oft á dag?

Spilaður fótbolti, farið í gönguferðir,

Það var fótboltavöllur við skólan, en körfuboltinn var bara inni.

Ég man ekki eftir því að það væri neitt skipulagt í frímínútum.

Það voru 20 mínútur á morgnana um 10 leitið og aftur um 14:30 og milli 16 og 17. Milli tíma voru ca 5-10 mín frímínútur.


Segðu frá heimanámi (reglur, ein[n] eða með öðrum, aðstoð, tímalengd t.d.).

Lestíminn var á milli 17-19
Við máttum læra uppá herbergi ef við vildum.
Það var síðan opin skólastofa með kennara sem maður gat leitað eftir aðstoð.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 9 - Hefðir

Hverjar voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati (heiti, stund, staður, hvað var gert t.d.).

Það voru hefðir á að 1.des var haldin skemmtum í skólanum sem hét Desinn. Síðan var árshátiðin haldin í mars og var hún kölluð Marsinn.Manst þú eftir bröndurum eða sögum um skólann, próf, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?
Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekktist innan skólans (próf, húsakynni, yfirnáttúrulegar verur t.d.).

Já, það var oft talað um brunan sem var á Eiðum árum áður. Og það var endinn á kvennavistinni sem var gamli skólinn og byggt var síðan við.
Þar voru tröppur frá gamla ganginum yfir á nýja ganginn. Sagt var að þar gegni stúlka eftir gamla gagninum og þegar hún gengur yfir á nýja ganginn þá sjást fæturnir hennir í loftinu á neðri hæðinni og efri hlutinn á eftri hæð nýrri gangssins.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 7 af 9 - Félagslíf

Í hverju fólst félagslíf í skólanum helst (viðburðir, skemmtanir, félög t.d.)? Hverjir skipulögðu félagslífið eða höfðu frumkvæði að því (nemendur, skólinn t.d.)? Hvernig var þátttakan (stelpur/strákar)?

Í byrjun skólaárs var kosið í allskonar nefndir,
skemmtinefnd
skáknefnd
íþróttanefnd
sundnefnd
Eldhúsnefnd
Hæðastjórar
Leiknefnd
Bíónefnd
Sviðsnefnd
Og eflaust fleiri sem ég man ekki eftir.

Nefndirnar skipulögun margt og kennar tóku þátt í því.


Var hugsanlega litið á þátttöku nemenda sem félagslega þjálfun og því lögð áhersla á hana af hálfu skólans? Tóku kennarar þátt? Getur þú sagt frá þessu?

Já, kennar tóku þátt í mörgu í skólanum og nefndir unnu oft með kennara.

Það voru hljómsveitir og sett upp leikrit.

Það var sett upp söngvakeppni í skólanum þar sem nemendur voru höfendur og flytjendur.
Margir sem stigu sín fyrstu skref í þessu eru ennþá virkir í sinni list.

Það var haldin stórviðburður á Eiðum þegar ég var þar, en Bubbi Morteins hélt þá tónleika. Það var mikil spenna í loftinu og við elskuðum þessa tónlist hans.


Hvaða íþróttir voru helst stundaðar? Voru nemendur örvaðir til þátttöku? Voru haldnar keppnir innan skólans eða við aðra skóla?

Það voru haldin bekkjaíþróttamót í körfubolta, handbolta, blak og fótbolta utanhús og innanhúss. Það var haldið sundmót. Man ekki hvort það var frjáls íþróttamót líka.

Já, Íþróttakennarinn hjálpaði til að velja í liðin og hver bekkur var með lið, hinir sem voru ekki í liðinu mættu á keppnir til að hvetja.

Það var farin íþróttaferð til Héraðskólans á Laugum til að keppa í öllum íþróttum og það var síðan gert á hverju ári eftir það. ýmist komu Lauganemar í Eiða eða öfugt.


Hvaða reglur giltu um neyslu áfengis og tóbaks? Var farið eftir þeim? Hvernig brást skólinn við brotum á þessum reglum? Þekktust sterkari efni og ef svo var hvaða?

Ekkert áfengi innan skólans.
Það mátti reykja á einum stað utandyra.
Já, ég held að flestir hafi farið eftir þessum reglum.

Ítrekuð brot enduðu með brottrekstri frá skóla í einhverja daga. En fyrst voru áminningar og viðtöl við foreldra.


Hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, giltu um heimavistina (svefntími, heimsóknir, eftirlit t.d.)?

Klukkan 10 á kvöldin var vistunum lokað og þá sóttu þeir sem höfðu verið í eldhúsinu um daginn, kassa með litlum mjólkurfernum handa nemendum.
Við gátum síðan keypt kex hjá hæðastjóra til að maula með mjólkinni.
Kl. 11 gekk kennari á herbergin og þá áttum við að vera komin í náttföt og búin að bursta tennur. Hann slökkti þá ljósið og bauð góða nótt. Ef það voru læti eftir það þá kom kennarinn aftur og sussaði niður.
Það var alltaf svolítið vinsælt að stelast á milli hæða og þegar upp komst um það þá var nemandi rekin heim.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 8 af 9 - Samskipti

Hvað er þér helst minnisstætt við starfsfólk skólans og samskipti þín við það (kennarar, starfsfólk í mötuneyti t.d.)?

Man mest eftir að allri voru góðir við mann.


Vera á heimavistarskóla hefur í för með sér mikil samskipti við aðra nemendur. Hvaða áhrif telur þú að þetta hafi haft á líf þitt bæði þá og til langframa?

Þetta hafði góð áhrif á mig. Losaði um feimni. Maður eignaðist margar góðar vinkonur og vini. Lærði margt gott af félagslífinu.


Urðu til sterk vinasambönd? Hve lengi héldust þau sambönd, jafnvel til dagsins í dag?

Já, það eru mörg sterk vinabönd og þó suma hafi maður ekki hitt lengi þá eru alltaf fagnaðarfundir. Ég á vini ennþá daga í dag frá þessum tíma.


Kanntu að segja frá samskiptum kynjanna (vinátta, kærustupör, kynlíf t.d.)?

Það voru alltaf einhverjir að para sig saman og haldin var parabók.
Eflaust hafa einhverjir átt sínar fyrstu kynlífsupplifun þarna, en það eru líka til nokkuð mörg pör sem fæddust þarna og eru ennþá hjón í dag.
Þetta er nátturulega árin sem unglingarnir eru að upplifa fyrstu ástina og vera skotin og það gekk mikið út á þá drauma. Ná að dansa við draumaprinsinn eða vera í sundi þegar hann var þar... og svoleiðis.


Í heimavistarskólum hefur stundum verið talað um einstaklinga sem vilja ráða yfir öðrum nemendum (foringjar). Var um eitthvað slíkt að ræða í þínum skóla og hvernig lýsti það sér, ef svo var?

Sumir eru meiri foringjar og það fannst mér í lagi ef þeir tóku aðra með sér á góðan hátt.

Stríðnisforingjar voru líka til og þeir vour bara það sem er kallað í dag gerendur í einelti.
En stríðni var hluti af skólanum alveg eins og gleði, hlátur, fýla og grátur.
Ég átti auðvelt með að taka stríðni en það var þó sumir sem liðu fyrir það.


Varst þú eða einhver sem þú vissir um fyrir einelti, niðurlægingu eða kynferðislegu áreiti? Vilt þú að segja frá þessu? Hvernig var tekið á slíkum málum, ef um þau var að ræða?

Hugsaði ekki um einelti þá og það var frekar kallað stríðni. Kennarar tóku á þeim málum sem komu til þeirra en ég tel að sjaldnast hafi stríðni borist til þeirra fyrr en málið var orðið stórt. Man ekki eftir að heyra talað um kynferðislega áreitni þá.

Sumum var strítt svakalega mikið og gat sú stríðni orðið ansi gróf.


Hversu mikil tengsl eru á milli fyrrverandi skólafélaga? Er einhver vettvangur fyrir að hittast og hvernig hefur þátttakan verið?

Það hefur verið haldið árganga mót á Eiðum og það var góð þátttaka og allir voru eins og við værum bara komin til baka í skólan nema orðin fullorðin og þroskuð. Hvar sem Eiðanemar hittast er gleði og hlátur í endurminningum.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 9 af 9 - Heildstæð frásögn

Hér getur þú haft heildstæða frásögn fyrir alla spurningaskrána eftir eigin höfði, t.d. um venjulegan skóladag eða annað.

Að hausti stuttu eftir að við mættum í skólan þá var haldin busavixla. Þá voru eldri nemendur búnir að leggj á ráðin og gripu nýnema þegar þeir voru að koma úr kaffi eða í útivistinni. Farið var með okkur og við toleruð, eða hent upp í loftið af 6-8 krökkum. Þegar var búið að henda okkur sirka 3 sinnum upp í loftið þá var sprautað á okkur vatni, ef við flúðum þá vorum við hlaupin uppi. Ég man að það hljóp einn nemandinn í burtu og hann hljóp svo hratt að hann náðist ekki fyrr en við Húsatjörn sem er á bak við skólann, þar var hann gripinn og þá fékk hann bað í tjörninni í staðinn. Þetta var saklaus og skemmtileg vixla á þeim árum.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.