LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiKver, Ljósmynd

Núv. sveitarfélagDalvíkurbyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandGrænland/Austurströnd

Hlutinn gerðiIb Topfer
GefandiViggo Carlo Block 1927-

Nánari upplýsingar

Númer2018-20-104
AðalskráMunur
UndirskráGrænlandsmunir
Stærð30 x 21,1 cm
EfniLjósmynd, Pappír
TækniPrentun

Lýsing

Svörthvít ljósmynd í gylltum myndaramma. Myndin er merkt ,,Eleonora-Ittoqqortoormiit. Foto: Jb Tøpher - 1950'erne". Myndin sýnir grænlenska eldri konu að vinna einhverslags handavinnu. Konan á myndinni er Eleonora Arqe, sem var með þeim fyrstu íbúum í þorpinu Ittaajimmiit (einnig þekkt sem Kap Hope). Þorpið er staðsett á Austur-Grænlandi í firðinum Scoresbysund. Árið 1967 bjuggu 125 manns í þorpinu, en með tímanum fækkaði íbúum og er nú engin ábúandi þar. Eleonora lést úr krabbameini árið 1965. Eftir að hún lést varðveittu íbúar þorpsins, hús Eleonoru sem innihélt allar eigur hennar. Húsið fékk nafnið ,,Elonoqqap Ittersua” sem þýðir  ,,Hús Eleonoru”. Húsið er nú lítið safn sem sýnir hvernig íbúar Ittaajimmiit bjuggu þegar þorpið var enn í byggð. Síðustu ábúendur í þorpinu fluttust í næsta bæ, Ittoqqortoormiit, sem nú er eini bærinn sem staðsett er í firðinum Scoresbysund sem í dag búa um 500 manns. Árið 1997 voru hluti af eignum Elenoru flutt til Ittoqqortomiit þar sem þær eru nú varðveittar þar á byggðasafni. (Elenoqqap Ittersua: Ittaajimmit/Kap Hope) Þessar uppýsingar ásamt fleiri ýtarlegum upplýsingum um hús Elenoru og íbúa Ittaajimmiit, má finna í litlu kveri sem fylgir myndinni. Kverið er á ensku, dönsku og grænlensku.
Myndin og kverið fá sama skráninganúmer en fyrir aftan númerið er bætt við A og B.


Gefandi er Viggo Carlo Bloch, f. 25. febrúar 1927. Viggo starfaði í mörg ár við veðurathuganir á Grænlandi í litlum bæ sem kallaður er Ittoqqortoormiit sem staðsett er á norðausturströnd Grænlands. Á árunum 2005, 2010 og 2018 hefur Viggo gefið Byggðasafni Dalvíkurbyggðar allmarga gripi úr dvöl hans á norðausturströnd Grænlands. Safnið þáði þessa höfðinlegu gjöf en Ittoqqortoormiit er vinabær Dalvíkurbyggðar. Eiginkona Viggo var Guðrún Hulda Guðmundsdóttir f. 22. Júlí 1930 d. 15. Júní 2014. Guðrún var fædd og uppalin í Dalvíkurbyggð, hún fæddist í Gullbringu í Svarfaðardal en ólst upp á Karlsá á Upsaströnd. (Inngangur. Norðrið í norðrinu: Ittoqqortoormiit konur – börn)


Heimildir

Texti úr sýningarbæklingi. Norðrið í norðrinu: Ittoqqortoormiit konur – börn. Ristjóri, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir. 2013.

Sandel, Hanne, Birger (2008). ,,Eleonoqqap ittersua" Ittaajimmiit / Kap hope. Produktion Underskoven. Eget Forlag. Danmörk 2008 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Dalvíkurbyggðar. Safnið varðveitir um 7000 gripi og eru skráðir gripir í Sarp um 3000. Áætlað er að um 40% safngripa sé kominn í stafrænan búning. Myndir eru af nánast öllum skráðum gripum í Sarpi. Fastur starfskraftur sér um skráningu í Sarp í 30% starfi. Texti er ekki prófarkalesinn af öðrum aðila en þeim sem skráir. Áætlað er að skrá gripi safnsins hægt og bítandi næstu ár.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.