LeitaVinsamlega sýnið biðlund
MyndefniDóttir, Drengur, Fjölskylda, Matrósaföt, Móðir, Peysuföt
Nafn/Nöfn á myndJenný Guðmundsdóttir 1879-1985, Kristinn Jónsson 1899-1969, Kristín Jónsdóttir 1853-1942,
Ártal1900-1910

StaðurMosfell
ByggðaheitiVestmannaeyjabær
Sveitarfélag 1950Vestmannaeyjar
Núv. sveitarfélagVestmannaeyjar
SýslaVestmannaeyjar
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerMRQ-21
AðalskráMynd
UndirskráAlm. myndaskrá, Rangæingar
Stærð10,5 x 6,5 cm
GerðSvart/hvít pósitíf - Brúntónað

Lýsing

Jenný Guðmundsdóttir húsfreyja á Mosfelli fæddist 23. janúar 1879 á Bakka í A-Landeyjum og lést 14. apríl 1985. Jenný var með Kristínu móður sinni hjá foreldrum hennar á Bakka 1880, með henni og föður sínum Guðmundi vinnumanni þar 1890. Þau Jón Guðmundsson eignuðust Kristin 1899, voru vinnuhjú á Skækli (Guðnastöðum) í A-Landeyjum 1901. Þau giftu sig 1902 og fluttust til Eyja 1903 með Kristin son sinn, bjuggu á Garðstöðum 1906, og 1907 með Kristni og Sigríði systur Jennýjar. Jón og Jónatan Snorrason reistu Breiðholt 1908. Leifur Þórðarson kom til þeirra í fóstur 1908 og Þórður Arnfinnsson 1916. 1917 var Sigríður Friðriksdóttir komin til þeirra. Þau voru komin að Mosfelli 1919 með Kristin son sinn og fósturbörnin Sigríði, Þórð og Leif. Hjá þeim var Kristín Jónsdóttir móðir Jennýjar, sem komið hafði til þeirra 1908. Jón lést 1927. Jenný bjó ekkja á Mosfelli 1930 með móður sinni og hjónunum Sigríði og Halldóri Halldórssyni. Hún bjó enn á Mosfelli 1940 með Jóni Kristinssyni sonarsyni sínum og leigjendunum Ólafi Sigurðssyni frá Vindási og fjölskyldu. Þar var hún enn 1945 í skjóli Kristins sonar síns og var þar til 1969, er Kristinn lést. Þá fór hún til Jóns sonarsonar síns og fluttist með honum til Reykjavíkur. Hún var síðast á Vífilsstöðum, lést 1985, var jarðsett að Görðum á Álftanesi. Maður Jennýjar, (19. október 1902), var Jón Guðmundsson útgerðarmaður, sjómaður, bóndi, f. 25. september 1879 í Fljótshlíð, d. 18. febrúar 1927.

Kristín Jónsdóttir bústýra í Efri-Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum, vinnukona, saumakona fæddist 24. september 1853 á Bakka í A-Landeyjum og lést 4. júlí 1942 á Stórólfshvoli. Foreldrar hennar voru Jón Oddsson tómthúsmaður, síðan bóndi á Bakka í A-Landeyjum, f. 23. febrúar 1817 á Breiðabólstað á Síðu, d. 2. desember 1894 á Tjörnum u. Eyjafjöllum, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja frá Bakka, f. 25. september 1817, d. 25. janúar 1907 á Víðinesi á Kjalarnesi. Kristín var með foreldrum sínum á Bakka í æsku og enn 1880, þá með dóttur sína Jennýju með sér. 1890 var hún þar. Þar var einnig Guðmundur Diðriksson vinnumaður og börn þeirra Jenný, Oktavía og Oddný. Guðmundur drukknaði 1893 við Eyjar. Kristín varð húskona á Bakka og í Efri-Úlfsstaðahjáleigu, en húsfreyja í Nesi hjá Bakka frá 1899 með dóttur sína Oddnýju hjá sér. Kristín dóttir hennar var í fóstri í Tjarnarkoti, Sigríður var tökubarn á Önundarstöðum, Oktavía var vinnukona á Laugarnesspítala 1901, og Jenný var með Jóni á Skækli (Guðnastöðum). Kristín fluttist að Breiðholti til Jennýjar dóttur sinnar og Jóns Guðmundssonar 1908. Þar var hún 1910, hjú og stundaði saumaskap. Kristín fluttist með Jennýju að Mosfelli og var þar 1920, var þar lausakona 1927, sjúklingur 1930. Hún fluttist til Oddnýjar dóttur sinnar að Stórólfshvoli í Hvolhreppi og lést þar 1942. Sambýlismaður Kristínar var Guðmundur Diðriksson frá Hólmi í A-Landeyjum, bóndi áður í Efri-Úlfsstaðahjáleigu (Sléttubóli) þar, f. 8. nóvember 1839, drukknaði við Eyjar 1893.

Drengurinn á myndinni er ekki nefndur en er sennilega sonur Jennýar Kristinn Jónsson bóndi, póstur á Mosfelli, f. 26. maí 1899 á Skækli (Guðnastöðum) í A-Landeyjum, d. 13. júní 1969.

Þetta aðfang er í Skógasafni. Heildarfjöldi gripa í safninu er um 15.000. Um 10.000 gripir hafa verið skráðir í Sarp sem er um 70% safnkostsins. Um er að ræða fullnaðar-skráningu án mynda og upplýsinga um geymslustað. Jafnframt er ætlunin að skrá geymslustað og ljósmynda gripi og setja inn í Sarp. Það er ærið verk og ræðst af fjárhagsstöðu safnsins. Um 5.000 ljósmyndir hafa verið handskráðar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.