LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHéraðsskóli, Skólalíf
Ártal1961-1963
Spurningaskrá115 Minningar úr héraðsskólum

StaðurReykjaskóli
ByggðaheitiHrútafjörður
Sveitarfélag 1950Staðarhreppur V-Hún.
Núv. sveitarfélagHúnaþing vestra
SýslaV-Húnavatnssýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1946

Nánari upplýsingar

Númer2017-1-22
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið10.11.2017/13.11.2017
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 9 - Haldið í héraðsskóla

Í hvaða héraðsskóla varst þú og á hvaða árum? Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu?
Segðu frá undirbúningi fyrir skólavistina, kveðjum og brottför að heiman.
Hvað tókst þú með þér í skólann (rúmfatnaður, kassettutæki, spil, gítar, bækur t.d.)?
Hvað er þér helst minnisstætt frá fyrstu ferð þinni í skólann? Upplifðir þú eftirvæntingu eða kvíða?
Hve langt var skólaárið? Hvenær byrjaði það og hvenær endaði það? Hvenær voru frí?
Segðu frá skólalokum ár hvert og útskrift. Varstu fegin(n) að komast í burtu eða upplifðir þú eftirsjá eftir samfélaginu í skólanum?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 9 - Tengsl við fjölskyldu og heimili

Lýstu samskiptum við fjölskyldu þína meðan á skólavist stóð. Hve mikil voru þau og á hvaða formi (símtöl t.d.)? Var eitthvað um heimsóknir að heiman eða heim?
Hvernig upplifðir þú aðskilnaðinn við heimili þitt og þína nánustu (heimþrá, söknuður t.d.)?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 9 - Húsakynni og rými

Hvernig fannst þér húsakynni skólans vera svona almennt? Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt?
Lýstu skólastofunum þar sem þér var kennt í stórum dráttum (innanbúnaður t.d.).
Hve margir voru saman í herbergi á heimavist. Hvað réði því með hverjum maður lenti? Hve lengi voru nemendur saman í herbergi (eitt skólaár t.d.)?
Segðu í aðalatriðum frá innanbúnaði í þínu herbergi. Hvernig var snyrtiaðstaðan t.d.?
Var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fór það, ef svo var?
Hvernig hagnýttu nemendur sér sameiginleg rými (setustofu t.d.)?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 9 - Mötuneyti og þvottahús

Hvenær voru matar- og kaffitímar og hve langir?
Nefndu gjarnan hvað var á boðstólum, hvers konar réttir og kaffibrauð, frá ólíkum máltíðum dagsins. Var boðið upp á eitthvað til hátíðabrigða, hvaða daga og í hverju fólst þessi tilbreyting? Hvernig fannst þér maturinn (góður, einhæfur t.d.) ? Hvaða máli skipti hann (gleðigjafi, ávísun á samveru t.d.)?
Þurftu nemendur að vinna í mötuneyti eða borðsal, við ræstingar á skólahúsnæði eða önnur störf? Hversu oft og mikið?
Var þvottahús í skólanum? Hvað var þvegið af nemendum og hve oft í mánuði ef svo var?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 9 - Skóladagurinn

Hve marga daga í viku var kennt og hve langur var skóladagurinn?
Segðu frá bóklegri kennslu í stórum dráttum (námsgreinar, kennsluaðferðir t.d.).
Hvaða verklegar greinar voru kenndar? Hvað er þér helst minnisstætt? Var verklega kennslan kynjabundin á einn eða annan hátt og hvernig lýsti það sér ef svo var?
Fenguð þið einhverja aðra verklega þjálfun? Hverja ef svo var? Hvernig hefur þessi verklega kennsla eða þjálfun nýst þér í lífinu?
Hvernig var leikfimi- og sundkennslu háttað (hvað var kennt, tæki t.d.). Var kennslan mismunandi eftir kynjum og hvernig lýsti það sér ef svo var?
Hvað var helst gert í frímínútum? Var t.d. fótbolta- og körfuboltavöllur? Voru frímínútur skipulagðar eða alveg frjálsar? Hve langar voru þær og hve oft á dag?
Segðu frá heimanámi (reglur, ein[n] eða með öðrum, aðstoð, tímalengd t.d.).
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 9 - Hefðir

Hverjar voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati (heiti, stund, staður, hvað var gert t.d.).
Manst þú eftir bröndurum eða sögum um skólann, próf, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?
Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekktist innan skólans (próf, húsakynni, yfirnáttúrulegar verur t.d.).
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 7 af 9 - Félagslíf

Í hverju fólst félagslíf í skólanum helst (viðburðir, skemmtanir, félög t.d.)? Hverjir skipulögðu félagslífið eða höfðu frumkvæði að því (nemendur, skólinn t.d.)? Hvernig var þátttakan (stelpur/strákar)?
Var hugsanlega litið á þátttöku nemenda sem félagslega þjálfun og því lögð áhersla á hana af hálfu skólans? Tóku kennarar þátt? Getur þú sagt frá þessu?
Hvaða íþróttir voru helst stundaðar? Voru nemendur örvaðir til þátttöku? Voru haldnar keppnir innan skólans eða við aðra skóla?
Hvaða reglur giltu um neyslu áfengis og tóbaks? Var farið eftir þeim? Hvernig brást skólinn við brotum á þessum reglum? Þekktust sterkari efni og ef svo var hvaða?
Hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, giltu um heimavistina (svefntími, heimsóknir, eftirlit t.d.)?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 8 af 9 - Samskipti

Hvað er þér helst minnisstætt við starfsfólk skólans og samskipti þín við það (kennarar, starfsfólk í mötuneyti t.d.)?
Vera á heimavistarskóla hefur í för með sér mikil samskipti við aðra nemendur. Hvaða áhrif telur þú að þetta hafi haft á líf þitt bæði þá og til langframa?
Urðu til sterk vinasambönd? Hve lengi héldust þau sambönd, jafnvel til dagsins í dag?
Kanntu að segja frá samskiptum kynjanna (vinátta, kærustupör, kynlíf t.d.)?
Í heimavistarskólum hefur stundum verið talað um einstaklinga sem vilja ráða yfir öðrum nemendum (foringjar). Var um eitthvað slíkt að ræða í þínum skóla og hvernig lýsti það sér, ef svo var?
Varst þú eða einhver sem þú vissir um fyrir einelti, niðurlægingu eða kynferðislegu áreiti? Vilt þú að segja frá þessu? Hvernig var tekið á slíkum málum, ef um þau var að ræða?
Hversu mikil tengsl eru á milli fyrrverandi skólafélaga? Er einhver vettvangur fyrir að hittast og hvernig hefur þátttakan verið?
Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 9 af 9 - Heildstæð frásögn

Hér getur þú haft heildstæða frásögn fyrir alla spurningaskrána eftir eigin höfði, t.d. um venjulegan skóladag eða annað.

Fyrirgefðu töfina, - en það tók mig nokkurn tíma að rifja upp með "krökkunum"! Ég eyddi unglingsárum mínum um veturna 1961, 2 og 3 á héraðsskólanum að Reykjum, Hrútafirði, eða Reykjaskóla eins og hann var alltaf kallaður.  Skólanum var skipt í 3 bekki og var nemendafjöldinn á þessum þremur vetrum allt frá 95-130 manns.  Nemendur gátu hvort eð er tekið “landspróf” í lokin eða “gagnfræðipróf” eftir 3ja bekk.  Margir hverjir voru bara einn vetur eða tvo og sumir luku bara prófi á einum vetri.  Í skólanum ríkti mikill agi og mörgum þætti nóg um í dag.  T.d. máttu nemendur ekki hafa samband við foreldra sína eða sína nánustu í þá sjö vetrarmánuði sem þeir dvöldu í skólanum, utan jóla- og páskafrí.  Húsakynninum var skipt í gömlu- og nýju bygginguna, kvenna- og karlavistir sem voru einu vistarverurnar sem nemendurnir sváfu í.  Á hverri vist var umsjónarmaður, valin af skólastjórninni, sem gætti þess að allir væru gengnir til náða kl.22:00, - því vistinni var læst og ljósin slökkt kl.22:30!  Þá sáu hann um að nemendur héldu gólfum vistar sinnar hreinum og þurftu nemendur sjálfir að sjá um það.  Þá gætti umsjónarmaðurinn þess að umgengni í herbergjunum væri góð.  Það þótti mikil hneysa ef einhver t.d. bjó ekki um rúmið sitt er hann fór í fyrsta tímann sinn!  Það var gengið í herbergin og litið efir því. Hver dagur var öðrum líkur.  Mig minnir að hver dagur hafi verið svona: Kl.07:30  var vaknað á morgnanna Kl.08:00  kennslustund  Kl.08:45  morgunmatur Kl.09:00  kennslustundir  Kl.11:35   hádegismatur Kl.12:55   kennslustundir - Kl.14:30   Útifrí -  innivera ekki liðin - sund/leikfimi/smíðar o.s.frv. Kl.18:00   lestími - kennari sat yfir Kl.19:00   matur Kl.20:00  lestími - kennari sat yfir Kl.22:00  háttatími - umsjónarmaður ábyrgur Kl.22:30  þögn - farið að sofa En svo kom þetta! Fyrir utan græskuleg uppátæki þá var ýmislegt brallað, en almennt var sá árgangur er útskrifaðist 1963 afar samstilltur og agaður hópur.   Það voru dansleikir a.m.k. einu sinni í mánuði að mig minnir og skólahljómsveitin spilaði undir og það eru ennþá upptökur af henni frá 1963.  Þá var þarna leikklúbbur sem fékk leikstjóra og var alltaf æft leikrit fyrir árshátíðina.  Nokkrir nemendur fengu þá leiklistarbakteríuna.  Þá voru þarna stunduð margvísleg tómstundastörf,  s.s. frímerkjasöfnun, ljósmyndun, blaðaútgáfa, bréfaskriftir við pennavini frá öðrum landshornum o.s.frv..  Skemmtilegt tilvik er ég man eftir. Í borðsalnum er var staðsettur á jarðhæð undir skólastofunum og þar var komið fyrir u.þ.b. 17 borðum og hafði hvert sitt númer eða náð, t.d. borðið hans ...? O.s.frv..  Sex nemendur sátu við hvert borð, tveir úr hverjum bekk og 3ju bekkingarnir sem voru ábyrgir fyrir sínu borði, - urðu að  hafa stjórn á “gríslingunum”.  Borðhaldið fór þannig fram að hver nemandi tók sér stöðu fyrir aftan við sinn stól í byrjun og beið eftir kennaranum er gekk ávallt í gegnum salinn að matarlúgunni, snéri svo sér þar við, leit yfir salinn og beið eftir þögn.   Þegar hún var kominn á þá sagði hann “Gjörið svo vel”.  Sá sem þagnaði ekki fékk illt auga frá skólasystkyninum sínum og var sussað á hann.  Svo settust allir, nema þeir sem sátu við það borð sem átti að fara fyrst að lúgunni, en þeim var svo skipt vikulega út á hlaupandi tölu.   Eldhúsfólkið matreiddi mannskapinn með skjótum hætti.  Þetta gekk mjög hratt fyrir sig og síðan voru nemendur við eitt borðið eftir og hjálpuðu til við í eldhúsinu, en þetta breyttist vikulega á hlaupandi tölu.   Í eitt skiptið kom [...] kennari, sem var ætlað að standa yfir okkur, inn í matsalinn, snéri sér við lúguna og beið eftir þögn.  Loks þegar hún var komin á, þá varð honum á að draga andann eins og hann ætlaði að segja “Gjörið svo vel”,- en tókst ekki betur en svo að hann fékk lítið hóstakast.  Allir þóttust skilja þetta sem “Gjörið svo vel” og byrjuðu borðhaldið skv. venju, en þá hrópaði hann: “Ég var ekki búinn að segja: ”Gjörið svo vel!!”.   Þeir sem voru lagðir af stað að matarlúgunni, snéru sér umsvifalaust við, hlupu til baka og þeir sem voru sestir voru spruttu aftur upp og tóku sér stöðu fyrir aftan stólana!.  Það mátti heyra saumnál detta loks þegar flissið hætti og þá brosti [... ] [kennarinn] út í annað og sagði: ”Gjörið svo vel”.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.