LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiLjósapera

StaðurStrandgata 15
ByggðaheitiOddeyri
Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarkaupstaður
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiOsram
GefandiÁslaug Magnúsdóttir, Bjarni Magnússon 1947-
NotandiHalldór Halldórsson 1878-1964

Nánari upplýsingar

Númer2018-2-26
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniÁl, Gler, Pappi

Lýsing

Ljósapera í kassa. Notuð ljósapera í pakkningu merkt „OSRAM“ sem er þekkt ljóshönnunar fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð ljósapera. Fyritækið OSRAM var stofnað í Munich í Þýskalandi árið 1919 (Wikipedia. OSRAM. 2018).

Á pakkningunni stendur einnig með hástöfum „Elna. Tavaro S.A., Genéve. 225V 20W. Rt./tube B15.“ Á ljósaperunni sjálfri stendur „Vetta 225/25W“. Peran er notuð og sést það vegna svartri slikju umhverfið peruna á einum stað inni í henni.  Þessi pera er ætluð fyrir saumavélar.

Munurinn kom ásamt fleiri munum úr eigu Halldórs Halldórssonar  söðlasmiðs og fjölskyldu hans en hann bjó og starfaði lengst af í Strandgötu 15. Hann var ættaður frá Urðum í Svarfaðardal. Halldór fæddist 5.okt. 1878 og dó 2.sept. 1964 á Akureyri.

Gefendur eru barnabörn Halldórs.

 

Ljósapera:

L: 8 cm

B: 2

Pakkning:

L: 9,5 cm

B: 2,4 cm

 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Dalvíkurbyggðar. Safnið varðveitir um 7000 gripi og eru skráðir gripir í Sarp um 3000. Áætlað er að um 40% safngripa sé kominn í stafrænan búning. Myndir eru af nánast öllum skráðum gripum í Sarpi. Fastur starfskraftur sér um skráningu í Sarp í 30% starfi. Texti er ekki prófarkalesinn af öðrum aðila en þeim sem skráir. Áætlað er að skrá gripi safnsins hægt og bítandi næstu ár.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.