LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiHandavinna

StaðurStrandgata 15
ByggðaheitiOddeyri
Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarkaupstaður
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiÁslaug Magnúsdóttir, Bjarni Magnússon 1947-
NotandiHalldór Halldórsson 1878-1964

Nánari upplýsingar

Númer2018-2-24
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð21,2 x 9,2 x 3,4 cm
EfniBómull, Járn, Pappi, Plast, Viður

Lýsing

Irma handavinnu sett. Hér er um að ræða einhverskonar handavinnusett frá þýska fyrirtækinu Irma sem sérhæfir sig í handavinnuvörum. Þetta tiltekna sett er í rauðum pappa boxi með giltu munstri. Í Lokinu stendur „Irma  Handarbeits – garnitur“ sem er þýska og þýðir „Irma handavinnu-sett“. Ofan í boxinu er mis lítil hólf þar sem finna má 12 mismunandi handavinnu tól sem eru ómerkt. Þar á meðal nálabox með fjórum ólíkum nálum, heklunál og bómullarhnoðra. Ekki er vitað hvaða tilgang hin tólin gegna, en allar ábendingar eru vel þegnar.

Munurinn kom ásamt fleiri munum úr eigu Halldórs Halldórssonar  söðlasmiðs og fjölskyldu hans en hann bjó og starfaði lengst af í Strandgötu 15. Hann var ættaður frá Urðum í Svarfaðardal. Halldór fæddist 5.okt. 1878 og dó 2.sept. 1964 á Akureyri.
Gefendur eru barnabörn Halldórs.

 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Dalvíkurbyggðar. Safnið varðveitir um 7000 gripi og eru skráðir gripir í Sarp um 3000. Áætlað er að um 40% safngripa sé kominn í stafrænan búning. Myndir eru af nánast öllum skráðum gripum í Sarpi. Fastur starfskraftur sér um skráningu í Sarp í 30% starfi. Texti er ekki prófarkalesinn af öðrum aðila en þeim sem skráir. Áætlað er að skrá gripi safnsins hægt og bítandi næstu ár.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.