LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiHárþurrka

StaðurStrandgata 15
ByggðaheitiOddeyri
Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarkaupstaður
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiÁslaug Magnúsdóttir, Bjarni Magnússon 1947-
NotandiHalldór Halldórsson 1878-1964

Nánari upplýsingar

Númer2018-2-23
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá

Lýsing

Hárþurrka og taska. Hárþurrkan er appelsínugul og virkar eins og höfuðfat sem sett er yfir hárið sem búið er að setja rúllur í og er síðan tengt við rafmagn. Hægt er að stilla hitastig frá 1 – 2. Stór glær plasthlíf er áföst á apperlsínugulu þurrkunni sem hlífir hárið og nær alveg niður höfuðið nema ekki yfir andlitið, hlífin blæs síðan upp þegar hún er sett í samband. Við heimildarleitina fundust eldri auglýsingar með upplýsingum um þurrkuna, hún fær að fylgja með í myndum. Á þurrkunni stendur með svörtum hástöfum „Braun“ sem er þýskt vörumerki sem sérhæfir sig meðal annars í hárþurrkum.  Hárþurrkan kallast „Braun Astronette“ og var framleidd af Jürgen Greubel árið 1971 (Braun Astronette. 2015).Með þurrkunni fylgir appelsínugul taska úr plasti. Hún er harðspjalda að framan en mjúk á hliðunum, hún er með höldum og smellu til að loka henni. Ofan á töskunni stendur með hástöfum „Braun“ með litlum stöfum sem búið að er innpenta í töskuna. Taskan er að mestu leiti vel með farin, en er aðeins rifin á hliðunum frá harðspjöldunum.

Munurinn kom ásamt fleiri munum úr eigu Halldórs Halldórssonar  söðlasmiðs og fjölskyldu hans en hann bjó og starfaði lengst af í Strandgötu 15. Hann var ættaður frá Urðum í Svarfaðardal. Halldór fæddist 5.okt. 1878 og dó 2.sept. 1964 á Akureyri.

Gefendur eru barnabörn Halldórs.

 

Hárþurrka:

Plasthlíf

L: 37 cm

B: 42 cm

Þurrka:

L: 15 cm

B: 15 cm

Rafmagnssúra:

L: 329 cm

Taska:

L: 32 cm

B: 18,5 cm

 

 

 
Heimildir

Future Forms. 2015. Braun Astronette. sótt 16.04.2017 http://future-forms.com/portfolio-item/braun-astronette/

Þetta aðfang er í Byggðasafni Dalvíkurbyggðar. Safnið varðveitir um 7000 gripi og eru skráðir gripir í Sarp um 3000. Áætlað er að um 40% safngripa sé kominn í stafrænan búning. Myndir eru af nánast öllum skráðum gripum í Sarpi. Fastur starfskraftur sér um skráningu í Sarp í 30% starfi. Texti er ekki prófarkalesinn af öðrum aðila en þeim sem skráir. Áætlað er að skrá gripi safnsins hægt og bítandi næstu ár.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.