LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


EfnisatriðiHeimavistarskóli, Héraðsskóli, Skólalíf
Ártal1971-1973
Spurningaskrá115 Minningar úr héraðsskólum

StaðurHéraðsskólinn að Laugarvatni
ByggðaheitiLaugarvatn
Sveitarfélag 1950Laugardalshreppur
Núv. sveitarfélagBláskógabyggð
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1956

Nánari upplýsingar

Númer2017-1-21
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið10.11.2017/13.11.2017
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 9 - Haldið í héraðsskóla

Í hvaða héraðsskóla varst þú og á hvaða árum? Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu?

Laugarvatni 1971-1973. Ég rakst illa í skóla og Laugarvatnsskóli hafði orð á sér fyrir að aga vandæðagemsa.


Segðu frá undirbúningi fyrir skólavistina, kveðjum og brottför að heiman.

Það var enginn sérstakur undirbúningur. Ég kom beint úr heimavistaskóla (1. og 2. bekkur í gaggó) á Steinsstöðum í Lýtingsstaðarhreppi í Skagafirði.


Hvað tókst þú með þér í skólann (rúmfatnaður, kassettutæki, spil, gítar, bækur t.d.)?

Rúmfatnað, plötuspilara og útvarp.


Hvað er þér helst minnisstætt frá fyrstu ferð þinni í skólann? Upplifðir þú eftirvæntingu eða kvíða?

Ég hlakkaði mikið til. Fyrri heimavistarskóli (Steinsstaðaskóli í Lýtingsstaðarhreppi) var stanslaust partý og góð skemmtun.


Hve langt var skólaárið? Hvenær byrjaði það og hvenær endaði það? Hvenær voru frí?

Ég man það ekki. Það voru einhver helgarfrí til viðbótar við jóla- og páskafrí.


Segðu frá skólalokum ár hvert og útskrift. Varstu fegin(n) að komast í burtu eða upplifðir þú eftirsjá eftir samfélaginu í skólanum?

Skólalokum fylgdi mikil eftirsjá. Reyndar voru skólalok seinni veturinn sérkennileg. Ég var rekinn úr skólanum til frambúðar (fyrir eitthvað smálegt á borð við fyllerí) í janúar eða febrúar. Ég reyndi þá að komast í skóla í Reykjavík. Án árangurs. Ég leitaði ráða hjá menntamálaráðuneytinu. Mér var ráðlagt að læra utanskóla og taka síðan próf á Laugarvatni. Það mætti ekki neita mér um að taka prófin þar. Brottreksturinn næði aðeins yfir námstímann en ekki próf. Það urðu fagnaðarfundir að hitta aftur skólasystkinin. En ekki skólastjórann sem var afar ósáttur við endurkomu mína. Svo skemmtilega vildi til að ég náði 3ju eða 4ðu hæstu meðaleinkunn við útskrift.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Ég bæti við að rosalega gaman var að eignast á Laugarvatni fjölmennan hóp bestu vina til lífstíðar - og það frá öllum landshornum.Kafli 2 af 9 - Tengsl við fjölskyldu og heimili

Lýstu samskiptum við fjölskyldu þína meðan á skólavist stóð. Hve mikil voru þau og á hvaða formi (símtöl t.d.)? Var eitthvað um heimsóknir að heiman eða heim?

Samskipti við fjölskyldu mína voru frekar lítil. Hún var staðsett í Skagafirði og þess vegna engar heimsóknir frá þeim. Ég fór þess í stað heim yfir jól og páska. Mamma hvatti mig til að vera duglegan að skrifa sendibréf og láta vita af framvindu. Einhver bréf sendi ég til að byrja með. Svo sló ég slöku til þegar á leið. Ég man ekki eftir símtölum. Það var dýrt að hringja á milli landshluta á þessum árum.


Hvernig upplifðir þú aðskilnaðinn við heimili þitt og þína nánustu (heimþrá, söknuður t.d.)?

Svo gaman var í skólanum að enginn tími gafst til heimþrár eða saknaðar. Vissulega átti ég gott heimili, 5 systkini og góða foreldra. Ég var meðvitaður um að ég ætti eftir að eiga góða tíma með þeim út ævina. Ekkert mál að taka þetta hlé á samvistum á meðan gaggó-skólagangan gekk yfir.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Beint í næsta kafla.Kafli 3 af 9 - Húsakynni og rými

Hvernig fannst þér húsakynni skólans vera svona almennt? Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt?

Ég gerði ekki miklar kröfur. Húsakynni voru eins og við mátti búast: 2ja manna herbergi með stól, borði og fataskáp.


Lýstu skólastofunum þar sem þér var kennt í stórum dráttum (innanbúnaður t.d.).

Þær voru staðlaðar: Kennaraborð og krítartafla. Um það bil 25 nemendur í fjórum röðum með borð og stólum.


Hve margir voru saman í herbergi á heimavist. Hvað réði því með hverjum maður lenti? Hve lengi voru nemendur saman í herbergi (eitt skólaár t.d.)?

Þetta voru 2ja manna herbergi. Fyrra árið var nemendum raðað í herbergi frá sitthvorum landshlutanum. Það var snjallt. Seinni veturinn óskaði ég eftir að fá að deila herbergi með tilteknum góðum vini. Vel var tekið í það. Nema af heimavistarverðinum (kennara) sem þótti óheppilegt að tveir vandræðapésar væru í sama herbergi á hans vist.Segðu í aðalatriðum frá innanbúnaði í þínu herbergi. Hvernig var snyrtiaðstaðan t.d.?

2 rúm, eitt borð, einn stóll, tvískiptur fataskápur. Sameiginleg klósett og sturtur með öðrum herbergjum.


Var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fór það, ef svo var?

Engin svæðaskipting á neinum stöðum.


Hvernig hagnýttu nemendur sér sameiginleg rými (setustofu t.d.)?

Engin sameiginleg svæði á borð við setustofu. En við vorum eitthvað að væblast á göngum. Smá slagsmál og sprell.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Þessu má skjót að: Ég varð smá var við kynferðislegt ofbeldi á heimavistinni.Kafli 4 af 9 - Mötuneyti og þvottahús

Hvenær voru matar- og kaffitímar og hve langir?

Mig minnir að matmálstímar hefi verið klukkutím og kaffitímar hálftími.


Nefndu gjarnan hvað var á boðstólum, hvers konar réttir og kaffibrauð, frá ólíkum máltíðum dagsins. Var boðið upp á eitthvað til hátíðabrigða, hvaða daga og í hverju fólst þessi tilbreyting? Hvernig fannst þér maturinn (góður, einhæfur t.d.) ? Hvaða máli skipti hann (gleðigjafi, ávísun á samveru t.d.)?

Ég man ekkert eftir máltíðum og kaffitímum. Veit þó að ég var sáttur. Einhverra hluta vegna var ég bannaður frá mötuneytinu til margra vikna. Man ekki út af hverju. Á meðan þurfti ég að lifa á nammi í Kaupfélaginu.


Þurftu nemendur að vinna í mötuneyti eða borðsal, við ræstingar á skólahúsnæði eða önnur störf? Hversu oft og mikið?

Aðstoð við mötuneyti var skylduverkefni. Sennilega vikupakki. Á heimavistinni var ræsting á "sameign" skipt á milli herbergja viku í senn.


Var þvottahús í skólanum? Hvað var þvegið af nemendum og hve oft í mánuði ef svo var?

Þvottahús var við gufuhús Laugarvatnsskóla. Maður gat alltaf komið með þvott þangað. Ég komst upp á lag með stela rúmfatnaði og fleiru frá sumarhóteli Laugarvatns. Sparaði mér peningi með því að setja þann rúmfatnað ekki í þvott. Einhver önnur föt tókst mér að lauma í þvottavélar Kvennaskóla Laugarvatns.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Allt í góðuKafli 5 af 9 - Skóladagurinn

Hve marga daga í viku var kennt og hve langur var skóladagurinn?

Kennslan var 6 daga á viku. Ég man ekki lengd skóladags. Giska á klukkan 5.


Segðu frá bóklegri kennslu í stórum dráttum (námsgreinar, kennsluaðferðir t.d.).

Ég held að þetta hafi verið samræmt á milli skóla.


Hvaða verklegar greinar voru kenndar? Hvað er þér helst minnisstætt? Var verklega kennslan kynjabundin á einn eða annan hátt og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Það var smíðakennsla. Ljómandi skemmtileg. Ég smíðaði að bæsaði stofuborð. Var síðan of fullur þegar ég flutti það frá Laugarvatni og týndi því á Umferðarmiðstöðinni BSÍ.


Fenguð þið einhverja aðra verklega þjálfun? Hverja ef svo var? Hvernig hefur þessi verklega kennsla eða þjálfun nýst þér í lífinu?

Nei


Hvernig var leikfimi- og sundkennslu háttað (hvað var kennt, tæki t.d.). Var kennslan mismunandi eftir kynjum og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Íþróttakennarskólinn var samhliða héraðsskólanum á Laugarvatni. Nemendur Íþróttaskólans æfðu sig á okkur. Allt gott um það að segja. Eðlilega lögðu sumir karlkyns nemendur íþróttaskólans dálítið upp úr því að sænga hjá stelpum í héraðsskólanum. Stelpunum þótti það upphefð.


Hvað var helst gert í frímínútum? Var t.d. fótbolta- og körfuboltavöllur? Voru frímínútur skipulagðar eða alveg frjálsar? Hve langar voru þær og hve oft á dag?

Mig minnir að frímínútur hafi verið of stuttr fyrir boltaleiki. Þeir voru meira stundaðir eftir kennslutíma. Ég var meira fyrir að taka hljómsveitaræfingu í löngu-frímínútum.


Segðu frá heimanámi (reglur, ein[n] eða með öðrum, aðstoð, tímalengd t.d.).

Heimanám var vaktaður klukkutímapakki á hverjum kennsludegi. Engin aðstoð. Aðeins að ekki mátti rápa á milli herbergja. Bara læra. Allir fylgdu reglunni.Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

okKafli 6 af 9 - Hefðir

Hverjar voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati (heiti, stund, staður, hvað var gert t.d.).

Veit ekki. Skólastjórinn, (NN...), hafði orð á sér fyrir að vera hörkutól. Hann var það í aðra röndina en átti veikar hliðar sem auðvelt var að spila á.


Manst þú eftir bröndurum eða sögum um skólann, próf, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

Ég man ekki eftir neinum bröndurum eða sögum um skólann. Jú, auðvitað allskonar saklausum sögum en ekki neinum sem ástæða er til að rifja upp. Bara allt ljúft og gott.


Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekktist innan skólans (próf, húsakynni, yfirnáttúrulegar verur t.d.).

Ég varð aldrei var við neitt slíkt.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Allt í góðuKafli 7 af 9 - Félagslíf

Í hverju fólst félagslíf í skólanum helst (viðburðir, skemmtanir, félög t.d.)? Hverjir skipulögðu félagslífið eða höfðu frumkvæði að því (nemendur, skólinn t.d.)? Hvernig var þátttakan (stelpur/strákar)?

Ég var í hljómsveitinni Frostmarki. Viuð fengum góða hvatningu frá kennara, Villa Guðjóns gítarsnillingi. Ég var plötusnúður á böllum Man ekkert hvernig skipulag var. Ég var sendur til Reykjavíkur til að kaupa plötur fyrir dansleiki. Keypti aðallega plötur sem ég stal síðar.


Var hugsanlega litið á þátttöku nemenda sem félagslega þjálfun og því lögð áhersla á hana af hálfu skólans? Tóku kennarar þátt? Getur þú sagt frá þessu?

Kennarinn Villi Guðjóns (á þeim árum kenndur við hljómsveitina Gaddavír) smalaði saman ódælustu piltum og stillti okkur upp sem hljómsveitinni Frostmarki. Hann hélt okkur uppteknum við hljómsveitaræfingar. Við vorum þá ekki til vandræða á meðan. Snilld.


Hvaða íþróttir voru helst stundaðar? Voru nemendur örvaðir til þátttöku? Voru haldnar keppnir innan skólans eða við aðra skóla?

Sund, blak, fótbolti, körfubolti


Hvaða reglur giltu um neyslu áfengis og tóbaks? Var farið eftir þeim? Hvernig brást skólinn við brotum á þessum reglum? Þekktust sterkari efni og ef svo var hvaða?

Ég var dáldið fyrir Brennivín og Tindavodka. Var rekinn úr skólanum vegna fordóma á þeim drykkjum. Engin sterkaari efni þekktust í skólanum.


Hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, giltu um heimavistina (svefntími, heimsóknir, eftirlit t.d.)?

Fastur háttatími (að mig minnir kl 11). Aðskilnaður kynja. Stöðugt eftirlit.Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

ok.Kafli 8 af 9 - Samskipti

Hvað er þér helst minnisstætt við starfsfólk skólans og samskipti þín við það (kennarar, starfsfólk í mötuneyti t.d.)?

Upp og ofan. Ég lenti í áflogum við kokkinn. Hann var þó ljúfmenni eins og flest annað starfsfólk og kennarar. Sumir kennarar urðu lífstíðarvinir mínir.


Vera á heimavistarskóla hefur í för með sér mikil samskipti við aðra nemendur. Hvaða áhrif telur þú að þetta hafi haft á líf þitt bæði þá og til langframa?

Fjöldi góðra vina úr heimavistinni hefur veitt mér mikla gleði. Sér þar hvergi fyrir enda. Mörg okkar höfum stússað margt skemmtilegt saman. Þessi skólasystkini hafa veitt mér mikla gleði. Ég væri aðeins hálfur maður án þeirra.


Urðu til sterk vinasambönd? Hve lengi héldust þau sambönd, jafnvel til dagsins í dag?

Vinasamböndin urðu mörg. Margir tugir. Flest vara enn í dag.


Kanntu að segja frá samskiptum kynjanna (vinátta, kærustupör, kynlíf t.d.)?

Nokkur pör urðu til sem eru enn saman í dag. Í fljótu bragði man ég eftir 2 slíkum. Nokkur til viðbótar urðu til á skólatíma en héldu ekki til lengri tíma. Kynlíf var í lágmarki. Tvö dæmi veit ég um kynferðislegt áreiti sem var næsti bær við nauðgun. Örfá önnur dæmi veit ég um á þessum 2 vetrum sem voru kynlíf. Ég ætla að 98% nemenda hafi ekki upplifað kynlíf í skólanum. Sumt starfsfólk skólans náði hærri prósentutölu á því sviði. Iðulega var eitthvað um pörun. Oftast án kynlífs.Í heimavistarskólum hefur stundum verið talað um einstaklinga sem vilja ráða yfir öðrum nemendum (foringjar). Var um eitthvað slíkt að ræða í þínum skóla og hvernig lýsti það sér, ef svo var?

Einhver goggunarröð var klárlega í gangi. Sumir urðu illega undir. Sadistar níddust á þeim. Þar á meðal gróflega á ofbeldisfullan hátt. Ég man eftir dæmi þar sem nemandi tróð tannbursta upp í endaþarm drengs og tróð burstanum síðan upp í munn annars nemanda.


Varst þú eða einhver sem þú vissir um fyrir einelti, niðurlægingu eða kynferðislegu áreiti? Vilt þú að segja frá þessu? Hvernig var tekið á slíkum málum, ef um þau var að ræða?

Ég varð var við einelti, niðurlægingu og kynferðislegu ofbeldi. Í því dæmi sem náungi tróð tannbursta upp í endaþarm samnemanda og síðan upp í munn annars nemanda þá tók skólastjóri á því. Að vísu mildilega. Hann tilkynnti þolanda að tryggt væri að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Hinsvegar vísaði hann ekki geranda úr skólanum.


Hversu mikil tengsl eru á milli fyrrverandi skólafélaga? Er einhver vettvangur fyrir að hittast og hvernig hefur þátttakan verið?

Við höfum margoft hitts í fjöldahittingi og í smærri hópum alveg fram til þessa dags. Við elskum hvert annað og erum í stöðugu sambandi. Ekki öll vel að merkja. En flest. Að minnsta kosti helmingur.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

allt í góðuKafli 9 af 9 - Heildstæð frásögn

Hér getur þú haft heildstæða frásögn fyrir alla spurningaskrána eftir eigin höfði, t.d. um venjulegan skóladag eða annað.

Venjulegur skóladagur hófst á morgunmat. Svo tók við kennsla. Í hádegi matur. Eftir hádegi meiri kennsla fram að kaffitíma. Ég man ekki hvort að heimanám var fyrir eða eftir kvöldmat.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.