LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


EfnisatriðiHeimavistarskóli, Héraðsskóli, Skólalíf
Ártal1959-1961
Spurningaskrá115 Minningar úr héraðsskólum

StaðurHéraðsskólinn í Reykholti
ByggðaheitiReykholtsdalur
Sveitarfélag 1950Reykholtsdalshreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaBorgarfjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1945

Nánari upplýsingar

Númer2017-1-20
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið10.11.2017/13.11.2017
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 9 - Haldið í héraðsskóla

Í hvaða héraðsskóla varst þú og á hvaða árum? Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu?

Reykholt í Borgarfirði. 1959-61. Eldri bróðir minn hafði farið í Reykholt og líkaði vel.


Segðu frá undirbúningi fyrir skólavistina, kveðjum og brottför að heiman.

Var ekki að fara að heiman í fyrsta skipti, hafði verið í sveit í mörg sumur áður en þetta var. Átti heima á Hofsósi og við fórum saman fjórir strákar, jafnaldrar, sem höfðu verið samferða í gegn um barna- og unglingaskólann þar. Ég minnist þess ekki að hafi verið mikinn kossaflens við brottförina, aðeins hrópað bless og sjáumst um jólin.


Hvað tókst þú með þér í skólann (rúmfatnaður, kassettutæki, spil, gítar, bækur t.d.)?

Rúmfatnað, föt, fótboltaskó, skriffæri.


Hvað er þér helst minnisstætt frá fyrstu ferð þinni í skólann? Upplifðir þú eftirvæntingu eða kvíða?

Eftirvænting var að sjálfsögðu í loftinu, alls enginn kvíði. Ekkert sérstakt gerðist á leiðinni, okkur var skutlað í Varmahlíð. Þar tókum við Norðurleiðarrútuna og fórum úr henni við Hvítárvallaskálann. Þar beið eftir okkur far upp í Reykholt. Ekki hef ég hugmynd um, hver undirbjó það.


Hve langt var skólaárið? Hvenær byrjaði það og hvenær endaði það? Hvenær voru frí?

Mig minnir að skólaárið hafi byrjað síðast í september. Svo var þriggja vikna jólafrí. Ég held að apríl hafi ekki verið búinn þegar við vorum komnir heim.


Segðu frá skólalokum ár hvert og útskrift. Varstu fegin(n) að komast í burtu eða upplifðir þú eftirsjá eftir samfélaginu í skólanum?

Skólanum var slitið, ég held á mjög venjulegan hátt, og skólastjórinn afhenti öllum skírteini með árangrinum. Seinna árið tóku ekki allir landsprófið, sem gaf rétt á skólavist í menntaskóla, en ég tók það með gagnfræðaprófinu.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 9 - Tengsl við fjölskyldu og heimili

Lýstu samskiptum við fjölskyldu þína meðan á skólavist stóð. Hve mikil voru þau og á hvaða formi (símtöl t.d.)? Var eitthvað um heimsóknir að heiman eða heim?

Samskipti voru frekar lítil. Þó fékk ég nokkrum sinnum að hringja, en pabbi var símstöðvarstjóri svo ekki þurfti ég að greiða fyrir þau símtöl. Enginn kom í heimsókn og ég fór heim í jólafríinu og annað ekki.


Hvernig upplifðir þú aðskilnaðinn við heimili þitt og þína nánustu (heimþrá, söknuður t.d.)?

Ekki minnist ég þess að hafa einhverja afgerandi heimþrá eða söknuð. Það var nóg að gera alla daga, djöflast í fótbolta þegar veður leyfði eða í sundlauginni og íþróttasalnum. Svo þurftum við að skiptast á að skúra herbergin og stigaganga og þess háttar. Við vorum svo fjórir nemendur til skiptis sem hjálpuðum til í borðstofunni á matmálstímum undir stjórn einnar stelpu í 3ja bekk. Þá þurfti maður að fara úr kennslustund, og manni leiddist það ekki.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 9 - Húsakynni og rými

Hvernig fannst þér húsakynni skólans vera svona almennt? Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt?

Húsakynni skólans voru í ágætu standi og vel við haldið. Íþróttasalurinn og smíðastofan voru e.t.v. þau svæði sem voru "ellilegust", og minnst áhersla lögð á viðhald þar.


Lýstu skólastofunum þar sem þér var kennt í stórum dráttum (innanbúnaður t.d.).

Skólastofurnar voru bara fínar. Borð og stólar ekki alveg nýtt, en allt í lagi.


Hve margir voru saman í herbergi á heimavist. Hvað réði því með hverjum maður lenti? Hve lengi voru nemendur saman í herbergi (eitt skólaár t.d.)?

Herbergin voru misstór, þannig að misjafn var hve margir voru saman í herbergi. Í sumum herbergjum voru bara tveir, í nokkrum voru fjórir og alla vega í einu voru fleiri, fimm eða sex. Skólastjórnendur röðuðu í herbergin, eftir bekkjum og heimilisfesti. Vegna þess hvað misjafnt var hve margir voru saman í herbergi, gátu ekki allir lent í sama herbergi ár eftir ár. Svo komu kannski nýjir inn í þriðja bekk sem ekki höfðu verið í skólanum árið áður.
Svo var þetta að sjálfsögðu kynjabundið, kvennavistir sér og strákavistir sér.


Segðu í aðalatriðum frá innanbúnaði í þínu herbergi. Hvernig var snyrtiaðstaðan t.d.?

Mitt herbergi seinni veturinn var u.þ.b. 8 fermetrar og við sváfum þar fjórir í tveimur kojum. Engin snyrtiaðstaða var í herberginu, bara ein sameiginleg með tveimur öðrum eins herbergjum.


Var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fór það, ef svo var?

Engin svæðaskipting í kennslustofum, í matsal sátu fjórir hlið við hlið og þar var raðað eftir borðstofuflokkum, þeir sem voru að vinna í borðstofu þurftu engin sæti, þeir borðuðu bara á eftir. Þar með var pláss fyrir fjórum fleiri í skólanum, en komust í sæti í borðstofunni.


Hvernig hagnýttu nemendur sér sameiginleg rými (setustofu t.d.)?

Það var engin setustofa. Ef nemendur tóku sig saman til að læra saman t.d. var farið inn í skólastofurnar. Þær voru líka notaðar fyrir málfundi, eða dansleiki. Íþróttasalurinn var líka nýttur undir dansleiki stundum.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 9 - Mötuneyti og þvottahús

Hvenær voru matar- og kaffitímar og hve langir?

Þetta man ég ekki nákvæmlega, en þetta var bara á hefðbundnum matmálstímum.


Nefndu gjarnan hvað var á boðstólum, hvers konar réttir og kaffibrauð, frá ólíkum máltíðum dagsins. Var boðið upp á eitthvað til hátíðabrigða, hvaða daga og í hverju fólst þessi tilbreyting? Hvernig fannst þér maturinn (góður, einhæfur t.d.) ? Hvaða máli skipti hann (gleðigjafi, ávísun á samveru t.d.)?

Maður var nú að stææka ört á þessum tíma og át allt sem að kjafti kom. Ég minnist þess ekki að maturinn hafi verið vondur. Það var tilbreyting frá degi til dags og alltaf enn betra á sunnudögum. Það var alltaf nóg af mjólk í kaffitímanum, og borðstofuflokkurinn bar hana í okkur hin. Konurnar í eldhúsinu bökuðu allt brauð handa okkur, held ég. Maturinn var gleðigjafi þegar maður var búinn að vera úti í fótbolta í 2-3 tíma.


Þurftu nemendur að vinna í mötuneyti eða borðsal, við ræstingar á skólahúsnæði eða önnur störf? Hversu oft og mikið?

Ég er búinn að segja frá borðstofuflokkunum. Öllum var skipt niður í fjögurra manna flokka, sem voru einn dag í mánuði u.þ.b.í borðstofunni.
Við skúruðum herbergin og ganga heimavista undir leiðsögn Halldóru Kjerúlf. Ég held að við höfum ekki skúrað kennslustofurnar eða ganginn þar framan við né íþróttasalinn. þó má það vera.


Var þvottahús í skólanum? Hvað var þvegið af nemendum og hve oft í mánuði ef svo var?

Þvottahús var í skólanum. Við þurftum að sjálfsögðu að merkja allt sem fór í þvottinn svo við fengjum það rétta til baka. Það sem þurfti að þvo, var þvegið: rúmföt, nærföt, íþróttaföt, skyrtur. Okkur var sagt til hvenær komið var að því að þvo rúmfötin okkar og ég væri að ljúga ef ég segðist muna hve langt var á milli.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 9 - Skóladagurinn

Hve marga daga í viku var kennt og hve langur var skóladagurinn?

Kennt var sex daga í viku. Fram að kaffitíma nema á laugardögum, þá bara til hádegis.


Segðu frá bóklegri kennslu í stórum dráttum (námsgreinar, kennsluaðferðir t.d.).

Íslenska, danska, enska, stærðfræði, náttúrufræði, saga.
Hefðbundnar kennsluaðferðir þess tíma. Læra á kvöldin, tekið upp og látið lesa eða segja frá efninu í tímum.


Hvaða verklegar greinar voru kenndar? Hvað er þér helst minnisstætt? Var verklega kennslan kynjabundin á einn eða annan hátt og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Smíðar voru kenndar strákum. Man helst eftir geirneglingu á skúffum, vandasamt verk. Veit ekkert hvað stelpurnar voru að gera.


Fenguð þið einhverja aðra verklega þjálfun? Hverja ef svo var? Hvernig hefur þessi verklega kennsla eða þjálfun nýst þér í lífinu?

Engin nema skúringar.


Hvernig var leikfimi- og sundkennslu háttað (hvað var kennt, tæki t.d.). Var kennslan mismunandi eftir kynjum og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Sund og leikfimi voru kennslugreinar. Kynjabundin. Einn hestur var til og svo dýnur. Og að sjálfsögðu fótboltar.


Hvað var helst gert í frímínútum? Var t.d. fótbolta- og körfuboltavöllur? Voru frímínútur skipulagðar eða alveg frjálsar? Hve langar voru þær og hve oft á dag?

Frímínútur voru frjálsar, ég minnist þess ekki að neitt sérstakt hafi verið gert þá. Sjaldan eða aldrei farið út. Enginn körfuboltavöllur.


Segðu frá heimanámi (reglur, ein[n] eða með öðrum, aðstoð, tímalengd t.d.).

Við þurftum alltaf að undirbúa okkur undir tímana sem áttu að vera daginn eftir. Engar kvaðir um hvernig við gerðum það eða hve lengi. Stundum lásum við saman í skólastofunni. Stundum hjálpuðum við hvert öðru með námið eða glósurnar ú tungumálunum.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 9 - Hefðir

Hverjar voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati (heiti, stund, staður, hvað var gert t.d.).

Agi var nokkuð mikill og flestir hræddir við skólastjórann.


Manst þú eftir bröndurum eða sögum um skólann, próf, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

Nei.


Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekktist innan skólans (próf, húsakynni, yfirnáttúrulegar verur t.d.).

Man ekki eftir neinu svoleiðis.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 7 af 9 - Félagslíf

Í hverju fólst félagslíf í skólanum helst (viðburðir, skemmtanir, félög t.d.)? Hverjir skipulögðu félagslífið eða höfðu frumkvæði að því (nemendur, skólinn t.d.)? Hvernig var þátttakan (stelpur/strákar)?

Við héldum oft dansleiki, sjaldan eða aldrei fram á nótt þó. Málfundafélag var til en ekki mjög líflegt. Nemendur höfðu frumkvæði að þessu öllu. Ef eitthvað var um að vera komu flestir á staðinn.


Var hugsanlega litið á þátttöku nemenda sem félagslega þjálfun og því lögð áhersla á hana af hálfu skólans? Tóku kennarar þátt? Getur þú sagt frá þessu?

Nei. Nei. Ekkert að segja.


Hvaða íþróttir voru helst stundaðar? Voru nemendur örvaðir til þátttöku? Voru haldnar keppnir innan skólans eða við aðra skóla?

Það var helst að við strákarnir værum í fótbolta, smávegis í stökkum án atrennu. Keppt var við Bifröst í þessu íþróttum.


Hvaða reglur giltu um neyslu áfengis og tóbaks? Var farið eftir þeim? Hvernig brást skólinn við brotum á þessum reglum? Þekktust sterkari efni og ef svo var hvaða?

Ekkert áfengi ekkert tóbak. Höfðum ekki heyrt um sterkari efni held ég.


Hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, giltu um heimavistina (svefntími, heimsóknir, eftirlit t.d.)?

Óskrifaðar reglur giltu um hvenær við áttum að vera farinn inn á herbergin á kvöldin. Okkur strákunum var bannað að fara inn á kvennavistir. Man ekki eftir að hafi nokkurn tíma verið talað um aðrar heimsóknir. Skólastjórinn og einhverjir kennarar bjuggu í húsinu og höfðu eftirlit með okkur.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 8 af 9 - Samskipti

Hvað er þér helst minnisstætt við starfsfólk skólans og samskipti þín við það (kennarar, starfsfólk í mötuneyti t.d.)?

Skólastjórinn var mjög sérstakur, strangur en réttlátur. Svo mann ég best eftir konunni sem aðstoðaði okkur við skúringar og þvott.


Vera á heimavistarskóla hefur í för með sér mikil samskipti við aðra nemendur. Hvaða áhrif telur þú að þetta hafi haft á líf þitt bæði þá og til langframa?

Þetta var áreiðanlega mjög þroskandi fyrir mann, en þó e.t.v. enn meira þegar ég komst á menntaskólaárin og var þar í heimavist. Þau ár eru held ég enn meiri þroskatími fyrir hvern einstakling.


Urðu til sterk vinasambönd? Hve lengi héldust þau sambönd, jafnvel til dagsins í dag?

Ekki urðu til nægilega sterk sambönd til að endast til dagsins í dag.


Kanntu að segja frá samskiptum kynjanna (vinátta, kærustupör, kynlíf t.d.)?

Ég held að kynlíf hafi varla verið stundað þarna, en vinátta skapaðist milli kynja þó varla verði notað orðið kærustupar.


Í heimavistarskólum hefur stundum verið talað um einstaklinga sem vilja ráða yfir öðrum nemendum (foringjar). Var um eitthvað slíkt að ræða í þínum skóla og hvernig lýsti það sér, ef svo var?

Ekki varð ég var við neitt svoleiðis.


Varst þú eða einhver sem þú vissir um fyrir einelti, niðurlægingu eða kynferðislegu áreiti? Vilt þú að segja frá þessu? Hvernig var tekið á slíkum málum, ef um þau var að ræða?

Ekki varð ég var við það.


Hversu mikil tengsl eru á milli fyrrverandi skólafélaga? Er einhver vettvangur fyrir að hittast og hvernig hefur þátttakan verið?

Nokkrir á höfuðborgarsvæðinu eru að hittast og fara saman í göngutúra, en við sem búum langt úti á landi hittum sjaldan á að vera á réttum degi í borginni.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 9 af 9 - Heildstæð frásögn

Hér getur þú haft heildstæða frásögn fyrir alla spurningaskrána eftir eigin höfði, t.d. um venjulegan skóladag eða annað.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.