LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHeimavistarskóli, Héraðsskóli, Skólalíf
Ártal1975-1977
Spurningaskrá115 Minningar úr héraðsskólum

StaðurReykjaskóli
ByggðaheitiHrútafjörður
Sveitarfélag 1950Staðarhreppur V-Hún.
Núv. sveitarfélagHúnaþing vestra
SýslaV-Húnavatnssýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1961

Nánari upplýsingar

Númer2017-1-18
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið10.11.2017/13.11.2017
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 9 - Haldið í héraðsskóla

Í hvaða héraðsskóla varst þú og á hvaða árum? Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu?

Reykjum í Hrútafirði veturna 1975-6 og 1976-7. Reykur voru minn héraðsskólí.


Segðu frá undirbúningi fyrir skólavistina, kveðjum og brottför að heiman.

Tók 1 bekk utan skóla frá Hólmavikurskóla. Fyrir skólann voru keypt einhver ný föt. Nemendur fengu númer til að merkja föt si n með. Annan undirbúning man ég ekki.


Hvað tókst þú með þér í skólann (rúmfatnaður, kassettutæki, spil, gítar, bækur t.d.)?

Rúmfatnað, bækur, handavinnu, kassettutæki og kassettur og eflaust spil.


Hvað er þér helst minnisstætt frá fyrstu ferð þinni í skólann? Upplifðir þú eftirvæntingu eða kvíða?

Blanda af eftirvæntingu og kvíða. Man ekkert sérstakt frá ferðinni. Minnir að pabbi hafi keyrt mig.


Hve langt var skólaárið? Hvenær byrjaði það og hvenær endaði það? Hvenær voru frí?

Skólaárið var frá byrjun október og fram í miðjan maí. Eitt helgarfrí var í nóvember sennilega um miðjan mánuðinn og annað í febrúar um það bil mitt á milli jólafrí og páskafrí. Annars var kennt á laugardögum til að vinna upp septembermánuð.


Segðu frá skólalokum ár hvert og útskrift. Varstu fegin(n) að komast í burtu eða upplifðir þú eftirsjá eftir samfélaginu í skólanum?

Skólanum lauk með prófum. Útskrift með einkunnaafhendingu fór fram á sal. Ég gat ekki beðið eftir að komast heim að vori.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 9 - Tengsl við fjölskyldu og heimili

Lýstu samskiptum við fjölskyldu þína meðan á skólavist stóð. Hve mikil voru þau og á hvaða formi (símtöl t.d.)? Var eitthvað um heimsóknir að heiman eða heim?

Fyrri veturinn voru ekki heimsóknir sem ég man eftir. Símtöl voru einhver en ekki mörg. Seinna árið vorum við fleiri úr sveitinni sem áttum foreldra sem höfðu bíl og fórum því oftar heim eftir skóla á laugardegi. Minnir að það hafi verið 3- 4 aukafríhelgar.


Hvernig upplifðir þú aðskilnaðinn við heimili þitt og þína nánustu (heimþrá, söknuður t.d.)?

Man ekki beint eftir söknuði eða heimþrá. Leið ekki vel í skólanum og varð fyrir talsverðu einelti og vildi ekki vera þar seinni veturinn og bað um að fara í annan skóla en fékk ekki. Held að ég hafi bara tekið þessu eins og hverju öðru verkefni sem þurfti að klára.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 9 - Húsakynni og rými

Hvernig fannst þér húsakynni skólans vera svona almennt? Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt?

Gerði nú ekki miklar kröfur um húsnæði. Skólinn skiptist í 3 aðalhús, Gömlu vist þar sem var eldhús og matsalur, kennslustofur, a.m.k 1 kennaraíbúð og 3 heimavistargangar. Í því húsi var stúlknavist. Í Nýju vistinni var strákavist, á tveimur vistagöngum, kennslustofur og íbúðir kennara. Í þriðja húsinu var svo íþrótta- og hátíðasalur, búningsaðstaða fyrir íþróttir og sundlaug sem var þar við hliðina og kennaraibúð.


Lýstu skólastofunum þar sem þér var kennt í stórum dráttum (innanbúnaður t.d.).

Skólastofur voru venjulegar miðað við þennan tíma. Gömul borð og stólar alltaf raðað í 3 raðir minnir mig og 2 við hvert borð. Kennaraborð og græn kritartafla. Annað man ég ekki eftir að hafi verið þar inni nemá í eðlisfræði og handavinnustofu sem voru með lágmarks útbúnaði fyrir þau fög.


Hve margir voru saman í herbergi á heimavist. Hvað réði því með hverjum maður lenti? Hve lengi voru nemendur saman í herbergi (eitt skólaár t.d.)?

Oftast voru 2 á herbergi. Ég var þó á elstu vistinni og þar vorum við 3- 4 í herbergi. Held að það hafi verið ákveðið af skólastjórnendum hvernig var raðað í herbergin. Það var hægt að vera aftur í herbergi með sömu aðilum seinni vetur.


Segðu í aðalatriðum frá innanbúnaði í þínu herbergi. Hvernig var snyrtiaðstaðan t.d.?

Við vorum 4 í herbergi. Þar voru 2 kojur og að mig minnir 2 skrifborð. Einn fataskápur ca. meter X meter sem náði upp í loft. Sennilega 2 hillur efst og svo fatahengi og ca 20 cm djúpar hillur á innvegg og öðrum hliðarvegg. Hengi fyrir. Allt sem sett var i þessar hillur datt jafnóðum í hrúgu í botninn á skápnum. Salerni og sturta var frammi á gangi og einnig hengi fyrir útföt og skóhilla.


Var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fór það, ef svo var?

Það var venjuleg sætaskipan í kennslustofum, krakkarnir völdu sér sæti að hausti og svo var eitthvað um skiptingar seinna um veturinn en þá með leyfi kennara. Í matsal minnir mig að það hafi skapast svipaðar venjur. Vistina voru hins vegar alveg kynjaskiptar og eins setustofu. Kynin máttu ekki fara milli vista nema smátíma á laugardögum minnir mig.


Hvernig hagnýttu nemendur sér sameiginleg rými (setustofu t.d.)?

Setustofa á stúlknavist var eingöngu notuð til að horfa á sjónvarp minnir mig. Annað sameiginlegt rými var ekki til staðar. Seinni veturinn bilaði sjónvarpið á miðjum vetri og fengum við stelpurnar þá leyfi til að horfa á sjónvarpið með strákunum í setustofunni þar. Þangað til að einhverjar stelpur fóru að stunda það að stelast inn á herbergi, þá var það tekið af aftur og við sáum ekki sjónvarp meira þann veturinn.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 9 - Mötuneyti og þvottahús

Hvenær voru matar- og kaffitímar og hve langir?

Morgunmatur var eftir fyrstu kennslustund að morgni. Siðan hádegismatur, miðdegiskaffi og kvöldmatur í matsal. Matarkex og mjólk var boðið upp á á vistinni á kvöldin.


Nefndu gjarnan hvað var á boðstólum, hvers konar réttir og kaffibrauð, frá ólíkum máltíðum dagsins. Var boðið upp á eitthvað til hátíðabrigða, hvaða daga og í hverju fólst þessi tilbreyting? Hvernig fannst þér maturinn (góður, einhæfur t.d.) ? Hvaða máli skipti hann (gleðigjafi, ávísun á samveru t.d.)?

I morgunmat var hafragrautur og brauð, súrmjólk eða kornflex til skiptis. Í hádegismat var almennur sveitamaður og oftast alveg ágætur, þó maneg eftir hrossakjöti sem hafði greinilega verið saltað í tunnur eða fötur undan málningu og það var efnabragð í gegn. Í kaffitíma var mjólk eða djús, smurt brauð með einföldu áleggi og heima bakaðar kökur. Minnir að okkur hafi verið skammtað sætabrauð. Kvöldmaturinn var svo léttur, súpur, grautar, skyr eða pasta. Þar sem við fórum ekki heim um helgar var betri matur þá, og oft eftirréttir rojal búðingur eða annað sætt. Ekki var mikið um grænméti og ávexti.


Þurftu nemendur að vinna í mötuneyti eða borðsal, við ræstingar á skólahúsnæði eða önnur störf? Hversu oft og mikið?

Við skiptumst á að vinna í eldhúsi við frágang eftir hádegismatinn, tveir strákir og tvær stelpur í senn. Setja í og þurka úr uppþvottavél, þurka af borðum og sópa gólf í matsal. Gæti trúað að það hafí verið 3- 5 sinnum á ári. Þá misstum við af fyrsta tíma eftir matinn.


Var þvottahús í skólanum? Hvað var þvegið af nemendum og hve oft í mánuði ef svo var?

Minnir að það hafi verið hægt að setja þvott í þvottahúsið aðra hvora viku fyrri part vikunnar og sótt í lok vikunnar.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 9 - Skóladagurinn

Hve marga daga í viku var kennt og hve langur var skóladagurinn?

Kennt var 6 daga í viku frá klukkan 8 að morgni til milli 3 og 4 nema á laugardögum, þá var kennt ti hádegis.


Segðu frá bóklegri kennslu í stórum dráttum (námsgreinar, kennsluaðferðir t.d.).

Kenndar voru almennar gagnfræðaskóla greinar. Stærðfræði, íslenska, enska , danska, efna- og eðlisfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði og eflaust einhver fleiri fög


Hvaða verklegar greinar voru kenndar? Hvað er þér helst minnisstætt? Var verklega kennslan kynjabundin á einn eða annan hátt og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Íþróttir, sund og handavinna. Stelpur voru í saumum strákar í smíði. Íþróttatímar voru kynjaskiptir en sund ekki minnir mig. Einhver tilraunastofa var
í eðlisfræði en öðru man ég ekki eftir.


Fenguð þið einhverja aðra verklega þjálfun? Hverja ef svo var? Hvernig hefur þessi verklega kennsla eða þjálfun nýst þér í lífinu?

Einhver útikennsla var. Farið í langa gönguferð, skoðuð fjaran og ég man eftir kennslu í að mæla vegalengd og hæð fjalla með reikniformúlu. Einhver valnámskeið voru í stuttan tíma á hverju ári. Man að ég fór í smíði og eitthvað fleira.


Hvernig var leikfimi- og sundkennslu háttað (hvað var kennt, tæki t.d.). Var kennslan mismunandi eftir kynjum og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Sundkennsla var vikulega. Íþróttir voru kynjaskiptar og ég man eftir boltum, hringjum og hesti.


Hvað var helst gert í frímínútum? Var t.d. fótbolta- og körfuboltavöllur? Voru frímínútur skipulagðar eða alveg frjálsar? Hve langar voru þær og hve oft á dag?

Frímínútur voru frjálsar í útivist flesta daga. Einhver fótboltamörk voru úti á túni en körfuboltakarfa í íþróttasal. Einhverjir tímar voru frjálsir í sundlaug og á sal. Fastur útivistartími var daglega eftir að kennsu lauk.


Segðu frá heimanámi (reglur, ein[n] eða með öðrum, aðstoð, tímalengd t.d.).

Heimanámstimi var síðdegis dag hvern. Þá var skylda að vera inni á sínu herbergi og kennarar komu og fylgdust með og það var hægt að fá aðstoð ef þörf var á


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 9 - Hefðir

Hverjar voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati (heiti, stund, staður, hvað var gert t.d.).

Farin var löng gönguferð um nágrennið árlega, farið á byggðasafnið sem er á staðnum. Einnig man ég eftir einni rútuferðir á leiksýningu í nágranaskóla


Manst þú eftir bröndurum eða sögum um skólann, próf, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

Nei


Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekktist innan skólans (próf, húsakynni, yfirnáttúrulegar verur t.d.).

Man ekki eftir neinu til að segja frá


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 7 af 9 - Félagslíf

Í hverju fólst félagslíf í skólanum helst (viðburðir, skemmtanir, félög t.d.)? Hverjir skipulögðu félagslífið eða höfðu frumkvæði að því (nemendur, skólinn t.d.)? Hvernig var þátttakan (stelpur/strákar)?

Einhver diskótek voru yfir veturinn og einhverjar bíósyningar. Um 1 desember var hátíð með veislumat og balli. Þá komu gjarnan einhverjir sem höfðu verið í skólanum síðustu ár. Árshátíð var haldin að vori og þá sáu allir bekkir um skemmtiatriði og það var ball á eftir með hljómsveit. Held að flestir nemendur hafi farið eitthvað á svið. Seinni veturinn var starfandi skólahljómsveit sem spilaði að hlutá á diskótekum og á árshátíðinni.


Var hugsanlega litið á þátttöku nemenda sem félagslega þjálfun og því lögð áhersla á hana af hálfu skólans? Tóku kennarar þátt? Getur þú sagt frá þessu?

Held að það hafi ekki verið lagt mikið upp úr þeim þætti nema þá í tengslum við árshátíðina. Man ekki hvað mikið kennarar komu að æfingum en þó örugglega eitthvað.


Hvaða íþróttir voru helst stundaðar? Voru nemendur örvaðir til þátttöku? Voru haldnar keppnir innan skólans eða við aðra skóla?

Körfuboltakeppni á milli bekkja var á hverjum vetri bæðí í stelpu og strákaliðum. Allir árgangar áttu lið í keppninni. Eitthvað var sund æft og það voru keppnir milli skólá í nágrenninu. Árlega var stór hópur nemenda sem æfði undir stjórn iþróttakennarans fyrir stóra fimleikasýnigu eða keppni í Laugardalshöll, sem mig minnir að hafi unnið til verðlauna bæði árin og einhver fleiri ár.


Hvaða reglur giltu um neyslu áfengis og tóbaks? Var farið eftir þeim? Hvernig brást skólinn við brotum á þessum reglum? Þekktust sterkari efni og ef svo var hvaða?

Áfengi og tóbak var algjörlega bannað. Man samt eftir að hafa heyrt um einhver brot á reykingum en ekki alvarleg. Heyrði aldrei um áfengi og alls ekki sterkari efni.


Hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, giltu um heimavistina (svefntími, heimsóknir, eftirlit t.d.)?

Það var fastur háttatími og kennarar voru með eftirlit. Heimsóknir voru bannaðar milli kynja nema í stuttan tíma vikulega sem var vistarleyfi. Milli vista innan kvennalista var nokkuð frjálst á þeim tímum sem ekki var heimanámstími. Minnir samt að það hafi mátt læra með vinkonu þó hún væri ekki í sama herbergi.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 8 af 9 - Samskipti

Hvað er þér helst minnisstætt við starfsfólk skólans og samskipti þín við það (kennarar, starfsfólk í mötuneyti t.d.)?

Starfsfólk skólans var oftast hlýlegt og samskipti við það góð. Sumir starfsmenn eru þó minnisstæðari en aðrir og þá bæði fyrir að vera bestu kennararnir og ekki eins góðir.


Vera á heimavistarskóla hefur í för með sér mikil samskipti við aðra nemendur. Hvaða áhrif telur þú að þetta hafi haft á líf þitt bæði þá og til langframa?

Held að þar sem ég lenti í einelti (hét bara stríðni í þá daga) hafi dvöl mín þar ekki hafa haft góð áhrif á mig hvorki á þeim tíma eða til langframa.


Urðu til sterk vinasambönd? Hve lengi héldust þau sambönd, jafnvel til dagsins í dag?

Almennt er ég ekki viss um að það hafi orðið til mikið af vinasamböndum til langs tima fyrir utan það sem hefði orðið hvort sem var í sveitunum og nærumhverfi hvers og eins þó einhver. Ég hélt ekki sambandi við nema eina skólasystir sem ekki kom úr mínu nærumhverfi í sveitinni. Þó hefur orðið til kunningsskapur þegar ég hef átt samleið með skólafélögunum á seinni tímum.


Kanntu að segja frá samskiptum kynjanna (vinátta, kærustupör, kynlíf t.d.)?

Það var alltaf einhver kærustupör og einhver sambönd urðu til sem entust í einhvern tíma. Veit ekki hvaða framhald varð svo á því. Kynlíf veit ég ekkert um og það var allt reynt til að koma í veg fyrir svoleiðis samskipti með ströngum vistareglum.


Í heimavistarskólum hefur stundum verið talað um einstaklinga sem vilja ráða yfir öðrum nemendum (foringjar). Var um eitthvað slíkt að ræða í þínum skóla og hvernig lýsti það sér, ef svo var?

Man frekar eftir þeim sem spiluðu sig vinsæla á fyrstu dögum og allir voru svo búnir að fá leið á eftir smátíma.


Varst þú eða einhver sem þú vissir um fyrir einelti, niðurlægingu eða kynferðislegu áreiti? Vilt þú að segja frá þessu? Hvernig var tekið á slíkum málum, ef um þau var að ræða?

Lenti sjálf í einelti eða frekar útilokun og niðurlægingu. Man ekki eftir neinum aðgerðum og kvaraði ekki í kennara eða skólastjóra.


Hversu mikil tengsl eru á milli fyrrverandi skólafélaga? Er einhver vettvangur fyrir að hittast og hvernig hefur þátttakan verið?

Engin nema við fáa einstaklinga úr mínu nærumhverfi. Það hefur ekki verið hittingur eða neitt þannig formlegt. Held að það hafi samt verið haldnir einhverjir Reykjaskóladagar i tengslum við afmæli skólans, þar sem einhver hátíðadagskrá var.Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 9 af 9 - Heildstæð frásögn

Hér getur þú haft heildstæða frásögn fyrir alla spurningaskrána eftir eigin höfði, t.d. um venjulegan skóladag eða annað.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.