LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHeimavistarskóli, Héraðsskóli, Menntaskóli, Skólalíf
Ártal1975-1982
Spurningaskrá115 Minningar úr héraðsskólum

StaðurMenntaskólinn á Laugarvatni, Skógaskóli
ByggðaheitiLaugarvatn, Skógar
Sveitarfélag 1950A-Eyjafjallahreppur, Laugardalshreppur
Núv. sveitarfélagBláskógabyggð, Rangárþing eystra
SýslaÁrnessýsla, Rangárvallasýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1963

Nánari upplýsingar

Númer2017-1-17
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið10.11.2017/12.12.2017
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 9 - Haldið í héraðsskóla

Í hvaða héraðsskóla varst þú og á hvaða árum? Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu?

Nesjaskóla 1975-1977. Skógum 1978-1979. Laugarvatni 1980-1982. Fór í Nesjaskóla því það var sveitaskólinn okkar. Skógar vegna þess að margir fóru þangað úr minni heimabyggð. Laugarvatn vegna íþróttabrautar.m


Segðu frá undirbúningi fyrir skólavistina, kveðjum og brottför að heiman.

Man ekki svo mikið um það en fékk alltaf sendan pakka frá mömmu með allskonar góðgæti í og bréf með. Kveið fyrir að fara í Nesjaskóla en það lagaðist. Fór alltaf heim um helgar.


Hvað tókst þú með þér í skólann (rúmfatnaður, kassettutæki, spil, gítar, bækur t.d.)?

Gítar, rúmföt, kasettutæki, kúlu og kringlu. Var að æfa frjálsar.


Hvað er þér helst minnisstætt frá fyrstu ferð þinni í skólann? Upplifðir þú eftirvæntingu eða kvíða?

Ég upplifði spennu og kvíða að fara á Skóga en tilhlökkun á Laugarvatn. Var með bíl þar.


Hve langt var skólaárið? Hvenær byrjaði það og hvenær endaði það? Hvenær voru frí?

Byrjaði í byrjun október og endaði í lok apríl. Í Nesjaskóla voru alltaf helgarfrí. Á Skógum varð maður að fara aðra hverja helgi. Laugarvatni frjálst, en oft skóli a Laugardögum.


Segðu frá skólalokum ár hvert og útskrift. Varstu fegin(n) að komast í burtu eða upplifðir þú eftirsjá eftir samfélaginu í skólanum?

Fegin að komast heim frá Skógum. Faðir minn mikið veikur og ég þurfti að komast heim og sinna búinu. Söknuður að yfirgefa Laugarvatn sérstaklega seinni veturinn.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 9 - Tengsl við fjölskyldu og heimili

Lýstu samskiptum við fjölskyldu þína meðan á skólavist stóð. Hve mikil voru þau og á hvaða formi (símtöl t.d.)? Var eitthvað um heimsóknir að heiman eða heim?

Símtöl, pakkasendingar og bréf. Fór til frændfólks í Keflavík aðra hverja helgi á Skógum. Síðar til foreldra í Reykjavík eftir að faðir lagðist inn á spítala.


Hvernig upplifðir þú aðskilnaðinn við heimili þitt og þína nánustu (heimþrá, söknuður t.d.)?

Mig langaði oft heim frá Skógum. Saknaði dýranna. Á Laugarvatni var ég flutt í þéttbýli og var meira sama þó ég færi ekki heim. Orðin eldri og skemmti mér vel.fannst gott að koma heim um helgar úr Nesjaskóla og láta mömmu dekra við mig.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 9 - Húsakynni og rými

Hvernig fannst þér húsakynni skólans vera svona almennt? Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt?

Fín herbergi á Skógum en skrítið að það mátti Reykja inn á herbergjum. Krakkar frá 8-10 bekk. Á Laugarvatni var ég á heimavist einn vetur en svo leigðum við út í bæ 4 saman seinni veturinn. Í Nesjaskóla var ný heimavist og mjög flott herbergi.


Lýstu skólastofunum þar sem þér var kennt í stórum dráttum (innanbúnaður t.d.).

Nú bara stólar, borð, tafla og myndvarpi.2.


Hve margir voru saman í herbergi á heimavist. Hvað réði því með hverjum maður lenti? Hve lengi voru nemendur saman í herbergi (eitt skólaár t.d.)?

2 saman í báðum skólunum. Tilviljun fyrst en svo gat maður ráðið. Í Nesjaskóla mátti velja.


Segðu í aðalatriðum frá innanbúnaði í þínu herbergi. Hvernig var snyrtiaðstaðan t.d.?

Rúm , kojur og fataskápur. Skrifborð og stólar.


Var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fór það, ef svo var?

Ekki svo ég muni eftir því.


Hvernig hagnýttu nemendur sér sameiginleg rými (setustofu t.d.)?

Vel, mikið sungið, spilað spjallað ofl. Á Skógum var bannað að fara á milli stelpu og stráka vistar nema í vistar leyfi. Einhversstaðar varð fólk því að hittast. Á Laugarvatni var Smókur og þar héngu menn löngum stundum.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 9 - Mötuneyti og þvottahús

Hvenær voru matar- og kaffitímar og hve langir?

Morgunmatur, hádegismatur, þrjúkaffi, kvöldmatur og kvöldkaffi. Man ekki tímasetningarnar á þessu.


Nefndu gjarnan hvað var á boðstólum, hvers konar réttir og kaffibrauð, frá ólíkum máltíðum dagsins. Var boðið upp á eitthvað til hátíðabrigða, hvaða daga og í hverju fólst þessi tilbreyting? Hvernig fannst þér maturinn (góður, einhæfur t.d.) ? Hvaða máli skipti hann (gleðigjafi, ávísun á samveru t.d.)?

Þetta var bara svona heimilismatur, fiskur í hádeginu og kjöt meti á kvöldin. Smurt brau og sætabrauð í kaffinu. Matar kex og mjólk á kvöldin. Til spari kremkex. Fannst yfirleitt maturinn fínn, nema reykta Hrefnu kjötið. Hef ekki getað borðað hvalkjöt síðan. Því það var svo illa borðað og þá var það haft aftur og aftur.ja


Þurftu nemendur að vinna í mötuneyti eða borðsal, við ræstingar á skólahúsnæði eða önnur störf? Hversu oft og mikið?

Já þurrka af borðum og sópa. Dagur í senn minnir mig.held maður hafi alltaf teki þvott með sér heim


Var þvottahús í skólanum? Hvað var þvegið af nemendum og hve oft í mánuði ef svo var?

Held maður hafi alltaf tekið óhreina þvottin með sér um helgar.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 9 - Skóladagurinn

Hve marga daga í viku var kennt og hve langur var skóladagurinn?

8- 15-16. Stundum kennt á laugardögum.glósa


Segðu frá bóklegri kennslu í stórum dráttum (námsgreinar, kennsluaðferðir t.d.).

Glósa, skrifa eftir kennaranum, leysa verkefni.


Hvaða verklegar greinar voru kenndar? Hvað er þér helst minnisstætt? Var verklega kennslan kynjabundin á einn eða annan hátt og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Smíðar, myndmennt og saumar. Skipt í stelpur og stráka. Strákar lærðu smíði, stelpur sauma. Bæði myndmennt. Svo var heimilisfræði. Man ekki hvort það var fyrir bæði kynin.


Fenguð þið einhverja aðra verklega þjálfun? Hverja ef svo var? Hvernig hefur þessi verklega kennsla eða þjálfun nýst þér í lífinu?

Nei


Hvernig var leikfimi- og sundkennslu háttað (hvað var kennt, tæki t.d.). Var kennslan mismunandi eftir kynjum og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Sund var kennt í námskeiðum á sumrin í Nesjaskóla, en íþróttir Ú samkomuhúsinu Managarði. Sama fyrir stelpur og stráka. Á Skógum var bæði sundlaug og íþróttahús og hefðbundin kennsla. Á Laugarvatni var ég á íþróttabraut og því mikil íþróttakennsla, sund og meira segja farið til Siglufjarðar í viku á skíði.


Hvað var helst gert í frímínútum? Var t.d. fótbolta- og körfuboltavöllur? Voru frímínútur skipulagðar eða alveg frjálsar? Hve langar voru þær og hve oft á dag?

Hangið og kjaftað minnir mig. Stundum í íþróttum.


Segðu frá heimanámi (reglur, ein[n] eða með öðrum, aðstoð, tímalengd t.d.).

Heimanám án aðstoðar, man ekki eftir miklu heimanám


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 9 - Hefðir

Hverjar voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati (heiti, stund, staður, hvað var gert t.d.).
Manst þú eftir bröndurum eða sögum um skólann, próf, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?
Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekktist innan skólans (próf, húsakynni, yfirnáttúrulegar verur t.d.).

Draugagangur var víða talin vera.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 7 af 9 - Félagslíf

Í hverju fólst félagslíf í skólanum helst (viðburðir, skemmtanir, félög t.d.)? Hverjir skipulögðu félagslífið eða höfðu frumkvæði að því (nemendur, skólinn t.d.)? Hvernig var þátttakan (stelpur/strákar)?

Opin hús og skemmtanir þar sem voru flutt leikrit og sungið. Borðtennis, skák og spil. Allskonar klúbbar. Böll.


Var hugsanlega litið á þátttöku nemenda sem félagslega þjálfun og því lögð áhersla á hana af hálfu skólans? Tóku kennarar þátt? Getur þú sagt frá þessu?

Já trúlega. Já kennarar sem sáu um félagslífið.


Hvaða íþróttir voru helst stundaðar? Voru nemendur örvaðir til þátttöku? Voru haldnar keppnir innan skólans eða við aðra skóla?

Borðtennis, frjálsar, Fótbolti, Körfubolti, Handbolti ofl.


Hvaða reglur giltu um neyslu áfengis og tóbaks? Var farið eftir þeim? Hvernig brást skólinn við brotum á þessum reglum? Þekktust sterkari efni og ef svo var hvaða?

Eins og áður sagði
Nesjaskóla bannað
Skógar mátti reykja á herbergjum, áfengi bannað.
Laugarvatn mátti reykja i sérstökum Smoke, áfengi bannað.


Hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, giltu um heimavistina (svefntími, heimsóknir, eftirlit t.d.)?

Bara á Skógum sem var bannað að fara á milli vista, bannað í hinum á nóttinni læst klukkan 10 og fylgst með að ekki væri hávaði.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 8 af 9 - Samskipti

Hvað er þér helst minnisstætt við starfsfólk skólans og samskipti þín við það (kennarar, starfsfólk í mötuneyti t.d.)?
Vera á heimavistarskóla hefur í för með sér mikil samskipti við aðra nemendur. Hvaða áhrif telur þú að þetta hafi haft á líf þitt bæði þá og til langframa?

Aukinn félags þroski og félags lyndi. Lært að umbera aðra.


Urðu til sterk vinasambönd? Hve lengi héldust þau sambönd, jafnvel til dagsins í dag?

Já mjög sterk. Mörg ennþá til í. Dag.mikið um kærustupörin í öllum skólunum


Kanntu að segja frá samskiptum kynjanna (vinátta, kærustupör, kynlíf t.d.)?

Mikið um kærustupöri í öllum skólunum. Vissi um stelpur sem voru á pilluna allt niður i 8. Bekk þannig að kynlíf hlýtur að hafa verið inn í myndinni.


Í heimavistarskólum hefur stundum verið talað um einstaklinga sem vilja ráða yfir öðrum nemendum (foringjar). Var um eitthvað slíkt að ræða í þínum skóla og hvernig lýsti það sér, ef svo var?

Já í öllum skólunum. Held það hafi alltaf verið strákar. Töffararnir.


Varst þú eða einhver sem þú vissir um fyrir einelti, niðurlægingu eða kynferðislegu áreiti? Vilt þú að segja frá þessu? Hvernig var tekið á slíkum málum, ef um þau var að ræða?

Já veit um marga sem lentu í einelti m.a. Af kennurum og skólastjórnendum,


Hversu mikil tengsl eru á milli fyrrverandi skólafélaga? Er einhver vettvangur fyrir að hittast og hvernig hefur þátttakan verið?

Enginn hittingur, facebookgrúbbur í seinni tíð.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 9 af 9 - Heildstæð frásögn

Hér getur þú haft heildstæða frásögn fyrir alla spurningaskrána eftir eigin höfði, t.d. um venjulegan skóladag eða annað.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.