LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHeimavistarskóli, Héraðsskóli, Skólalíf
Ártal1992-1995
Spurningaskrá115 Minningar úr héraðsskólum

StaðurAlþýðuskólinn Eiðum
ByggðaheitiEiðar
Sveitarfélag 1950Eiðahreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaS-Múlasýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2017-1-12
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið10.11.2017/11.11.2017
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 9 - Haldið í héraðsskóla

Í hvaða héraðsskóla varst þú og á hvaða árum? Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu?

Ég var í Alþýðuskólanum á Eiðum 1992-1995.
Ólst upp á Borgarfirði eystra og þar var ekki 10.bekkur en við borgfirðingar fórum í Eiða til að klára grunnskólann og margir tóku svo fyrstu tvö árin í framhaldsskóla þar.


Segðu frá undirbúningi fyrir skólavistina, kveðjum og brottför að heiman.

Svo sem enginn sérstakur undirbúningur, á systur sem er árinu eldri en ég þannig að maður vissi af hennar sögum hvað maður var að fara út í. Svo pakkaði maður bara niður þvi nauðsynlegasta og svo var bara brunað af stað .
Í raun var maður búinn að bíða spenntur eftir þessum degi í mörg ár, og tilhlökkunin var mikil. Heima var maður búin að ákveða hverjum maður ætlaði að vera með í herbergi á Eiðum, við vorum 6 á sama aldri að fara í 10. bekk, fimm stelpur og einn strakur.


Hvað tókst þú með þér í skólann (rúmfatnaður, kassettutæki, spil, gítar, bækur t.d.)?

Sæng, kodda og rúmföt, skólagögn, spil, jú tók nú gítarinn þvi ég ætlaði að læra á hann......tókst samt aldrei að læra á gripinn :). Tók með ýmisspil, jú örugglega kasettutæki. man þetta samt ekki svo nákvæmlega....þvi maður líka smá týndi með sér dót eftir þröfum yfir veturinn.


Hvað er þér helst minnisstætt frá fyrstu ferð þinni í skólann? Upplifðir þú eftirvæntingu eða kvíða?

Ég hlakkaði bara til. Fannst það rosa plús að vera að fara þangað þar sem að það voru konur sem sáu um að þvo af manni fötin og elda ofan í mann þvi ég bjó hjá pabba og hafði þar af leiðandi þurft að sjá um þessa hluti sjálf í einhvern tíma.
Þetta var bara skemmtilegt,,,,,sennilega kveið manni samt fyrir þvi að vera busaður en það reyndist óþarfa kvíði.


Hve langt var skólaárið? Hvenær byrjaði það og hvenær endaði það? Hvenær voru frí?

Skólinn byrjaði að mig minnir mánaðarmót águst/sept og var fram í miðjann des, þa var farið í jólafrí og komi aftur í byrjun árs og fram í svona miðjann maí.
Við borgfirðinar fórum yfirleitt ekki heim um helgar nema þegar það komu langar helgar sem voru ein eða tvær á hvorri önn. Mesta stuðið var yfir helgarnar og manni langaði þar af leiðandi ekkert að fara heima. Endi mikið frelsi að vera laus undar vökulu auga foreldra :)


Segðu frá skólalokum ár hvert og útskrift. Varstu fegin(n) að komast í burtu eða upplifðir þú eftirsjá eftir samfélaginu í skólanum?

Ég var allt 10. bekkjar árið, fór svo i annann skóla haustið á eftir en saknaði Eiða það mikið að ég kom til baka í janúar. var svo þriðja arið mitt fram að kennaraverkfalli í febrúar 1995, fékk samt að koma til baka um vorið og taka prófin.
Að hluta til var maður alveg tiilbúinn að hætta þvi að hópurinn var farinn að tvístrast í aðra skóla sem og sumir fóru bara að vinna. Söknuður er enn til staðar þar sem þessi ár þarna í skólanum voru með þeim betri sem maður hefur lifað og enn í dag dreymir manni um timann á Eiðum.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 9 - Tengsl við fjölskyldu og heimili

Lýstu samskiptum við fjölskyldu þína meðan á skólavist stóð. Hve mikil voru þau og á hvaða formi (símtöl t.d.)? Var eitthvað um heimsóknir að heiman eða heim?

Ekki mikil samskipti enda var ég mjög sjálfstæð allt of ung. En auðvitað heyrði maður öðru hvoru í mömmu og pabba simleiðis. Man að mamma sendi öðru hvoru pakka. Pabbi kom endrum og eins í heimsókn.
Og eins og aður sagði þa fór maður heim þegar það voru langar helgar í skólanum sirka tvisvar yfir önn.


Hvernig upplifðir þú aðskilnaðinn við heimili þitt og þína nánustu (heimþrá, söknuður t.d.)?

Enginn söknuður, kannski líka sérstakar heimilisaðstæður hja mér. En líka vegna þess að mínir nánustu voru vinirnir sem allir voru þarna með manni.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 9 - Húsakynni og rými

Hvernig fannst þér húsakynni skólans vera svona almennt? Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt?

Húsakynnin voru góð. Fyrsta árið var ég a heimavist sem var sambyggð kennslustofuhlutanum og þótti það mjög gott þvi þa gat maður mætt á náttfötunum í tima snemma morguns. Auðvitað trúðum við þvi að reymt væri á vistinni og það gerði þetta allt meira spennandi. Eftir 10.bekk fór maður á eldir nema húsið sem var nýrr og stærri herbergi, einnig betri sturtu aðstaða en á gömlu vistinni. Matsalurinn var svo í þriðja húsinu i eldgömlu húsi sem samt var ekkert út á að setja. Það sem maður kvartaði mest yfir var reykingaraðstað nemenda :) við máttum reykja í pínu litlum ógeðskofa sem við kölluðm smókinn, stundum áttum við sófa þar inni og stundum ekki, mig minnir að kofinn hafi ekki verið upphitaður og hélt varla vatni og vind.


Lýstu skólastofunum þar sem þér var kennt í stórum dráttum (innanbúnaður t.d.).

Bara svona klassískar skólastofur þess tíma. Og þar sem maður kom úr pínu litlum sveitaskóla fannst manni allt voða fint og flott þarna. stórar og góðar stofur, flott tölvustofa, bókasafn og allur pakkinn.


Hve margir voru saman í herbergi á heimavist. Hvað réði því með hverjum maður lenti? Hve lengi voru nemendur saman í herbergi (eitt skólaár t.d.)?

Tveir saman í herberi, nema ég held að það hafi verið tvö þriggja manna herbergi. 10.bekkkjar árið voru stelpur á einni hæð og strákar á annarri. En þegar maður fór á eldri nema vistina var það blandað og þá máttu líka pör vera saman í herbergi. það var allur gangur á hvað menn voru lengi saman í herbergi og ég held að menn hafi bara soldið ráðið þessu sjálfur. Ef nemendur komu með ósk um herbergisfélaga var það virt. Þeir nemar sem komu þarna án þess að þekkja nokkurn lentu bara með einhverjum í herbergi. Svo þegar slettist upp á vinskapinn voru flutingar og menn skiptu við hvort annað, stundum var mikil dramatík :)


Segðu í aðalatriðum frá innanbúnaði í þínu herbergi. Hvernig var snyrtiaðstaðan t.d.?

Þetta var bara svona beisik. tvö rúm, skrifborð á milli rúma og tvískiptur fataskápur. það var vaskur í öllum herbergjum og svo salerni fram á gangi og sturta.


Var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fór það, ef svo var?

Ekki ákveðin sætaskipan í kennslustofum. En í matsal áttu menn sín sæti og það bara raðaðist snemma að hausti og helst meira og minna allann veturinn.


Hvernig hagnýttu nemendur sér sameiginleg rými (setustofu t.d.)?

Engin sérstök regla, meira bara svona almenn sátt um það hvernig þetta átti allt að vera. man ekki eftir árekstrum í þvi.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 9 - Mötuneyti og þvottahús

Hvenær voru matar- og kaffitímar og hve langir?

Þetta var allt voðalega heimilislegt, morgunnmatur eftir fyrstu kennslustund í hálftíma. Hádegismatur 12-13, kaffi 15.30-16, kvöldmatur 19-20 (minni mig) og svo kvöld kaffi um 22 sirka.


Nefndu gjarnan hvað var á boðstólum, hvers konar réttir og kaffibrauð, frá ólíkum máltíðum dagsins. Var boðið upp á eitthvað til hátíðabrigða, hvaða daga og í hverju fólst þessi tilbreyting? Hvernig fannst þér maturinn (góður, einhæfur t.d.) ? Hvaða máli skipti hann (gleðigjafi, ávísun á samveru t.d.)?

Það var þessi almenni heimilismatur. Svikinn hér var ekki vinsæll og töluðum við oft um að hann væri samansafn afganga siðustu daga hrært saman í eitt.
Á laugardagskvöldum voru pulsur og ís og það elskuðum við. Við vældum mikið um að fá hamborgara og þeir voru en mjööööög sjaldan.
Í hádeginu á laugardögum var Eiðabrauð, það var brauð hitað í ofni, annarsvegar með bökuðum baunum og osti eða skinku,osti og ananas og með þessu var notuð nott af kokteilsósu. Alltaf sparimatur á sunnudögum.
Alltaf bakkelsi með kaffinu, og í kvöldkaffi var matarkex og sæmundur í sparifötunum.
Mér fannst matuinn lang oftast góður og fjölbreyttur.


Þurftu nemendur að vinna í mötuneyti eða borðsal, við ræstingar á skólahúsnæði eða önnur störf? Hversu oft og mikið?

Við þurftum að taka að mig minnir eina eldhusvakt á önn, en man ekki eftir öðrum störfum sem við þurftum að vinna. þegar við vorum komin á eldir nema vistina þurftum við að þvo þvottinn okkar sjálf, þa pantaði maður sér tíma í þvottarhúsinu. jú svo auðvitað þrifum við herbergin okkar sjálf. og jú þurrkuðum af borðinu okkar eftir matinn


Var þvottahús í skólanum? Hvað var þvegið af nemendum og hve oft í mánuði ef svo var?

Ja það var þvottarhús, minnir að maður hafi skila þvottinum sínum einu sinni í viku.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 9 - Skóladagurinn

Hve marga daga í viku var kennt og hve langur var skóladagurinn?

kennt fimm daga vikunnar, mig minnir frá sirka 8 - 15 eða 16, misjafnt eftir stundatöflum hvers og eins. svo var boðið upp á stoð tima sem var valfrjálst að mæta í.


Segðu frá bóklegri kennslu í stórum dráttum (námsgreinar, kennsluaðferðir t.d.).

Held að þetta hafi nu bara verið svona almenn og venjuleg kennsla. Maður var svo sem ekki mikið með hausinn við námið þvi maður var þarna aðalega til þess að hafa gaman. En kennslan var fin og námsframboðið bara ótrulega mikið miða við smæð skólans. Boðið upp á allt þetta helsta.


Hvaða verklegar greinar voru kenndar? Hvað er þér helst minnisstætt? Var verklega kennslan kynjabundin á einn eða annan hátt og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Man eftir að hafa verið í smíði og fannst það gaman. En kannski líka bara af þvi að maður nennti síður að lesa í bók. Man ekki eftir öðrum verklegum greinum en mig minnir samt að það hafi verið saum líka an þess að vera viss.


Fenguð þið einhverja aðra verklega þjálfun? Hverja ef svo var? Hvernig hefur þessi verklega kennsla eða þjálfun nýst þér í lífinu?

Nei man nú ekki eftir þvi.


Hvernig var leikfimi- og sundkennslu háttað (hvað var kennt, tæki t.d.). Var kennslan mismunandi eftir kynjum og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Það var sund og leikfimi, og kynin voru saman í tímum. Ég var nu ekki mikil íþróttakona þannig að ég man minna eftir írþottum en annað og grunar að ég hafi skrópað eins oft og möguleiki gaft. En ég veit að þeir sem voru í íþrottum eiddu miklum tima í íþrottahusinu.
Einu sinni í mánuði var útihlaup.....ég mætti aldrei :)


Hvað var helst gert í frímínútum? Var t.d. fótbolta- og körfuboltavöllur? Voru frímínútur skipulagðar eða alveg frjálsar? Hve langar voru þær og hve oft á dag?

Menn voru bara að hanga...mikið spjallað og hlegið. man ekki hversu oft þær voru eða hversu margar þar sem maður ruglar eflastu frímínútum við eyður sem menn áttu í stundatöflunum sínum.
Á haustinn var hæðamót í fotbolta og þa voru buin til lið af hverri hæð og keppt. mikið stuð sem fylgdi hæðamóti.
Frímínútur voru alveg frjálsar


Segðu frá heimanámi (reglur, ein[n] eða með öðrum, aðstoð, tímalengd t.d.).

Var nu ekkert að eiða miklum tima í heimanám en fór einstaka sinnum í stoðtima og svo þegar maður var að vinna ða ritgerðum var maður í tölvustofunni, og yfirleitt tók ritgerðarsmíð mun lengri tima en þurfti þvi það var alltaf eitthvað um að vera í tölvustofunni , spjall og grín sem maður vildi taka þatt í.
Svo lærði maður inn á herbergi. ýmist einn eða með öðrum...en eins og ég sagði.....ég setti ekki mikinn tima í heimanám


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 9 - Hefðir

Hverjar voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati (heiti, stund, staður, hvað var gert t.d.).

FFFFuuuuuullllt af hefðum.
Hæðamót = fotboltamót í frímnútum að hausti.
Marsinn = árhátíð sem haldin var í mars
Barkinn = söngvakeppni
Kosningar = þar sem kosið var í hin ymsu stjórnir, ráð og embætti, man ekki hvenær skólaarsins það var.
Pulsur á laugardegi var hefð og ís í eftirmat, mjög klassískt í hugum Eiðanema á þeim tima sem ég var þarna.
Litlu ólympíuleikarnir = íþróttakeppni milli litlu framhaldsskólann á austurlandi, haldið í febrúar/mars
Skólaheimsókn í framhaldskólann á Laugum
Eiðabókin = gefin út að vori
Eiðapeysur = pantaðar um mitt ár
vistarflakk= stolist á milli vista eftir lokun
svo fátt eitt sé nefnt


Manst þú eftir bröndurum eða sögum um skólann, próf, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

Ó já ég man margar mjög góðar sögur, samt alveg spurning hvað maður á að þora að láta frá sér.

-Ein sem ég get endalaust helgið að.
Ég fór voðalega mikið í taugarnar á einum kennara og hann átti erfitt með að fela það. Ég var sennilega heldur ekkert að haga mer eins og ég átti að gera, hafði unun að þvi að gera grín að honum.
Einu sinni var hann að telja til að skipta í hópa, benti á nemanda og og gaf þeim númer.
1 -2-3-1-2-3-1 - leiðinleg-3....ég sem sé fékk ekki nr heldur bara að ég væri leiðinleg. Mig minnir að ég hafi bilast úr hlátir.
- Einn kennari hótaði að henda einum nemanda út í stafrófsröð, það þótti okkur mjöööööööög fyndið.
- Einu sinni höfðum ég og tveir aðrir vinir minir orðið veðurteppt þegar við fórum heim í dagsferð og misstum þvi að prófi. þurftum að taka prófið þegar við skiluðum okkur. vorum sett fram á gang með borð og stóða og látin taka prófin þar. Á sama tima var kennarinn að fara yfir próf hinn og þylja upp rétt svo, honum lág hátt rómurinn og við fengum ansi óeðlilega há einkunn á þessu prófi :)
-Dönskukennarinn neitaði að kenna mér og annarri stelpu og vorum við þvi senda í einkatíma til skólastjórans...held að hann hafi ekki kunnað neina dönsku þvi hann röflaði bara um einhverja klukku mest allann timann.Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekktist innan skólans (próf, húsakynni, yfirnáttúrulegar verur t.d.).

Á Eiðum var hálfidraugurinn.
Skólinn brann einhvern timann fyrir löngu og að mig minnir brann einhver inni. Svo var byggt við þann hluta sem slapp og nýja byggingin var ögn hærri þannig að maður fór upp þrjár tröppur þegar maður gekk eftir ganginum af gamlahluta yfir í þann nýrri. Sagan segir að stundum sæist nemandi ganga eftir gamla gangi og sást þar af leiðandi bara hálfur eða frá mitti þvi að neðri hlutinn væri fyrir neðan gólf.Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 7 af 9 - Félagslíf

Í hverju fólst félagslíf í skólanum helst (viðburðir, skemmtanir, félög t.d.)? Hverjir skipulögðu félagslífið eða höfðu frumkvæði að því (nemendur, skólinn t.d.)? Hvernig var þátttakan (stelpur/strákar)?

Félagslífið var mikið og gott og all flestir toki þatt. held að oftsat hafi nemendur sjálfir séð um þetta með aðstoð kennara. það voru allskyns íþrottakepnnir, sönvakeppnir, bingó, bío, árshátið, og bara allur fjandinn og mikil þáttaka flestra


Var hugsanlega litið á þátttöku nemenda sem félagslega þjálfun og því lögð áhersla á hana af hálfu skólans? Tóku kennarar þátt? Getur þú sagt frá þessu?

Man ekki eftir þvi að kennarar hafi tekið þa´tt....en ég man auðvitað ekki allt. Ég er ekki viss um að það hafi verið einhver markviss stefna að vera með félagslega þjálfun þvi að ef folk tók ekki þátt þa var enginn að agnúast út í það. sumir voru einrænir og hjengu bara inn á herbergjum og kennarar voru ekkert að skipta sér af þvi.
Ég held bara að sjálfsköpuð þörf af félagslífi hafi drifið okkur krakkana áfram. lífið var bara svo skemmtilegt


Hvaða íþróttir voru helst stundaðar? Voru nemendur örvaðir til þátttöku? Voru haldnar keppnir innan skólans eða við aðra skóla?

Nei nemendur voru ekki örvaðir til þáttöku nema bara af samnemendum sinum ef það vantaði í lið eða þess háttar. það var fótbolti, körubolti....uuuu og eflaust eitthvað fleira, en eins og ég sagði áðan þá var ég ekki mikil íþrottakona og kom mér alltaf frá öllu þessu tengdu. en ég veit að það voru keppnir utanskola sem og við aðra skóla.


Hvaða reglur giltu um neyslu áfengis og tóbaks? Var farið eftir þeim? Hvernig brást skólinn við brotum á þessum reglum? Þekktust sterkari efni og ef svo var hvaða?

Við máttum reykja í litla kofanum en hveri annarstaðar....menn voru nu samt stundum að stelast og einhver voru viðurlögin við þvi ef menn náðust....eflaust fengu menn fyrst ámenningu og svo hvert og eitt atvik metið.
Áfengisneysla var bönnuð innan veggja skólans og ef menn voru teknir við slíkt voru menn reknir í viku. En auðvitað fundu menn leiðir til þess að verða ekki nappaðir. En þó nokkrir voru reknir í viku á hverju ári vegna áfengisneysli.


Hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, giltu um heimavistina (svefntími, heimsóknir, eftirlit t.d.)?

Það var alltaf talið um miðnætti minni mig...eða hálf 12. vistin lokað alltaf kla eitthvað ákveðið, kannsi 22:30 á virkum dögum minni mig,....seinna um helgar.og eftir það mátti maður ekki fara ut...sem auðvitað var regla sem var marg brotin.
Heimsóknir voru leifðar fyrir lokun, ef maður ætlaði að fá næturgest var eitthvað ferli í kringum það, þurfti sérstakt leyfi og eitthvað.
það var einn kennari sem bar ábyrgð á hverri vist og bjuggu í séríbúð inn af vistinni


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 8 af 9 - Samskipti

Hvað er þér helst minnisstætt við starfsfólk skólans og samskipti þín við það (kennarar, starfsfólk í mötuneyti t.d.)?

Á heildina gott fólk sem ég skil ekki hvernig komst í gengun það að vera með yfir 100 kolvitlausa unglinga sem missti svolitið vitið í þvi frjálsræði sem fylgir þvi að hafa ekki mömmu og pabba nálægt.
- en auðvitað voru súr epli á milli. Þarna leyndust kennarar sem voru að snerta nemendur óviðeigandi og tala óviðeigandi til nemanda, og á þeim máum var ekki tekið ef nemandinn kvartaði. svolitið eins og samfélagið var í þá daga en samt svo rosalega sjúkt að ekkert hafi verið gert ef nemandi kvartaði.
man að mér fannst eldhuskellurnar algjör krútt og yndislegar konur, svona mömmukonur.


Vera á heimavistarskóla hefur í för með sér mikil samskipti við aðra nemendur. Hvaða áhrif telur þú að þetta hafi haft á líf þitt bæði þá og til langframa?

Mjög mikil áhrif. held að þetta tímabil se´það timabil sem ég hef mest lært á. Ég lærði mikið á sjálfa mig og lærði líka svo mikið á það að eiga samskipti við annað fólk. sem í fyrstu var mer ókunnugt en varð svo það mikilvægasta fólk í lífi mínu, og er í miklum tengslum við mjög margt að þessu fólki í dag. Mjög sérstök tengsl sem myndast sem enginn skilur sem ekki hefur verið í heimavistarskóla.


Urðu til sterk vinasambönd? Hve lengi héldust þau sambönd, jafnvel til dagsins í dag?

Eins og ég sagði í siðustu spurning þa urði til mjög sterk tengsl og einnig þau sérstökutengsl sem eru þannig að þo að maður hittir þetta fólk ekkki í mörg ár þá eru tengslin það sterk að það er alltaf eins og maður hafi hisst siðast í gær.


Kanntu að segja frá samskiptum kynjanna (vinátta, kærustupör, kynlíf t.d.)?

Á Eiðum urði til mörg pör sem sum eru enn hamingjusöm í dag. En það urði lika til mörg pör sem entust stutt og þvi oft mikil dramatik.


Í heimavistarskólum hefur stundum verið talað um einstaklinga sem vilja ráða yfir öðrum nemendum (foringjar). Var um eitthvað slíkt að ræða í þínum skóla og hvernig lýsti það sér, ef svo var?

Man ekki eftir þvi, en það voru margir minni hóparnsem mynduðust en man ekkert sérlega eftir foringjum.


Varst þú eða einhver sem þú vissir um fyrir einelti, niðurlægingu eða kynferðislegu áreiti? Vilt þú að segja frá þessu? Hvernig var tekið á slíkum málum, ef um þau var að ræða?

Var búin að nefna kynferðislegu áreitnina áðan.
Ég veit ekki til þess að einhver hafi v-orðið fyrir einelti en tel það sem alveg öruggt að það hafi verið, við upplifum hlutina á misjafnann hátt og ég hef heyrt sögur af fólk sem fannst Eiðavistin helvíti á jörð


Hversu mikil tengsl eru á milli fyrrverandi skólafélaga? Er einhver vettvangur fyrir að hittast og hvernig hefur þátttakan verið?

Já við hittumst alltaf af og til og það er alltaf jafn gaman. Við erum með Eiðastelpu grúbbu sem hittist annan hvern mánuð, og svo hafa verið tveir eða þrír hittingar með ágætri þátttöku.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 9 af 9 - Heildstæð frásögn

Hér getur þú haft heildstæða frásögn fyrir alla spurningaskrána eftir eigin höfði, t.d. um venjulegan skóladag eða annað.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.