LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


EfnisatriðiHeimavistarskóli, Héraðsskóli, Skólalíf
Ártal1965-1967
Spurningaskrá115 Minningar úr héraðsskólum

StaðurHéraðsskólinn í Reykholti
ByggðaheitiReykholtsdalur
Sveitarfélag 1950Reykholtsdalshreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaBorgarfjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1952

Nánari upplýsingar

Númer2017-1-10
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið10.11.2017/11.11.2017
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 9 - Haldið í héraðsskóla

Í hvaða héraðsskóla varst þú og á hvaða árum? Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu?

Reykholtsskóla 1965-1967 - bjó í sveit og hafði ekki aðgang að heimangönguskóla - heimavist var eini möguleikinn til skólagöngu.


Segðu frá undirbúningi fyrir skólavistina, kveðjum og brottför að heiman.

Það var svo sem ekkert sérstakt enda hafði ég verið í heimavist frá 9 ára aldri. Á þessum tíma var samt kominn bíll á heimilið ( tveim árum áður ) þannig að ég var keyrð í skólann af foreldrum mínum og þau fylgdu mér bæði. Minnist ekki neins sérstaks af þessu tilefni - enda var þetta bara það sem beið okkar allra sveitabarnanna ( ég á 3 elsri systkini ). Mér var þó sennilega uppálagt að vera dugleg að læra og haga mér vel. Ég átti sæmilega merkt t.d. handklæði vegna fyrri dvala á heimavist.


Hvað tókst þú með þér í skólann (rúmfatnaður, kassettutæki, spil, gítar, bækur t.d.)?

Sæng, kodda, rúmföt til skiptanna, handklæði og fatnað til daglegs brúks - skilyrði var að klæðast pilsi í tímum þannig að ég var sæmilega birg af bæði pilsum og sokkabuxum en sokkabuxur voru þá nýlega tikomnar og voru mikið frelsi frá bévítans sokkunum og mjaðmabeltunum. Á þwessum tíma held ég að hafdi ekki veroð til kassettutæki.


Hvað er þér helst minnisstætt frá fyrstu ferð þinni í skólann? Upplifðir þú eftirvæntingu eða kvíða?

Mikil tilhlökkun og spenningur. Mér hafði gengið mjög vel í barnaskóla og var nokkuð ánægð með mig.


Hve langt var skólaárið? Hvenær byrjaði það og hvenær endaði það? Hvenær voru frí?

Skólinnn byrjaði í byrjun október ef ég man rétt og stóð fram í ca. miðjan / lok maí. Það voru jólafrí og páskafrí og ef ég man rétt eitt helgarfrí fyrir jól og annað eftir jól.


Segðu frá skólalokum ár hvert og útskrift. Varstu fegin(n) að komast í burtu eða upplifðir þú eftirsjá eftir samfélaginu í skólanum?

Eftir fyrra árið var þetta fremur einfalt - því það var ljóst að ég kæmi aftur næsta vetur - var bara einhvernveginn eðlilegt og einfalt. Eftir seinna árið ( landspróf ) var einhvernveginn meiri áfanga náð og menntaskóli framundan þannig að það var allt öðruvísi - svona þáttaskil og stórt skref í átt að því að marka framtíðarstefnu - eldast - verða fullorðinn. Ákveðið öryggi fólst í að vinkona mín var að fara með mér í Menntaskólann á Akureyri næsta vetur - en ákveðinn söknuður því strákurinn sem ég var skotin í og hafði kelað svoldið við var bara að fara að vinna og ég vissi að leiðir okkar voru að skiljast varanlega.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Mér leið alltaf vel á heimavistarskólanum í Reykholti - varð ekki fyrir áreitni eða ofbeldi af neinu tagi. Stóð vel félagslega var sæmilega dugleg í námi og naut virðingar kennara og á einvörðungu fremur jákvæðar minningar þaðan. Tel ennþá til vina minna fólk sem ég kynntist á .þesssum árum - þá 13 og 14 ára gömul.Varð aldrei vör kynferðislegrar áreitni - en leikfimikennarinn virtiist kíkja óþarflega oft í búningsklefann / sturtuna eftir að tímum lauk - við hlógum að því. Kanski rétt að nefna að kennarar í skólanum lögðu áherslu á við foreldra mína að ég væri góður námsmaður og e.t.v. er það því að þakka að ég var send í menntaskóla - en veit svo sem ekki hvað réð úrslitum í því efnk en ég er af bændafólki komin en ekki menntamanna.Kafli 2 af 9 - Tengsl við fjölskyldu og heimili

Lýstu samskiptum við fjölskyldu þína meðan á skólavist stóð. Hve mikil voru þau og á hvaða formi (símtöl t.d.)? Var eitthvað um heimsóknir að heiman eða heim?

Fór heim í fyrirfram ákveðin helgarfrí einu sinni fyrir jól og einu sinni eftir jól - engin símtöl það ég man - enda engir alverlegir atburðir í fjölskyldunni á þessum tíma.Fór einnig heim í bæði jóla - og páskafrí.M innist ekki bréfaskrifta og á ekki bréf frá þessum tíma þó ég eigi bréf frá tímabilum bæði fyrir og eftir þennan tíma.


Hvernig upplifðir þú aðskilnaðinn við heimili þitt og þína nánustu (heimþrá, söknuður t.d.)?

Sem mjög eðlilegan - enda vön að vera á heimavist - átti auk þess 3 eldri systkini sem höfðu farið í heimavistarskóla og þetta var bara eðlilegt og ekkert til að gera veður út af.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 9 - Húsakynni og rými

Hvernig fannst þér húsakynni skólans vera svona almennt? Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt?

Var vön að deila herbergi með öðrum ( frá fyrri heimsvistardvölum) og einnig heimanfrá og fannst ekkert að því að deila herbergi með öðrum. Svo var fín innisundlaug og ekkert við húsakynni að athuga enda húsakynni allavega á þessum tíma og akröfurnar ekki miklar.


Lýstu skólastofunum þar sem þér var kennt í stórum dráttum (innanbúnaður t.d.).

æ svona venjuleg skólastofa með sætum í röðum og töflu og kennarapúlti


Hve margir voru saman í herbergi á heimavist. Hvað réði því með hverjum maður lenti? Hve lengi voru nemendur saman í herbergi (eitt skólaár t.d.)?

Við vorum 4 saman í herbergi - réðum engu með hverjum við lentum ( samt örugglega hægt að hafa áhrif á það ) en ég hafði engar óskir. Held að hafi verið raðað upp á nýtt á hverjun ári - bara svona tilviljunarkennt - varð allavega aldrei vör við annað,


Segðu í aðalatriðum frá innanbúnaði í þínu herbergi. Hvernig var snyrtiaðstaðan t.d.?

Æ svona tvö rúm með baki við sitt hvorn vegginn og svo lyfti maður upp bakinu og þá varð til efri koja og 4 rúm - eitt skrifborð undir glugganum - þ.e. við endann á rúmunum. Sameiginlegt klósett og sturta fyrir allan ganginn ( ca, 8 herbergi ) - sennilega vaskur á herberginu ( man það þó ekki vel ).


Var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fór það, ef svo var?

Varð aldrei vör við það.


Hvernig hagnýttu nemendur sér sameiginleg rými (setustofu t.d.)?

Man ekki eftir setustofu en það voru kvöldvökur í salnum og svo vorum við saman í sundi, gufu o.s.fvrv.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 9 - Mötuneyti og þvottahús

Hvenær voru matar- og kaffitímar og hve langir?

Morgunmatur, hádegrismatur, kaffi og kvöldmatur. Klukkan hvað man ég alls ekki - held þó að lika hafi verið kvöldhressing um kl 2200.


Nefndu gjarnan hvað var á boðstólum, hvers konar réttir og kaffibrauð, frá ólíkum máltíðum dagsins. Var boðið upp á eitthvað til hátíðabrigða, hvaða daga og í hverju fólst þessi tilbreyting? Hvernig fannst þér maturinn (góður, einhæfur t.d.) ? Hvaða máli skipti hann (gleðigjafi, ávísun á samveru t.d.)?

Almennur heimilismatur betri um helgar man ekki annað en það hafi verið venjulegur matur og ekki lakari en ég var vön heimannað - þó góðu vön. Við unnum í borðstofu/eldhúsi á ca, 4- 5 vikna frestk - lögðum á borð, skrældum kartöflur o.d.frv.


Þurftu nemendur að vinna í mötuneyti eða borðsal, við ræstingar á skólahúsnæði eða önnur störf? Hversu oft og mikið?

Tókum þátt í eldhúsverkum sbr, hér að ofan - man ekki eftir öðru - þó þurftum við kanski stundum að þrífa eitthvað - man það ekki vel.


Var þvottahús í skólanum? Hvað var þvegið af nemendum og hve oft í mánuði ef svo var?

Já maður setti bara í þvott og svo kom það - minnist ekki neinna vandamála,


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 9 - Skóladagurinn

Hve marga daga í viku var kennt og hve langur var skóladagurinn?

6 daga kennt til kl. ca 14 og til kl 12 á laugardögum síðan var heimanáamstími í ca klukkutíuma


Segðu frá bóklegri kennslu í stórum dráttum (námsgreinar, kennsluaðferðir t.d.).

enska, danska, íslenska, stærðfræði, náttúrufræði, saga og örugglega fleira, Kennri upp við töflu og fyrirlestur og nemendur teknir upp.


Hvaða verklegar greinar voru kenndar? Hvað er þér helst minnisstætt? Var verklega kennslan kynjabundin á einn eða annan hátt og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Handavinna fyrir stúlkur smíði fyrir stráka. Hræðileg handavinnukennsla- látnar sauma koddaver og föt algerlega úrelt snið.


Fenguð þið einhverja aðra verklega þjálfun? Hverja ef svo var? Hvernig hefur þessi verklega kennsla eða þjálfun nýst þér í lífinu?

Ekki það ég man.


Hvernig var leikfimi- og sundkennslu háttað (hvað var kennt, tæki t.d.). Var kennslan mismunandi eftir kynjum og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Sér leikfimi eftir kynjum - þ.e, stelpu og strákaleikfimi en sund sameiginlegt. Minnast ekki tækja í stelpuleikfimi - bara hopp, bolti o.þ.h.


Hvað var helst gert í frímínútum? Var t.d. fótbolta- og körfuboltavöllur? Voru frímínútur skipulagðar eða alveg frjálsar? Hve langar voru þær og hve oft á dag?

Hangs og daður frímínútur frjálsar. Man ekki tímasetningar.


Segðu frá heimanámi (reglur, ein[n] eða með öðrum, aðstoð, tímalengd t.d.).

Heimanámstími á hverjum degi a..m. k.virka daga með kennara klukkutími að mig minnir - til að gera stíla o.s.frv.og aðstoð tiltæk.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 9 - Hefðir

Hverjar voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati (heiti, stund, staður, hvað var gert t.d.).

Árshátíð með leikþáttum og dansi.
Böll með dansi.


Manst þú eftir bröndurum eða sögum um skólann, próf, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

Ó það er svo langt síðan


Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekktist innan skólans (próf, húsakynni, yfirnáttúrulegar verur t.d.).

Man ekki eftir neinu slíku- en minnir þó að hafi átt að vera draugur einhverstaðar kanski í sundlauginni,


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 7 af 9 - Félagslíf

Í hverju fólst félagslíf í skólanum helst (viðburðir, skemmtanir, félög t.d.)? Hverjir skipulögðu félagslífið eða höfðu frumkvæði að því (nemendur, skólinn t.d.)? Hvernig var þátttakan (stelpur/strákar)?

Það var skólastjórn/nemendaráð sem sá um skemtanir - kvöldvökur, árshátíð, böll o.s.frv. Man ekki betur en allir tækju þátt bæði strákar og stelpur. Síðan voru íþróttir, körfuboltalið og sundlið Auðvitð bara strákar í boltanum en bæði kyn í sundinu.


Var hugsanlega litið á þátttöku nemenda sem félagslega þjálfun og því lögð áhersla á hana af hálfu skólans? Tóku kennarar þátt? Getur þú sagt frá þessu?

Var of lítil/ung til að átta mig á þannigf hlutum - en þó var einhverskonar nemendaráð sem tók þátt í í stýra skemmtunum í samráði við stjórnendur,


Hvaða íþróttir voru helst stundaðar? Voru nemendur örvaðir til þátttöku? Voru haldnar keppnir innan skólans eða við aðra skóla?

Já sund og körfubolti þeir bestu hvattir til að taka þátt já keppnir við aðra skóla t. d. skóla á svæðinu t.d. Akrranes og Borgarnes.


Hvaða reglur giltu um neyslu áfengis og tóbaks? Var farið eftir þeim? Hvernig brást skólinn við brotum á þessum reglum? Þekktust sterkari efni og ef svo var hvaða?

Bannað að drekka áfengi en mátti reykja á tilteknu svæði með leyfi foreldra ef maður var yngri en 16 ára ( lögráða)


Hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, giltu um heimavistina (svefntími, heimsóknir, eftirlit t.d.)?

Ró eftir kl 22 dyrum þá læst engar heimsóknir nema að degi til vistarvörður á vistinni sem átti að passa upp á að allt væri í lagi.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 8 af 9 - Samskipti

Hvað er þér helst minnisstætt við starfsfólk skólans og samskipti þín við það (kennarar, starfsfólk í mötuneyti t.d.)?

Ekkert nema gott um það að segja enda var ég "góður" nemandi - dugleg að læra og fékk hvatningu til áframhaldandi náms frá skólastjóra og kennurum.Varð aftur á móti vitni að niðurlægjandi meðferð á nemendum sem stóðu sig verr og áttu erfitt með nám.


Vera á heimavistarskóla hefur í för með sér mikil samskipti við aðra nemendur. Hvaða áhrif telur þú að þetta hafi haft á líf þitt bæði þá og til langframa?

Einvörðungu góð áhrifd - þjálfaðist í samskiptum við allavega fólk.


Urðu til sterk vinasambönd? Hve lengi héldust þau sambönd, jafnvel til dagsins í dag?

Já á vini frá þessum tíuma.


Kanntu að segja frá samskiptum kynjanna (vinátta, kærustupör, kynlíf t.d.)?

Það var fullt af smáskotum og kærustupörum og ég veit um a.m.k. 2 pör sem urðu hjón - önnur ennþá gift en hin skilin eftir áratuga hjónaband. Það var nú ekki mikið svigrúm til kynlífs en það má alltaf finna smugu trúi ég.
Þarna kynntist ég minni æskuást.


Í heimavistarskólum hefur stundum verið talað um einstaklinga sem vilja ráða yfir öðrum nemendum (foringjar). Var um eitthvað slíkt að ræða í þínum skóla og hvernig lýsti það sér, ef svo var?

Man ekki eftir slíku.


Varst þú eða einhver sem þú vissir um fyrir einelti, niðurlægingu eða kynferðislegu áreiti? Vilt þú að segja frá þessu? Hvernig var tekið á slíkum málum, ef um þau var að ræða?

Ábyggilega einelti ekki síst af hálfu kennara - varð vitni að slíku reglulega - kennari sem stöðugt gerði lítið úr ákveðnum nemendum. Það var aldrei tekið á því. Varð aldrei vör við kynferðislegt ofbeldi en eins og fyrr segir þá kíkti leikfimikennarinn oft á okkur í sturtunni en við hlógum að því.


Hversu mikil tengsl eru á milli fyrrverandi skólafélaga? Er einhver vettvangur fyrir að hittast og hvernig hefur þátttakan verið?

Það eru haldin nemendamót á 5-10 ára fresri get ekki tjáð mig um þátttöku og á síðustu og verstu komin upp síða á Facebook.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 9 af 9 - Heildstæð frásögn

Hér getur þú haft heildstæða frásögn fyrir alla spurningaskrána eftir eigin höfði, t.d. um venjulegan skóladag eða annað.

Mikil kvöl að þurfa alltaf að vera í pilsi í tímum - kostaði nýja sokka á hverjum degi næstum. Á að öðru leiti góðar minningar frá þessum tíma.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.