LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


EfnisatriðiHeimavistarskóli, Héraðsskóli, Skólalíf
Ártal1979
Spurningaskrá115 Minningar úr héraðsskólum

StaðurHallormsstaðaskóli
ByggðaheitiSkógar
Sveitarfélag 1950Vallahreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaS-Múlasýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1962

Nánari upplýsingar

Númer2017-1-8
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið10.11.2017/10.11.2017
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 9 - Haldið í héraðsskóla

Í hvaða héraðsskóla varst þú og á hvaða árum? Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu?

Húsmæðraskólanum á Hallormsstað jan-maí 1979
Fór með vinkonu minni, þótti gaman að prófa, var ráðvillt um frekari menntun þá.


Segðu frá undirbúningi fyrir skólavistina, kveðjum og brottför að heiman.

Man að mamma hjálpaði mér að pakka. Fannst þetta smá ævintýri


Hvað tókst þú með þér í skólann (rúmfatnaður, kassettutæki, spil, gítar, bækur t.d.)?

Rúmföt, kassettutæki, einhverjar bækur, föt og fl.


Hvað er þér helst minnisstætt frá fyrstu ferð þinni í skólann? Upplifðir þú eftirvæntingu eða kvíða?

Spennandi ævintýri en líka kvíði. Fyrsta brottför að heiman.


Hve langt var skólaárið? Hvenær byrjaði það og hvenær endaði það? Hvenær voru frí?

Bara ein önn. Frá janúar - maí 1979. Fór heim í páskafrí


Segðu frá skólalokum ár hvert og útskrift. Varstu fegin(n) að komast í burtu eða upplifðir þú eftirsjá eftir samfélaginu í skólanum?

Eftirminnileg skólalok þar sem við stelpurnar allar gerðum uppreisn gegn stífri útivistarreglu og fórum í partý þar sem við drukkum stíft alla nóttina. Það var jú ekki hægt að reka okkur :)


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 9 - Tengsl við fjölskyldu og heimili

Lýstu samskiptum við fjölskyldu þína meðan á skólavist stóð. Hve mikil voru þau og á hvaða formi (símtöl t.d.)? Var eitthvað um heimsóknir að heiman eða heim?

Neibb. Man ekki eftir mikilli eftirsjá að heiman en skólastjórinn hringdi reyndar nokkrum sinnum í mömmu þegar ég var gífurlega óþekk og virti engar reglur. Tek fram að þarna var ég 16 ára.


Hvernig upplifðir þú aðskilnaðinn við heimili þitt og þína nánustu (heimþrá, söknuður t.d.)?

Spennt að fara en jú, upplifði heimþrá fyrstu dagana. Ætlaði meira að segja að strjúka heim. En það lagaðist fljótt!


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 9 - Húsakynni og rými

Hvernig fannst þér húsakynni skólans vera svona almennt? Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt?

Gamalt hús, fallegt. Ég heillaðist fljótt af húsinu. Man ekki eftir neinu neikvæðu um það beint.


Lýstu skólastofunum þar sem þér var kennt í stórum dráttum (innanbúnaður t.d.).

Venjuleg skólastofa fyrir bóklegu tímana. Verklegir tímar voru kenndir í eldhúsinu, þvottahúsinu, vefstofunni eða handavinnustofunni.


Hve margir voru saman í herbergi á heimavist. Hvað réði því með hverjum maður lenti? Hve lengi voru nemendur saman í herbergi (eitt skólaár t.d.)?

Við vorum 2-4 eftir stærð herbergis. Okkur var skipað saman í herbergi.


Segðu í aðalatriðum frá innanbúnaði í þínu herbergi. Hvernig var snyrtiaðstaðan t.d.?

Þrjú rúm, fataskápar, borð við gluggann. Baðherbergi frammi fyrir öll herbergin saman.


Var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fór það, ef svo var?

Ákveðin sætaskipan á máltíðum já, annars réðum við nokkurn veginn hvar við sátum.


Hvernig hagnýttu nemendur sér sameiginleg rými (setustofu t.d.)?

Við vorum aðallega í Kófinu (Smókur) en það var herbergi í kjallaranum iðulega stútfullt af reyk. Þar reyktum við, ( semsagt þær sem reyktu.) Annars var það Höllin (setustofan), matsalurinn, sjónvarpsherbergið eða bara í okkar herbergjum. Svo fórum við mikið í göngutúra í skóginum.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 9 - Mötuneyti og þvottahús

Hvenær voru matar- og kaffitímar og hve langir?

Morgunmatur 8-8.30 minnir mig.
Hressing um 10 leytið
Hádegismatur 12 - 12:30
Kaffitími kannski um 3 leytið, man ekki hversu langur.
Kvöldmatur kl 6 held ég, eða 6:30 og það var svona í hálftíma til fjörutíu mínútur
Kvöldkaffi kl 9 minnir mig


Nefndu gjarnan hvað var á boðstólum, hvers konar réttir og kaffibrauð, frá ólíkum máltíðum dagsins. Var boðið upp á eitthvað til hátíðabrigða, hvaða daga og í hverju fólst þessi tilbreyting? Hvernig fannst þér maturinn (góður, einhæfur t.d.) ? Hvaða máli skipti hann (gleðigjafi, ávísun á samveru t.d.)?

Við náttúrulega elduðum og bökuðum allt sjálfar. Þetta var jú húsmæðraskóli. Og þetta var svona týpískur íslenskur matur en matreiðslukennarinn var mjög að kenna okkur nýja matreiðslu. Þarna lærði ég að baka pizzu í fyrsta skipti. Vissi áður ekki einu sinni hvað það var! Þetta var náttúrulega 1978


Þurftu nemendur að vinna í mötuneyti eða borðsal, við ræstingar á skólahúsnæði eða önnur störf? Hversu oft og mikið?

Við ræstum og þrifum allt sem þurfti og stórhreingerningar. Við vorum svosem að læra það líka! Á laugardögum var allt tekið í gegn, vikuleg þrif og svo mánaðarleg þrif.


Var þvottahús í skólanum? Hvað var þvegið af nemendum og hve oft í mánuði ef svo var?

Við þvoðum af okkur sjálfar. Lærðum að vinna með klór og ýmis efni.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 9 - Skóladagurinn

Hve marga daga í viku var kennt og hve langur var skóladagurinn?

Frá 8:30 og fram til kl 15 held ég. Alla virka daga.


Segðu frá bóklegri kennslu í stórum dráttum (námsgreinar, kennsluaðferðir t.d.).

Matseðlagerð, næringarfræði, efnisfræði og siðfræði. Man ekki alveg meira.


Hvaða verklegar greinar voru kenndar? Hvað er þér helst minnisstætt? Var verklega kennslan kynjabundin á einn eða annan hátt og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Við lærðum að baka og elda. Alla handavinnu. Lærðum að vefa. Þurftum að gera ákveðin stykki til að setja í möppu. Og saumuðum á okkur föt. Fengum oft að skreppa inn á Egilsstaði og þar keyptum við okkur efni sem við saumuðum okkur föt úr.
Við vorum bara stelpur.


Fenguð þið einhverja aðra verklega þjálfun? Hverja ef svo var? Hvernig hefur þessi verklega kennsla eða þjálfun nýst þér í lífinu?

Hún hefur nýst mér svakalega vel. Ég hef alltaf prjónað mikið og eignaðist snemma saumavél. Hef saumað kjóla á stelpurnar mínar og heilu kápurnar á sjálfa mig. Eldhúskennslan hefur líka nýst mér vel og hef ég líka alltaf bakað og eldað mikið. Ég lærði svo mikið af svona gömlum aðferðum við þvott, lærði að lesa á allar merkingar og lærði allt um hreinsiefni. Ég myndi segja að þessi önn í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað hafi nýst mér mjög vel í lífinu


Hvernig var leikfimi- og sundkennslu háttað (hvað var kennt, tæki t.d.). Var kennslan mismunandi eftir kynjum og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Engin leikfimi, ekkert sund


Hvað var helst gert í frímínútum? Var t.d. fótbolta- og körfuboltavöllur? Voru frímínútur skipulagðar eða alveg frjálsar? Hve langar voru þær og hve oft á dag?

Engar frímínútur beint, þetta var allt öðruvísi en venjulegur skóli.


Segðu frá heimanámi (reglur, ein[n] eða með öðrum, aðstoð, tímalengd t.d.).

Ekkert heimanám


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 9 - Hefðir

Hverjar voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati (heiti, stund, staður, hvað var gert t.d.).

Það var Herrakvöld, við máttum bjóða strákum úr sveitinni eða frá Egilsstöðum. Þá elduðum við voða góðan mat. Svo var dansað. Pínu gamaldags!
Svo héldum við skemmtun og undirbjuggum öll skemmtiatriðin. Skólastýran bauð fólki úr sveitinni í það.
Seinast var Handavinnusýningin sem fór reyndar í loft upp vegna partýstandsins á okkur!
Þetta fór allt fram í skólanum.


Manst þú eftir bröndurum eða sögum um skólann, próf, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

Sko....við vorum hundleiðinlegar við suma kennarana en mjög góðar við aðra. Ég man svosem ekki nákvæm smáatriði.


Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekktist innan skólans (próf, húsakynni, yfirnáttúrulegar verur t.d.).

Það vissu allir að það var draugagangur á Hallormsstað, sérstaklega í Höllinni, sem var setustofan. Við lærðum fljótlega að vera ekki hræddar við meinta drauga :)


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 7 af 9 - Félagslíf

Í hverju fólst félagslíf í skólanum helst (viðburðir, skemmtanir, félög t.d.)? Hverjir skipulögðu félagslífið eða höfðu frumkvæði að því (nemendur, skólinn t.d.)? Hvernig var þátttakan (stelpur/strákar)?

Ég sagði frá einhverjum viðburðum hér áðan. Við vorum náttúrulega bara 13 stelpur og stofnuðum ekki mikil félög.


Var hugsanlega litið á þátttöku nemenda sem félagslega þjálfun og því lögð áhersla á hana af hálfu skólans? Tóku kennarar þátt? Getur þú sagt frá þessu?

Held að þeir viðburðir sem ég sagði frá hafi verið þjálfun, t.d. Herrakvöldið og maturinn og svo skemmtikvöldið þar sem við fluttum öll atriðin sjálfar.


Hvaða íþróttir voru helst stundaðar? Voru nemendur örvaðir til þátttöku? Voru haldnar keppnir innan skólans eða við aðra skóla?

Ekkert slíkt en við dönsuðum mikið.


Hvaða reglur giltu um neyslu áfengis og tóbaks? Var farið eftir þeim? Hvernig brást skólinn við brotum á þessum reglum? Þekktust sterkari efni og ef svo var hvaða?

Já, auðvitað var bannað að nota áfengi en samt vorum við nokkrar sem stálumst út á kvöldin og drukkum með strákunum í sveitinni vel gerðan landa. Fengum útivistarbönn og ég fékk nokkur slík og ballbann að auki. Við máttum nefnilega oft fara á böll í sveitinni ef við komum heim kl 1 en ég braut þetta nokkrum sinnum og uppskar ballbann.
Við máttum reykja í Kófinu, enginn amaðist við því.


Hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, giltu um heimavistina (svefntími, heimsóknir, eftirlit t.d.)?

Ákveðinn svefntími sem við virtum ekkert alltaf. Svo var ætlast til að við borðuðum matinn sem ég virti heldur ekki alltaf. Ég borða ekki fisk og hef aldrei gert. Skólastýran réði ekkert við mig þar svo ég komst bara upp með það.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 8 af 9 - Samskipti

Hvað er þér helst minnisstætt við starfsfólk skólans og samskipti þín við það (kennarar, starfsfólk í mötuneyti t.d.)?

Ég og skólastýran vorum ekki vinir, hún var líklega orðin leið á að díla við mig. Og mér leiddist vefnaðarkennarinn en kom vel saman við alla hina. Fannst matreiðslukennarinn sérstaklega skemmtileg og einnig handavinnukennarinn.
Allt voru þetta góðar konur sem gáfu okkur frábært nesti fyrir lífið.


Vera á heimavistarskóla hefur í för með sér mikil samskipti við aðra nemendur. Hvaða áhrif telur þú að þetta hafi haft á líf þitt bæði þá og til langframa?

Þetta var frábær tími. Sá besti sem ég man eftir. Við stelpurnar höfum haldið góðu sambandi síðan og hist nokkrum sinnum, á tugaafmælum og slíku. Ég hef bara góðar minningar um Hallormsstað.


Urðu til sterk vinasambönd? Hve lengi héldust þau sambönd, jafnvel til dagsins í dag?

Fyrst kannski, svo slitnuðu þau með tímanum. Fólk flytur og býr sér til annað líf. En við höfum hist á tugaafmælum, tvisvar sinnum á Hallormsstað, fengum skólann lánaðan. Gistum þar og borðuðum saman, skemmtum okkur. Það var mjög gaman.
Það leiðinlega er þó að tvær okkar eru dánar.


Kanntu að segja frá samskiptum kynjanna (vinátta, kærustupör, kynlíf t.d.)?

Bara í lokin mynduðust kærastasambönd við stráka í sveitinni. Ein okkar kynntist manni sínum síðasta kvöldið, þau bjuggu saman í mörg ár og eiga tvö börn. Hann féll fyrir borð á skipinu sínu árið 1986 og náðist því miður ekki aftur. Og þessi stelpa lést úr krabbameini fyrir þremur árum. Þetta er mjög sorglegt.


Í heimavistarskólum hefur stundum verið talað um einstaklinga sem vilja ráða yfir öðrum nemendum (foringjar). Var um eitthvað slíkt að ræða í þínum skóla og hvernig lýsti það sér, ef svo var?

Nei, við vorum allar svo samtaka. Skiptumst í smáklíkur en við virtum hvor aðra. Næstum allar.Varst þú eða einhver sem þú vissir um fyrir einelti, niðurlægingu eða kynferðislegu áreiti? Vilt þú að segja frá þessu? Hvernig var tekið á slíkum málum, ef um þau var að ræða?

Því miður var með okkur stelpa sem kom frá Reykjavík. Hún var þroskaskert og hafði hegðun sem fylgir því. Við vorum allar ungar stelpur sem höfðum ekki þroska til að umbera og skilja þessa fötlun og í rauninni var enginn sem útskýrði hana fyrir okkur. Við áttum bara að vera góðar við hana. Okkur fannst hún hins vegar óþolandi og lögðum hana í einelti. Það var ekki góð hugmynd hjá skólastýrunni að taka þessa vesalings stúlku inn beint inn í hóp af kolvitlausum stelpum. Ég sé mjög eftir hegðun minni við þessa stúlku.


Hversu mikil tengsl eru á milli fyrrverandi skólafélaga? Er einhver vettvangur fyrir að hittast og hvernig hefur þátttakan verið?

Höfum hist nokkrum sinnum, aldrei alveg allar en flestar.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 9 af 9 - Heildstæð frásögn

Hér getur þú haft heildstæða frásögn fyrir alla spurningaskrána eftir eigin höfði, t.d. um venjulegan skóladag eða annað.

Held að ég sé búin að koma þessu frá mér.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.