LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiSvipa

StaðurLitla-Háeyri
ByggðaheitiFlói
Sveitarfélag 1950Eyrarbakkahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Árborg
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland

GefandiHelga Guðjónsdóttir

Nánari upplýsingar

Númer2011-15-6
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð27 cm
EfniBambus, Leður, Silfur
TækniSilfursmíði

Lýsing

Silfurbúin svipa með áletruninni "Margrét" ígreyptu á endann á svipuskaftinu. Skaftið er úr ljósum bambus silfurklætt að venju á báðum endum en einnig í miðju. Leðurólin er fremur mjúk og í góðu ástandi og er 78 cm að lengd. Áfastur við svipuna var handskrifaður miði með að virðist rithönd Helgu Guðjónsdóttur. Þar segir: "20. maí 1975. Margrét mín Guðnadóttir átti þessa svipu, hún starfaði í mörg ár á Hæli í Gnúpverjahreppi hjá Gesti Einarssyni og Margréti Gísladóttur."

Munur úr búi Helgu Guðjónsdóttur á Litlu Háeyri. Hún hélt heimili með bræðrum sínum Sigurði og Jóni og bjó svo ein á Litlu Háeyri eftir fráfall þeirra. Helga var menntuð í garðyrkju, leiklist og klæðskerasaum. Hún stundaði nám í Kennaraskóla Íslands og vann sem handavinnukennari í Barnaskólanum á Eyrarbakka. Hún sat í stjórn ungmennafélags og leikfélags á Eyrarbakka í mörg ár. Helga var ógift og barnlaus.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2010 sem hér segir: Fornleifar 996, munir 6055, myndir í mannamyndaskrá 2771 og myndir í þjóðlífsmyndaskrá 3141.

 

Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp. Eftir er að yfirfara öll innfærð gögn en fullyrða má að villur séu fáar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.