LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiPlógur
MyndefniPlógur
TitillÓlafdalsplógur
Ártal1880-1920

StaðurHvanneyri, Ólafsdalur
ByggðaheitiAndakíll, Saurbær
Sveitarfélag 1950Andakílshreppur, Saurbæjarhreppur Dal.
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð, Dalabyggð
SýslaBorgarfjarðarsýsla, Dalasýsla
LandÍsland

GefandiBúnaðarfélag Íslands
NotandiTorfi Bjarnason 1838-1915

Nánari upplýsingar

Númer1063/1998-4-3
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniMálmur
TækniMálmsmíði

Lýsing

Jarðyrkjuverkfæri frá Ólafsdal, með evrópsku yfirbragði. Torfi Bjarnason frá Ólafsdal, gerði breytingar á evrópskum plógum svo þeir hentuðu betur til jarðvinnslu hér á landi um aldamótin 1900. Verkfærið var áður undir verndarvæng Búnaðarfélagi Íslands á þriðja og fjórða áratug 20. aldar en var tekið til varðveislu í Verkfærasafninu á Hvanneyri árið 1940 og síðar að eign Landbúnaðarsafnsins með tíð og tíma.  


Sýningartexti

Verkfærin frá Ólafsdal

Torfi Bjarnason stofnaði búnaðarskóla í Ólafsdal við Gilsfjörð árið 1880 og rak hann til ársins 1907. Torfi kenndi nemendum sínum að búa til og fara með ýmis verkfæri til jarðvinnslu og túnræktar. 

Flest voru verkfærin fyrir hest, eða 2-3 hesta til að draga hvert þeirra. Má segja að Torfi hafi kennt Íslendingum að nýta hestaflið. Kennslu-og þróunarstarf Torfa markar upphaf nútímatækni við túnrækt hérlendis. 

Hér má sjá jarðyrkjuverkfæri frá Ólafsdal. Þau eru flest með evrópsku yfirbragði. 

Hestarekan til moksturs og jarðvegsflutninga, forveri vélskóflu nútímans. 

Plógarnir eldri og yngri gerð; yngri gerðin var minni og liprari og þurfti minna dráttarafl. 

Lappaherfi að ógleymdum undirristuspaðanum, handverkfærinu, sem varð algengasta jarðyrkjuverkfærið frá Ólafsdal, og má segja að verið hafi séríslenskt ræktunaráhald. 

Kalla mátti að Torfi "byggi verkfærin í hendur nýrri öld og honum og áhrifum hans megi þakka mikið af því, sem á vannst um jarðyrkju hér á landi á fyrstu áratugum 20. aldarinnar". (Þorkell Jóhannesson 1942). 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.