LeitaVinsamlega sýnið biðlund
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiPlógur
MyndefniPlógur
TitillÓlafdalsplógur
Ártal1880-1920

StaðurHvanneyri, Ólafsdalur
ByggðaheitiAndakíll, Saurbær
Sveitarfélag 1950Andakílshreppur, Saurbæjarhreppur Dal.
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð, Dalabyggð
SýslaBorgarfjarðarsýsla, Dalasýsla
LandÍsland

GefandiBúnaðarfélag Íslands
NotandiTorfi Bjarnason 1838-1915

Nánari upplýsingar
Númer1063/1998-4-3
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniMálmur
TækniMálmsmíði

Lýsing

Jarðyrkjuverkfæri frá Ólafsdal, með evrópsku yfirbragði. Torfi Bjarnason frá Ólafsdal, gerði breytingar á evrópskum plógum svo þeir hentuðu betur til jarðvinnslu hér á landi um aldamótin 1900. Verkfærið var áður undir verndarvæng Búnaðarfélagi Íslands á þriðja og fjórða áratug 20. aldar en var tekið til varðveislu í Verkfærasafninu á Hvanneyri árið 1940 og síðar að eign Landbúnaðarsafnsins með tíð og tíma.  

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.