LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiGæludýr
Ártal1974-2017
Spurningaskrá124 Gæludýr

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1966

Nánari upplýsingar

Númer2016-1-593
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið21.12.2016/28.2.2017
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 8 - Skilgreining

Hvað er gæludýr í þínum huga? Er einhver munur á því hvernig menn skilgreina gæludýr í dag og áður fyrr? Hvaða munur ef svo er?

Gæludýr er dýr sem býr í híbýlum fólks.
Ég veit það ekki
Kafli 2 af 8 - Mitt gæludýr

Átt þú eða hefur þú átt gæludýr? Hvernig eða hvaða tegund? Hefur þú átt fleira en eitt gæludýr eða nokkur í einu? Ef svo er hve mörg og voru þau af sömu tegund eða mismunandi? Hvað kostar að eiga gæludýr?

já, ég á og hef átt gæludýr.
Ketti
já, ég á 4 ketti
ég hef ekki tekið saman kostnaðinn af þvíKafli 3 af 8 - Af hverju gæludýr?

Hvers vegna fékkst þú þér gæludýr (félagsskapur, útivist, vegna barna t.d.)? Hvað réð vali þínu (tegund, útlit, stærð t.d.)? Hvar og hvernig fékkst þú dýrið (frá vinum, í gæludýrabúð t.d.)? Undirbjóstu þig á einhvern hátt áður en þú tókst við dýrunu? Hvernig ef svo er?

við fengum okkur kött bæði okkar hjónanna vegna og vegna dóttur okkar
ég hef alltaf átt ketti og líkar best við þá
ég fékk fyrst kettlinga hjá fólki sem ég þekki, svo tók ég að mér kött sem var heimilislaus og hún átti kettling sem svo átti 3 kettlinga og við eigum þá fjölskyldu alla ennþá sex árum síðar.
ég átti flesta hluti fyrir ketti svo ég þurfti lítið að undirbúa það.Kafli 4 af 8 - Upplifun og reynsla

Hvernig er að vera með gæludýr? Hvað er jákvætt og hvað neikvætt? Passar einhver dýrið fyrir þig þegar þú getur það ekki og ef svo er hver? Passar þú gæludýr fyrir aðra? Hverja?

Það er yndislegt að hafa gæludýr, "kalt er kattlaust heimili" höfum við að orði á mínu heimili.
Það eina sem er neikvætt við það er þegar dýrin deyja, sérstaklega ef þau týnast eða slasast.
Já, systir mín passar kettina
Já, ég hef passað ketti fyrir systur mína og systurdóttur.
Kafli 5 af 8 - Umönnun

Hvernig aðlagar þú heimili þitt að þörfum gæludýrsins? Hver sér um að gefa því að borða, viðra það og þrífa búrið eða klósettkassann? Á dýrið ákveðinn stað eða svæði á heimilinu eða má það vera hvar sem er ef um þannig skepnu er að ræða (uppi í rúmi t.d.)?

Hér eiga kettirnir jafnmikið heima og mennirnir.
Við erum 3 manneskjur á heimilinu og við skiptumst yfirleitt á, en oftast gef ég þeim að borða og maðurinn minn þrífur kassann þeirra.
Já, þau eiga sína staði en þau mega líka vera alls staðar, nema uppi á borðum.
Kafli 6 af 8 - Nafngift

Hvað heita þau gæludýr sem þú hefur átt? Hvað réð vali þínu á nafni/nöfnum? Geta heimilisdýr haft gælunöfn? Nefndu dæmi ef svo er. Finnst þér að nöfn á gæludýrum hafi verið að breytast? Hvernig ef svo er?

Hnoðri, Snati, Snotra, Pensill, Mjása, Pjási, Skotta, Dúlla, Þór, Brandur, Rán.
Aldur minn og þeirra sem völdu nöfnin skiptu sennilega mestu.
já, örugglega en man ekki dæmi.
Veit það ekki.Kafli 7 af 8 - Veikindi og missir

Hefur þú upplifað að gæludýr þitt hafi orðið fyrir slysi, horfið eða dáið? Viltu segja frá þeirri reynslu? Hvað finnst þér að eigi að veita veiku eða slösuðu gæludýri mikla aðhlynningu (út frá fjárhagslegu-, tilfinningalegu eða praktísku sjónarmiði t.d.)? Hefur þú jarðað gæludýr? Hvar og hvernig ef svo er?


ég syrgi ennþá kisuna mína sem varð fyrir bíl fyrir utan húsið okkar 6. júní 2008, það var hræðileg reynsla, eins og í hin 3 skiptin sem kettirnir okkar hafa lent fyrir bíl. Einn þeirra lifði það þó af, en fótbrotnaði illa. Okkur fannst yndislegt að það var hægt að bjarga lífi hans og limum með skurðaðgerð og hann var á dýraspítala í 4 daga og við hjúkruðum honum í margar vikur eftir það. Hann hleypur um allt núna og við erum þakklát fyrir það.
já, ég hef jarðað nokkra ketti og kettlinga, því miður
Þeir voru jarðaðir í garðinum okkar í sérstökum grafreit.Kafli 8 af 8 - Staður og tímabil

Við hvaða stað/staði og tímabil miðast svar þitt?

nöfnin á köttunum eru frá 1974 - 2017, annað flest frá síðustu 2 áratugum.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.