LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiGæludýr
Ártal2006-2017
Spurningaskrá124 Gæludýr

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1994

Nánari upplýsingar

Númer2016-1-589
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið21.12.2016/25.2.2017
TækniStafræn ljósmyndun, Tölvuskrift

Ljósmynd af ketti fylgir.


Kafli 1 af 8 - Skilgreining

Hvað er gæludýr í þínum huga? Er einhver munur á því hvernig menn skilgreina gæludýr í dag og áður fyrr? Hvaða munur ef svo er?

Gæludýr er dýr sem einstaklingur eða hópur einstaklinga hefur umsjón með og leyfa að búa á heimili sínu. Gæludýr, ólíkt búdýrum, hefur þann eina tilgang á heimilinu að veita félagsskap, því er hægt einnig að skilgreina öll þau búdýr sem eru haldin stök án nota í fólksflutninga eða afurðasköpun sem gæludýr.
Þessi skilgreining á gæludýrinu er kominn af mjög nýlegum skilningi á sambandi manna og dýra, því þó að eflaust hafi hundar lengi verið haldnir til félagskaps þá er ólíklegt að flestir aðillar hefðu tekið að sér þannig dýr ef engin önnur not fengust af þeim. Til dæmis hafa hundar verið nýttir við smölun og varðgæslu. En þessi þörf fyrir iðju dýrsins, að það skapi einhver verðmæti fyrir heimilið er nánast alveg horfin í nútíma heiminum, þar sem félagskapur dýrsins séu nægileg verðmæti út af fyrir sig.Kafli 2 af 8 - Mitt gæludýr

Átt þú eða hefur þú átt gæludýr? Hvernig eða hvaða tegund? Hefur þú átt fleira en eitt gæludýr eða nokkur í einu? Ef svo er hve mörg og voru þau af sömu tegund eða mismunandi? Hvað kostar að eiga gæludýr?

ég hef átt 2 gæludýr, 1 hund (nú dauður) og 1 kött (nú lifandi).
Það var þó nokkuð árabil á milli dauða hundsins og viðtöku kattarins.
Ef dýrið þarf engin sérstök lyf eða neitt þannig kostar það um það bil 20 þúsund krónur á ári að halda kött, nokkuð meira með hund en ég því miður enginn gögn um það.Kafli 3 af 8 - Af hverju gæludýr?

Hvers vegna fékkst þú þér gæludýr (félagsskapur, útivist, vegna barna t.d.)? Hvað réð vali þínu (tegund, útlit, stærð t.d.)? Hvar og hvernig fékkst þú dýrið (frá vinum, í gæludýrabúð t.d.)? Undirbjóstu þig á einhvern hátt áður en þú tókst við dýrunu? Hvernig ef svo er?

hundurinn var fenginn að mér ófæddum, en köttinn bað ég um, því mér þykir afar vænt um ketti og læða frænku minnar hafði nýlega gotið kettlingum. Ég undirbjó mig ekkert sérstaklega undir móttöku dýrsins, en það þurfti einfaldlega að tryggja það að til væri fæða og staður til að skíta fyrir dýrið og að hann fengi frið til að venjast umhverfinu. Þá þurfti að koma með kettlinginn í heimsókn tvisvar áður en hægt var að taka hann alveg inn á heimilið svo hann gæti kynnst heimilinu en farið samt aftur í öryggi til móður sinnar meðan hann var ekki vanur því.Kafli 4 af 8 - Upplifun og reynsla

Hvernig er að vera með gæludýr? Hvað er jákvætt og hvað neikvætt? Passar einhver dýrið fyrir þig þegar þú getur það ekki og ef svo er hver? Passar þú gæludýr fyrir aðra? Hverja?

Það er afar ljúft að hafa kött, sérstaklega ef hann er persónuleikamikill, þá gefur hann mikla skemmtun.
En afar neikvætt getur verið þegar þeir gera óhljóð á kvöldin eða krefjast þess að vera hleypt inn og út úr húsinu. Einnig er leiðinlegt þegar dýrin gera þarfir sínar í húsinu og þó að auðvelt hafi reynst að venja köttinn minn á að gera þarfir sínar í kassanum eða úti þá hefur hann átt það til að gubba inni.
Íbúðinn sem ég er í núna leyfir ekki dýrahald, svo kötturinn er eftir hjá móður minni sem passar hann fyrir mig.Kafli 5 af 8 - Umönnun

Hvernig aðlagar þú heimili þitt að þörfum gæludýrsins? Hver sér um að gefa því að borða, viðra það og þrífa búrið eða klósettkassann? Á dýrið ákveðinn stað eða svæði á heimilinu eða má það vera hvar sem er ef um þannig skepnu er að ræða (uppi í rúmi t.d.)?

Kafli 6 af 8 - Nafngift

Hvað heita þau gæludýr sem þú hefur átt? Hvað réð vali þínu á nafni/nöfnum? Geta heimilisdýr haft gælunöfn? Nefndu dæmi ef svo er. Finnst þér að nöfn á gæludýrum hafi verið að breytast? Hvernig ef svo er?

Bruce Lee Ívarson (það þurfti einhverra hlutavegna að gefa fullt nafn hjá dýralækninum) nafn kattarins.
Hera Nafn hundsinsKafli 7 af 8 - Veikindi og missir

Hefur þú upplifað að gæludýr þitt hafi orðið fyrir slysi, horfið eða dáið? Viltu segja frá þeirri reynslu? Hvað finnst þér að eigi að veita veiku eða slösuðu gæludýri mikla aðhlynningu (út frá fjárhagslegu-, tilfinningalegu eða praktísku sjónarmiði t.d.)? Hefur þú jarðað gæludýr? Hvar og hvernig ef svo er?

Kafli 8 af 8 - Staður og tímabil

Við hvaða stað/staði og tímabil miðast svar þitt?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.