LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiGæludýr
Ártal1997-2017
Spurningaskrá124 Gæludýr

ByggðaheitiHöfuðborgarsvæði
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2016-1-587
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið21.12.2016/22.2.2017
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 8 - Skilgreining

Hvað er gæludýr í þínum huga? Er einhver munur á því hvernig menn skilgreina gæludýr í dag og áður fyrr? Hvaða munur ef svo er?

Gæludýr er það dýr sem að þú sinnir daglega og þykir vænt um. Gæludýr búa gjarnan á heimilum fólks.
Mér þykir munur á skilgreiningu gæludýra í dag og fyrr. Í dag eru Gæludýr mun nánari fjölskyldunni og sjaldnar fengin inn á heimilið í þeim tilgangi að þau þjóni fjölskyldunni á ákveðinn hátt. Líkt og sem smalahundur, varðhundur, vinnuhundur eða sýningarhundur. í dag eiga flestir dýr sér til ánægju, sem félaga og kúrudýr eru algeng.Kafli 2 af 8 - Mitt gæludýr

Átt þú eða hefur þú átt gæludýr? Hvernig eða hvaða tegund? Hefur þú átt fleira en eitt gæludýr eða nokkur í einu? Ef svo er hve mörg og voru þau af sömu tegund eða mismunandi? Hvað kostar að eiga gæludýr?

Já, á 2 ketti, 1 hund og 3 hesta.
Hef átt fleiri kisur í gegnum tíðina, einn hest í viðbót og hund. Þau dóu öll af náttúrulegum ástæðum eða svæfð vegna veikinda/slyss.

Í heild hef ég átt 2 íslenska fjárhunda, 5 ketti, 4 hesta, 1 gæs, 2 æðakollur, 2 andarunga, 5 gullfiska.
Já hef átt ketti, hund og hesta á sama tíma. Fuglana átti ég á sama tíma og kisurnar og hundinn. En sleppti þeim svo út í sveit þegar þeir höfðu jafnað sig (fuglunum).
Í 1 ár átti ég 2 íslensku fjárhundana á sama tíma, þar til tíkin mín þurfti að fara.
Hef mest átt 9 dýr í einu ef að talið er 4 hestar, 2 hundar, 2 kisur, 1 andarungi.

Að eiga hund kostar 12 þús í mínu bæjarfélagi á ári í hundaeftirlitsgjöldin.
Skoðun 1* á ári ca 15 þús
Maturinn er 18.000 krónur á ca 5 vikna fresti. = 162 þús á ári
Lyf : 20.000 krónur á ári ca
=209.000 krónur

Start kostnaður
Búnaður fyrir hundinn : Búr : 15.000, beisli, taumur og hálsól : 20.000 Pokar: 890
Sprautur og skoðun : 15 þús
Örmerking : 10.000 kr.
Dót, afþreying, dallar, nammi : 15.000
=75.890 krónur í byrjunar kostnað ef ekkert aukalega er keypt.

Ég á hund sem er langveikur, hann er því miklu miklu dýrari í rekstri, líklega um 500 - 1 milj á ári.Kafli 3 af 8 - Af hverju gæludýr?

Hvers vegna fékkst þú þér gæludýr (félagsskapur, útivist, vegna barna t.d.)? Hvað réð vali þínu (tegund, útlit, stærð t.d.)? Hvar og hvernig fékkst þú dýrið (frá vinum, í gæludýrabúð t.d.)? Undirbjóstu þig á einhvern hátt áður en þú tókst við dýrunu? Hvernig ef svo er?

Því það er ekkert dásamlegra en dýrin. Hundar og kettir eru einstaklega loving.
Tegund : fékk minn gefins.
Kyn : fékk ekki að ráða
útlit : hann var svo viðkunnalegur og elskulegur
Stærð : ég hef ekki áhuga á litlum hundum, mér þykir þeir svoldið leiðinlega frekir og leiðinlegt frekju og stress yfirráða gelt oft á tíðum.

Fékk minn hund frá ættingja sem átti rakkann.

Undirbúningur.
Keypti allt sem þurfti fyrir litla krílið. Var búin að ákveða hvaða námskeið hann færi á og hvenær og var búin að spurja hvenær ég mætti fara með hann á námskeið.
Hefði viljað að ég hefði farið á undirbúningsnámskeið hvolpa.Kafli 4 af 8 - Upplifun og reynsla

Hvernig er að vera með gæludýr? Hvað er jákvætt og hvað neikvætt? Passar einhver dýrið fyrir þig þegar þú getur það ekki og ef svo er hver? Passar þú gæludýr fyrir aðra? Hverja?

Jákvætt: Þau elska þig miklu meira en nokkur mun nokkurn tíman elska þig. Þau sýna sína ástúð ávallt. Þau eru yndisleg á allan hátt. Oft bara misskilin og fólk veit ekki hvernig á að koma fram við dýr.

Neikvætt: Erfitt að fá góða pössun fyrir dýrin. Þegar þú átt dýr með vandamál er það mjög þreytandi að vinna í vandamálunum.

Pössun: Fjölskyldan mín passar hundinn minn ávallt þegar ég þarf á að halda.

Ég passa ekki gæludýr fyrir aðra þar sem hundurinn minn myndi ekki þola álagið. Það kæmi mjög svo niður á honum. Ég passa þó föður hans af og til fyrir frænda minn, og það gengur vel.Kafli 5 af 8 - Umönnun

Hvernig aðlagar þú heimili þitt að þörfum gæludýrsins? Hver sér um að gefa því að borða, viðra það og þrífa búrið eða klósettkassann? Á dýrið ákveðinn stað eða svæði á heimilinu eða má það vera hvar sem er ef um þannig skepnu er að ræða (uppi í rúmi t.d.)?

Hundurinn minn er með dótið sitt út um allt hús eins og hann vill. Hann sefur inn í herbergi í búrinu opnu, dýnunni sinni á gólfinu eða hundapúðanum sínum á gólfinu eða uppi í rúmi. Hann ræður því sjálfur en má ekki fara upp í sófa.
Ég og mamma gefum honum að borða. Ég viðra hann og þríf eftir hann.
Kafli 6 af 8 - Nafngift

Hvað heita þau gæludýr sem þú hefur átt? Hvað réð vali þínu á nafni/nöfnum? Geta heimilisdýr haft gælunöfn? Nefndu dæmi ef svo er. Finnst þér að nöfn á gæludýrum hafi verið að breytast? Hvernig ef svo er?

Kafli 7 af 8 - Veikindi og missir

Hefur þú upplifað að gæludýr þitt hafi orðið fyrir slysi, horfið eða dáið? Viltu segja frá þeirri reynslu? Hvað finnst þér að eigi að veita veiku eða slösuðu gæludýri mikla aðhlynningu (út frá fjárhagslegu-, tilfinningalegu eða praktísku sjónarmiði t.d.)? Hefur þú jarðað gæludýr? Hvar og hvernig ef svo er?

Já, ég hef átt 1 kisu sem lenti í bílslysi, 1 kisan hvarf, Rakkinn minn meiddi sig á reiðhjóli og mörg þeirra eru dáin í dag.
Að missa dýr er hrikalega erfitt og vanmetið hversu erfitt það er fyrir einstaklinga sem að elska dýrin sín og líta á dýrin sín sem fjölskyldumeðlimi, líkt og ég geri. Sársaukinn við að missa besta vin þinn sem elskar þig af öllu sínu hjarta og veitir þér gleði og ástúð á hverjum degi er mjög mikill. Mörgum þykir það rangt eða slæmt að líkja dýrunum við börn. En hundurinn minn og kisan mín eru það besta sem ég á og þau eru án efa börnin mín fyrir mér. Ég sé um allar þeirra þarfir líkt og fólk með börn. Þau eru ómálga greyin og þurfa því öðruvísi aðstoð. Það er ömurlegt að fólk sýni ekki meiri skilning við veikindum og andláti dýra. Í allmörgum tilfellum eru dýrin okkur afskaplega kær.

Mér myndi persónulega borga aleiguna til að halda mínum dýrum á lífi og þætti það einungis eðlilegt og ekki til að tala um. Líkt og fólk gerir þegar farið er á spítalann með stórslasaðan einstakling. Það er ekki spurt ,,Eigum við að bjarga þessum, höfum við efni á því '' ?

Hef jarðað a.m.k 4 gæludýr mér mjög kær.
Flest heima í garðinum en tíkin okkar jörðuðum við upp í bústað.Kafli 8 af 8 - Staður og tímabil

Við hvaða stað/staði og tímabil miðast svar þitt?

Höfuðborgarsvæðið.
Frá 5 ára aldri til fullorðinsára, í dag.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.