LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiGæludýr
Ártal2010-2017
Spurningaskrá124 Gæludýr

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1990

Nánari upplýsingar

Númer2016-1-586
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið21.12.2016/21.2.2017
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 8 - Skilgreining

Hvað er gæludýr í þínum huga? Er einhver munur á því hvernig menn skilgreina gæludýr í dag og áður fyrr? Hvaða munur ef svo er?

Dýr sem býr inni á heimili fólks, í umsjá heimilisfólks. Eigendur gæludýrs bera væntumþykju til dýrsins og hugsa um það af bestu getu.Kafli 2 af 8 - Mitt gæludýr

Átt þú eða hefur þú átt gæludýr? Hvernig eða hvaða tegund? Hefur þú átt fleira en eitt gæludýr eða nokkur í einu? Ef svo er hve mörg og voru þau af sömu tegund eða mismunandi? Hvað kostar að eiga gæludýr?

Já ég á gæludýr. Hund af tegundinni Ástralskur Silky Terrier.
Hef átt frosk og fiska.
Það er kostnaðarsamt að eiga hund, hvað varðar dýralæknakostnað.Kafli 3 af 8 - Af hverju gæludýr?

Hvers vegna fékkst þú þér gæludýr (félagsskapur, útivist, vegna barna t.d.)? Hvað réð vali þínu (tegund, útlit, stærð t.d.)? Hvar og hvernig fékkst þú dýrið (frá vinum, í gæludýrabúð t.d.)? Undirbjóstu þig á einhvern hátt áður en þú tókst við dýrunu? Hvernig ef svo er?

Mikill áhugi á dýrum, séstaklega hundum. Tegundval var vegna gots hjá tík, sömu tegundar, innan fjölskyldunnar. Einnig vegna ofnæmis fjölskyldumeðlima....-tegundin er ofnæmisfrí.
Fékk dýrið gefins frá ömmu minni.
Já smá, las hundabók.Kafli 4 af 8 - Upplifun og reynsla

Hvernig er að vera með gæludýr? Hvað er jákvætt og hvað neikvætt? Passar einhver dýrið fyrir þig þegar þú getur það ekki og ef svo er hver? Passar þú gæludýr fyrir aðra? Hverja?

Mjög skemmtilegt og gefandi.
Jákvætt: félagsskapur, ást, umhirða, gleði hundsins, krúttleiki hundsins. Neikvætt: erfitt að finna húsnæði sem leyfir hund, bindandi: þarf að skipuleggja tíma sinn í kringum hundinn - koma heim í hádegi til að sinna hundinum, heftir útlandaferðir, nám í útlöndum.Kafli 5 af 8 - Umönnun

Hvernig aðlagar þú heimili þitt að þörfum gæludýrsins? Hver sér um að gefa því að borða, viðra það og þrífa búrið eða klósettkassann? Á dýrið ákveðinn stað eða svæði á heimilinu eða má það vera hvar sem er ef um þannig skepnu er að ræða (uppi í rúmi t.d.)?

Allt basically snýst um hundinn, heimilið aðlagast þörfum hundsins.
Ég gef hundinum að borða og sé um allt annað, treysti öðrum minna til þess.
Hundurinn má vera hvar sem er, nema í eldhúsi. Hundurinn gengur lausum hala innanhúss, er aldrei í búri eða á afmörkuðu svæði.Kafli 6 af 8 - Nafngift

Hvað heita þau gæludýr sem þú hefur átt? Hvað réð vali þínu á nafni/nöfnum? Geta heimilisdýr haft gælunöfn? Nefndu dæmi ef svo er. Finnst þér að nöfn á gæludýrum hafi verið að breytast? Hvernig ef svo er?

Væmin nöfn. Aðrir fjölskyldumeðlimir völdu nafnið.
Hundurinn hefur mörg gælunöfn: baby, litli rass, ástinKafli 7 af 8 - Veikindi og missir

Hefur þú upplifað að gæludýr þitt hafi orðið fyrir slysi, horfið eða dáið? Viltu segja frá þeirri reynslu? Hvað finnst þér að eigi að veita veiku eða slösuðu gæludýri mikla aðhlynningu (út frá fjárhagslegu-, tilfinningalegu eða praktísku sjónarmiði t.d.)? Hefur þú jarðað gæludýr? Hvar og hvernig ef svo er?

Nei.
Það á að veita alla mögulega aðhlynningu, svo fremi sem dýrið sé kki kvalið, fjárhagslegt skiptir mig engu máli.
Já hef jarðað fiska, útí garði.Kafli 8 af 8 - Staður og tímabil

Við hvaða stað/staði og tímabil miðast svar þitt?

Ísland, nútíðin...febrúar 2017.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.