LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiGæludýr
Ártal2000-2017
Spurningaskrá124 Gæludýr

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1994

Nánari upplýsingar

Númer2016-1-582
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið21.12.2016/18.2.2017
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 8 - Skilgreining

Hvað er gæludýr í þínum huga? Er einhver munur á því hvernig menn skilgreina gæludýr í dag og áður fyrr? Hvaða munur ef svo er?

Gæludýr er vinur og félagi, áhugamál og hluti af fjölskylduni. Mitt gæludýr er eins og barnið mitt.

Mér finnst vera munur á því hvernig gæludýr eru skilgreind, mikið af eldra fólki hneykslast svolítið hversu mikill hluti af mínu lífi mitt gæludýr er, hundurinn sefur uppí og ég reyni að taka hann með allt sem hann má fara og gera helling skemmtilegt með honum sem kannski eitthverjum þykir undarlegt.Kafli 2 af 8 - Mitt gæludýr

Átt þú eða hefur þú átt gæludýr? Hvernig eða hvaða tegund? Hefur þú átt fleira en eitt gæludýr eða nokkur í einu? Ef svo er hve mörg og voru þau af sömu tegund eða mismunandi? Hvað kostar að eiga gæludýr?

Já ég á gæludýr og hef átt áður, núna á ég labrador/border collie blending og kisu. Áður hef ég átt kanínur, páfagauka og einnig aðra hunda. ég hef átt 5 kanínur, 2 páfagauka, 2 hunda og 1 kött.

Kostnaður við að eiga hund er ekki það mikill, fóður á 1 1/2 mánaðar fresti er 9000 kr og árleg hundagjöld eitthvað um 15 þúsund krónur.Kafli 3 af 8 - Af hverju gæludýr?

Hvers vegna fékkst þú þér gæludýr (félagsskapur, útivist, vegna barna t.d.)? Hvað réð vali þínu (tegund, útlit, stærð t.d.)? Hvar og hvernig fékkst þú dýrið (frá vinum, í gæludýrabúð t.d.)? Undirbjóstu þig á einhvern hátt áður en þú tókst við dýrunu? Hvernig ef svo er?

Ég ákvað að fá mér hund sem félagsskap og hef líka mikin áhuga og ánægju af hundum. Ég fékk mér blending vegna þess að hann kostaði ekkert og mig langaði að prufa að fá mér hund alveg sjálf og rakst á auglýsingu um hvolpa sem vantaði heimili, en mig langaði samt í stærri tegund af hund, hef oftast laðast meira að stærri heldur en minni hundum. Hundinn minn fékk ég gefins frá fólki sem auglýsti á netinu. Undirbúningurinn var að mestu leyti fræðsla á netinu um tegundirnar sem hann er blandaður af og kynna me´r helstu þjálfunaratriði hvolpa.Kafli 4 af 8 - Upplifun og reynsla

Hvernig er að vera með gæludýr? Hvað er jákvætt og hvað neikvætt? Passar einhver dýrið fyrir þig þegar þú getur það ekki og ef svo er hver? Passar þú gæludýr fyrir aðra? Hverja?

Á flestan hátt er mjög gott að vera með gæludýr, hann veitir mér félagsskap og kemur mér út að hreyfa mig, neikvæðu hliðarnar geta verið hvað hann er lítið velkominn á marga staði og virkilega erfitt að komast í lausagöngutúra því fólk virðist vera móðgað ef það sér lausan hund, það er mjög leiðinlegt við horf og lítill skilningur í garð dýraeigenda í samfélaginu. Þegar e´g þarf að fara úr bænum hef ég nokkra staði sem eg get fengið að setja hundin í pössun og passa ég stundum í staðinn fyrir vinkonu mína sem á tvo stóra hunda.Kafli 5 af 8 - Umönnun

Hvernig aðlagar þú heimili þitt að þörfum gæludýrsins? Hver sér um að gefa því að borða, viðra það og þrífa búrið eða klósettkassann? Á dýrið ákveðinn stað eða svæði á heimilinu eða má það vera hvar sem er ef um þannig skepnu er að ræða (uppi í rúmi t.d.)?

Ég er með hlið á pallinum svo hann komist út ánþess að vera í bandi og fá sér ferkst loft og pissa, hans eigur taka mikið pláss í húsinu, hann á stórt plastbæli og stórt grindarbúr ásamt fyrirferða miklum matadalli en það er ekki mikið fyrir mér og ég finn ekki fyrir því. Ég og kærastinn minn gefum honum að borða og skiptumst á að fara með hann út í göngutúr. Minn hundur fær að vera hvar sem er í húsinu, uppí sófa og rúmi og öllum herbergjum, hann er einn af fjölskyldunni og má vera þar sem honum líður best.Kafli 6 af 8 - Nafngift

Hvað heita þau gæludýr sem þú hefur átt? Hvað réð vali þínu á nafni/nöfnum? Geta heimilisdýr haft gælunöfn? Nefndu dæmi ef svo er. Finnst þér að nöfn á gæludýrum hafi verið að breytast? Hvernig ef svo er?

Húgó, Mjallhvít, Frosti, Kalli og fleiri sem ég man ekki. Húgó og Mjallhvíti skírði ég sjálf, Mjallhvít er köttur og er nánast alveg hvít svo mér fannst það bara viðeigandi nafn, Húgó fékk nafnið sitt vegna þess að ég og kærastinn minn gátum ekki verið sammála um neitt annað nafn en þetta. Mér finnst að öll dýr geta haft nöfn, fer mestmegnis eftir því hvort fólk hafi eitthver tengsl við dýrin, nöfn dýra finnst mér ekkert sérstaklega vera að breytastKafli 7 af 8 - Veikindi og missir

Hefur þú upplifað að gæludýr þitt hafi orðið fyrir slysi, horfið eða dáið? Viltu segja frá þeirri reynslu? Hvað finnst þér að eigi að veita veiku eða slösuðu gæludýri mikla aðhlynningu (út frá fjárhagslegu-, tilfinningalegu eða praktísku sjónarmiði t.d.)? Hefur þú jarðað gæludýr? Hvar og hvernig ef svo er?

Já hundurinn minn slasaðist seinasta sumar, hann var nokkra mánaða hvolpur og slapp út úr húsi þegar hann var í sólahrings pössun hjá bróðir mínum. Hann hljóp í nágrannagarðinn og skar sig á blómapott á utanverðu lærinu. Hann var svæfður og saumaður en náði sér að fullu, sárið var ekki það djúpt að það fór í vöðva. Mér finnst að aðhlynning ætti að vera upp að því marki að dýrið sé ekki sárþjáð í lengri tíma eða til frambúðar, dýr sem hefur lamast eða slasast á þann hátt að það geti ekki lifað án sársauka. Ég hef ekki enn jarðað neitt gæludýrKafli 8 af 8 - Staður og tímabil

Við hvaða stað/staði og tímabil miðast svar þitt?

Ég skil ekki þessa spurningu


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.