LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiDaglegt líf, Menntaskóli, Siður
Ártal2003-2007
Spurningaskrá123 Siðir og daglegt líf í Menntaskólanum á Akureyri

StaðurMenntaskólinn á Akureyri
ByggðaheitiBrekkan
Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarkaupstaður
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2015-3-287
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið30.3.2015/9.7.2015
Stærð10 A4
TækniTölvuskrift
Q1: Á hvaða árum varst þú við nám í MA?

2003-2007

 
Q2: Kyn
  • Kona
 
Q3: Fæðingarár

1987

 
Q4: Námsbraut

félagsfræðibraut

 
Q5: Hvar átt/áttir þú lögheimili (sveitarfélag) meðan á námi stóð?

Akueyri

 
Q6: Hvar bjóst þú á meðan skólaárið stóð yfir?
  • Heimahús
 
Q7: Hvers vegna ákvaðst þú að fara í MA?

góður skóli, mikið félagslíf, gott utanumhald

 
PAGE 3: Hefðir
Q8: Hverjar eru/voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati? Vinsamlegast segðu frá þessum hefðum (heiti, stund, staður, hvað var gert, hverjir sáu um þær t.d.). Hvað veistu um uppruna þessara hefða?

árshátíðin haldir hvert ár í íþróttahöllinni, vímefnalaus og mjög fín/formleg. borðað og skemmtiatriði og svo ball. skólinn sá um hana. veit ekki um uppruna.

 
Q9: Tengjast/tengdust einhverjar hefðir eða siðir sérstaklega við heimavist, félög, bekki eða námsbrautir? Ef svo er/var, hvaða?

félagsfræðihátíðin var haldin fyrir félagfræðibraut á hverju ári. hún var ekki samþykkt af stjórnendum skólans og því reynt að hafa hana leynilega og á stað sem enginn vissi um. hálfgerð óvissuferð. mikið var um drykkju.

 
Q10: Hvert er/var viðhorf þitt til vígslu nýnema? Telur/taldir þú hana hafa áhrif á einstaka nemendur, nemendahópinn og/eða skólann? Hvaða áhrif, ef svo er/var?

mér fannst vígslan jákvæð og skemmtileg en byrjaði þó að drekka áfengi þar. hún gæti hafa haft neikvæð áhrif þar sem margir byrjuðu að drekka áfengi þá

 
PAGE 4: Hversdagslíf
Q11: Er/var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er/var?

nei man ekki eftir því

 
Q12: Eru/voru einhver svæði eða rými í skólanum sem nemendur fara/fóru almennt ekki á? En kennarar? Hvaða svæði, ef svo er/var, og hvers vegna?

nei

 
Q13: Eru/voru einhverjir ákveðnir staðir utan skólans sem nemendur fara/fóru á ásamt kennara á kennslutíma? Hvaða staðir eru/voru þetta, ef svo er/var, hvað var gert og hvenær dags eða skólaárs?

nei

 
Q14: Hafa/höfðu námsbrautir, félög eða aðrir hópar sérstaka ímynd? Hvaða ímynd og um hvaða hópa er/var helst að ræða?

já málabraut bara stelpur og samkynhneigðir karlmenn, auðveld braut, félagsfræðibraut mikið djamm og mikið um vinsæla krakka, náttúrufræðibraut gáfaða fólkið

 
PAGE 5: Hversdagslíf - framhald
Q15: Er/var einhver klæðnaður eftirsóttur af nemendum skólans og/eða einkennandi fyrir þá? Hvaða klæðnaður, ef svo er/var?
Respondent skipped this question
 
Q16: Telur þú að MA skeri/hafi skorið sig frá öðrum framhaldsskólum á einhvern hátt? Hvernig þá?

ekki nema með árshátíðina sem var vímuefnalaus. MA skar sig svo frá VMA með að vera eftirsóttari, fínni og með sterkara félagslíf og meira djamm

 
Q17: Finnst þér að MA eigi/hafi átt meira sameiginlegt með sumum framhaldsskólum fremur en öðrum? Hvaða skólum og hvers vegna?

já líklega MR og Kvennó þar sem þar er bekkjarkerfi og ekki sjálfsagt að komast iní þá. þó ekki eins og versló því það var ekki mikið peningasnobb, meira menntasnobb

 
Q18: Finnst þér að sérstakur andi ríki/hafi ríkt í MA? Hvernig lýsti hann sér, ef svo er/var? Hvað stuðlar/stuðlaði að honum?

andi um samstöðu og metnað, kennarar og nemendur stuðluðu að þessum anda

 
PAGE 6: Munnleg hefð
Q19: Manst þú eftir sögum eða bröndurum sem gengu á milli nemenda, t.d. um skólann, skólahúsin, próf, einkunnagjöf, eldri nemendur, skólameistara, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

brandarar um kennara aðallega, gælunöfn og góðlegt grín, brandarar og rígur milli námsbrauta

 
Q20: Hvaða gælunöfn eða skammstafanir eru/voru notuð yfir kennslustofur, byggingar, svæði, kennara og annað starfsfólk?

bíbí var gælunafn dönskukennara, dökkhærð grönn kona sem kenndi í kjallara gamla skóla

 
Q21: Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekkist/þekktist innan skólans (t.d. varðandi próf, útskrift, húsakynni eða yfirnáttúrulegar verur).
Respondent skipped this question
 
Q22: Hvaða lög og textar eru/voru sérstaklega tengd MA og við hvaða tækifæri eru/voru þau sungin? Skrifaðu niður þá texta sem þú manst eða upphaf þeirra.

rúgbrauð með rjóma á, heimaleikfimi, öll klöppin. hesta jói

 
PAGE 7: Félagslíf
Q23: Í hverju felst/fólst félagslíf nemenda í megindráttum (helstu félög, skemmtanir, viðburðir t.d.)? Hvað einkennir/einkenndi félagslífið sérstaklega?

félagslíf fólst helst í öllum félögum sem voru stofnuð af nemendum og áttu öll að enda á MA, td. prima dansfélag, svo árshátíðin og busunin. það sem ienkenndi félagslífið var fjölbreytni og samstaða, einnig var þeim sem ekki neyttu áfengis tekið vel.

 
Q24: Hvernig er/var þátttaka í félagslífinu? Eru/voru einhverjir hópar virkari en aðrir? Hverjir, ef svo er/var? Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir og/eða kjósa/kusu að taka ekki þátt? Hvaða hópar?

þáttaka var góð og enginn var útilokaður. margir hópar voru stofnaðir og hættu svo eftir ár.

 
Q25: Gegna/gegndu bekkir mismunandi hlutverkum á vissum skemmtunum og/eða öðrum viðburðum? Hvaða bekkir og um hvaða uppákomur er/var að ræða?
Respondent skipped this question
 
Q26: Hvaða reglur gilda/giltu um áfengisneyslu?Eru/voru þær virtar (hvers vegna eða hvers vegna ekki)? Hvert er/var viðhorf þitt til þeirra? Hvernig bregðast/brugðust skólayfirvöld við brotum á þessum reglum?

Þær voru virtar að mestu leyti og ekki vel séð meðal nemenda ef þær voru ekki virtar. viðhorf mitt til þeirra var jákvætt, það var einfaldlega ekki við hæfi að drekka á árshátíðinni. það voru þó mörg partí haldin í hestuhúsahverfi og í sunnuhlíð en þar var mikil drykkja og því voru þau bönnuð. skólayfirvöld voru dugleg að banna partí á ýmsum stöðu og vísa þeim sem voru í augljósri áfengisvímu af svæðinu (á árshátíðinni)

 
PAGE 8: Félagslíf - framhald
Q27: Eru/voru haldnar skemmtanir í óþökk skólastjórnenda? Hvers konar skemmtanir, ef svo er/var, og hvað kölluðust þær? Hverjir skipuleggja/skipulögðu þessar skemmtanir? Hvar eru/voru þær haldnar og hverjir taka/tóku þátt?

félagsfræðihátíðin sem nefnd var áður var haldin í leyni vegna mikillar drykkju á leynilegum stað, félagtfræðibekkir tóku þátt. einnig partí í sunnuhlíð og voru nemendur sem skipulöggðu þessar skemmtanir, allir velkomnir en aðallega voru þar 1. árs nemar og krakkar úr VMA sem þóttust vera nemendur í MA og komust þar með inn.

 
Q28: Getur þú sagt frá tilvikum þar sem hópur nemenda hefur óhlýðnast eða brotið reglur skólayfirvalda? Ef svo er, hvað er/var gert, hvenær og afhverju? (Halda söngsal án leyfis, hindra inngöngu eða útgöngu starfsfólks, mæta ekki í kennslustund t.d.).
Respondent skipped this question
 
Q29: Eru/voru sérstaklega mikil samskipti og/eða rígur á milli MA og einhvers annars skóla? Hvaða skóla og hvernig lýsir það sér?

milli MA og VMA, það voru samskipti mili vissra nemenda og hópa en ekki skólanna sjálfra. það var ekkert sameiginlegt nema heimavistin en vinahópar voru til staðar milli krakka úr báðum skólum. rígur var aðallega tengdur leiðindum um að gáfaðra fólk færi í MA og námsefni væri mun létttara í sömu áföngum í VMA

 
PAGE 9: Eftir útskrift
Q30: Hvernig upplifðir þú að útskrifast og/eða yfirgefa skólann?

vel og illa, mér fannst jákvætt að vera búin með þessi ár sem voru erfið námslega og andlega og mjög stolt að ná að útskrifast á réttum tíma en það var líka mjög sorglegt að yfirgefa þetta samfélag

 
Q31: Átt þú einhverja minjagripi frá veru þinni í skólanum? Hvaða gripi? Hvaða merkingu hafa þessir gripir fyrir þig?

já gullhálsmen, stjörnulaga með mynd af uglu og ártali sem margir fengu í útskriftargjöf. ég nota það ekki en það er fínt að eiga það. einnig geymdi ég bangsa sem busar gáfu mér og útskriftarhúfuna. mér þykir mjög vænt um þessa hluti.

 
Q32: Hefur þú mætt á Júbileringu eða aðrar samkomur útskrifaðra MA-inga? Hvers vegna hefur þú farið eða ekki farið? Getur þú lýst slíkum samkomum?

hef farið á allar samkomur. Það er rosalega gaman að hitta alla og mikil drykkja og stuð en margir fara í sömu stemmingu og þeir voru í þegar þeir voru nemendur, ss verða aðrir en þeir kannski eru í dag. það verða allir unglingar aftur.

 
Q33: Finnst þér þú vera hluti af hóp sem MA-ingur? Í hverju felst það, ef svo er? Finnur þú til samkenndar þegar þú hittir aðra MA-inga? Getur þú sagt frá þessu?

já mér finnst það en verð að minna mig á það, það er fljótt að gleymast þegar árin líða. mér fannst ég oft ekki passa inní þar sem ég átti mikið af vinum í VMA og vildi líka passa inn með þeim. ég hafði ekki mikinn metnað fyrir náminu ólíkt mörgum öðrum. já ég finn til samkenndar þegar ég hitti aðra MA-inga, mér finnst við eiga eitthvað sameiginlegt og hafa upplifað svo margt skemmtilegt eins þó það hafi ekki verið á sama tíma. ég er mjög stolt af því að hafa verið í MA

 
PAGE 10: Eftir útskrift - framhald
Q34: Hversu áhugasöm/-samur ert þú um samnemendur þína og afdrif þeirra og MA eftir að skólavist lauk? En um skólameistara, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

ég er áhugasöm um flesta samnemendur mína og væri til í að fá fréttir af starfsfólki skólans. mér finnst mikilvægt að fá fréttir af fólki sem var með mér í þessu litla samfélagi sem MA er.

 
Q35: Er eitthvað annað sem þú vilt segja frá eða koma á framfæri? (Árshátíð, Skuggi, hrindingar, busun, dimmissio, gleðidagar, keppnir, málfundir, táknmyndir skólans, embætti og titlar nemendat.d.)
Respondent skipped this question     

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.