LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiDaglegt líf, Menntaskóli, Siður
Ártal2010-2014
Spurningaskrá123 Siðir og daglegt líf í Menntaskólanum á Akureyri

StaðurMenntaskólinn á Akureyri
ByggðaheitiBrekkan
Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarkaupstaður
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2015-3-286
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið30.3.2015/9.7.2015
Stærð10 A4
TækniTölvuskrift
Q1: Á hvaða árum varst þú við nám í MA?

2010-2014

 
Q2: Kyn
  • Kona
 
Q3: Fæðingarár

1994

 
Q4: Námsbraut

Hóf nám við raungreinasvið en skipti síðar meir yfir á félagsgreinasvið

 
Q5: Hvar átt/áttir þú lögheimili (sveitarfélag) meðan á námi stóð?

Akueyri

 
Q6: Hvar bjóst þú á meðan skólaárið stóð yfir?
  • Heimahús
 
Q7: Hvers vegna ákvaðst þú að fara í MA?

Það að velja MA var í rauninni aldrei mjög stórt val. Ég leit svo á að ég hefði í raun um 2 skóla að velja, MA og VMA, og þar sem að ég stefndi á bóklegt nám fannst mér MA henta betur.

 
PAGE 3: Hefðir
Q8: Hverjar eru/voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati? Vinsamlegast segðu frá þessum hefðum (heiti, stund, staður, hvað var gert, hverjir sáu um þær t.d.). Hvað veistu um uppruna þessara hefða?

Menntaskólinn á Akureyri er þekktur fyrir gamalgrónar hefðir og myndi ég segja að söngsalur hafi verið mín eftirlætis hefð. Þá var skólabjöllunni óvænt hringt og nemendur söfnuðust saman í kvosinni og sungu saman í 40 mínútur (jafngildi einnar kennslustundar). Það var nemendafélagið sem stóð fyrir söngsal. Kvöldvökur voru einnig í miklu uppáhaldi en þá koma nemendur saman í sal skólans að kvöldi til og sér stjótnin fyrir ýmsum skemmtiatriðum auk þess sem boðið er gjarnan upp á pizzur. Skólaárið í MA er einnig öðruvísi en þekkist annars staðar þar sem að hann er bæði settur mun seinna en aðrir skólar eða um miðjan september og slitið í byrjun Júní. Prófatíðin er ekki fyrir jól eins og annars staðar heldur í byrjun janúar. Nemendur eru eins og þekkt er útskrifaðir við hátíðlega athöfn 17. júní og marsera um kvöldið í gegnum miðbæinn. MA stendur fyrir stórri árshátíð í kringum 1. desember ár hvert sem er mikið tilhlökkunarefni fyrir nemendur. Árshátíðin er haldin í íþróttahöllinni nálægt skólanum. Þá er snæddur góður matur, horft á skemmtiatriði og síðan haldið ball þar sem hægt er að velja á milli þess að hlusta á þekkta hljómsveit eða dansa gömludansana upp á lofti. Fjórðaársnemar klæðast íslenska þjóðbúningnum. Þegar að ég hóf nám við skólann urðu þó talsverðar breytingar vegna nýrrar námskrár. Því voru ýmsar hefðir og annað sem að breyttust á minni skólagöngu. Skólinn stóðalltaf fyrir dögum sem hétu Ratatoskur en þá sækja nemendur ýmsa fyirlestra og námskeið óháð náminu. Hætt var með þessa daga í lok minnar skólagöngu öllum til mikilla vonbrigða en ég held þó að þeir hafi verið teknir upp aftur eftir að ég útskrifaðist. Flest námskeiðin sem staðið var fyrir voru haldin innsn skólans og sáu fyrst um sinn nemendur um dagskránna. Því va síðan breytt og haldin skipulögð námskeið á vegum skólans áður en að lokum það hætti. Í staðinn voru teknir upp velgengisdagar sem lögð er áhersla á lýðræðisleg samskipti og annað. Kennarar sáu að mestu um þá fræðslu. Á vorönn voru haldnir litlu ólympíuleikarnir en þá keppa nemendur í 4. U við kennara í ýmsum íþróttagreinum fyrir utan skólann.

 
Q9: Tengjast/tengdust einhverjar hefðir eða siðir sérstaklega við heimavist, félög, bekki eða námsbrautir? Ef svo er/var, hvaða?

Innan skólans starfa mörg undirfélög. Þekktustu félögin eru Huginn (stjórnin), Muninn (ritstjórn Munins blaðsins), PríMA (dansfélagið) og LMA (leikfélagið). Huginn sér um ýmislegt yfir árið t.a.m. standa þau fyrir gleðidögum nokkrum sinnum á önn en þá fá nemendur hressingu eða sælgæti við innganginn á skólanum í byrjun skóladags. Huginn skipuleggur einnig árshátíðina og kvöldvökur. Muninn gefur út skólablaðið 2 á ári þar sem tekið er viðtöl við nemendur, sýndar myndir frá nýlegum atburðum og margt fleira. PríMA sér um dansatriði á ýmsum skemmtunum innan skólans og LMA setur upp stóra leiksýningu á ári hverju í Leikhúsi Akureyrar.

 
Q10: Hvert er/var viðhorf þitt til vígslu nýnema? Telur/taldir þú hana hafa áhrif á einstaka nemendur, nemendahópinn og/eða skólann? Hvaða áhrif, ef svo er/var?

Að mínu mati er svolítið búið að skemma nýnemavígsluna. Þegar að ég hóf nám við skólann árið 2010 var krotað framan í okkur, við vorum látin leika eftir allskonar dýrum og máttum aðeins labba á ákveðnum stað í skólanum fyrstu dagana. Við vorum rekin inn í réttargirðingu og margt fleira. Að busavígslunni lokinni hittum við böðlabekkinn okkar og borðuðum með þeim. Ég hefði ekki viljað hafa þetta neitt öðruvísi og ég er fegin að hafa verið busuð áður en allt var bannað. Þegar að ég var síðan böðull 3 árum síðar var búið að banna nánast allt og þurftum við að berjast fyrir að fá að busa. Það var að lokum samþykkt en nánast allt bannað. Nánast ekkert af því sem ég taldi upp mátti (nema pizza veislan). Við máttum ekki hitta busana okkar utan skólatíma í 3 mánuði því það gat haft slæm áhrif á busagreyin. Þar af leiðandi kynntumst við þeim aldrei almennilega en ég er enn í sambandi við mína böðla. Þetta var góð hefð sem búið er að skemma.

 
PAGE 4: Hversdagslíf
Q11: Er/var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er/var?

Kvosinni var skipt upp í 4 hólf fyrir hvern árgang. 1 bekkur sat saman, 2 bekkur saman o.s.frv.

 
Q12: Eru/voru einhver svæði eða rými í skólanum sem nemendur fara/fóru almennt ekki á? En kennarar? Hvaða svæði, ef svo er/var, og hvers vegna?
Respondent skipped this question
 
Q13: Eru/voru einhverjir ákveðnir staðir utan skólans sem nemendur fara/fóru á ásamt kennara á kennslutíma? Hvaða staðir eru/voru þetta, ef svo er/var, hvað var gert og hvenær dags eða skólaárs?
Respondent skipped this question
 
Q14: Hafa/höfðu námsbrautir, félög eða aðrir hópar sérstaka ímynd? Hvaða ímynd og um hvaða hópa er/var helst að ræða?

Ég fann svolítið fyrir því hvrsu ólíkar ímyndir brautirnar höfðu þegar að ég skipti um braut í lok annars bekkjar. Raungreinasviðið er látið halda að það sé svo mikið betra en hinar brautirnar sem auðvitað er ekki satt. Það þótti alveg rosalega flott að útskrifast af raungreinasviði en þegar að ég skipti um braut leið mér svolítið eins og fólk liti þannig á að ég væri að henda frá mér öllum framtíðarmöguleikum sem er þvæla.

 
PAGE 5: Hversdagslíf - framhald
Q15: Er/var einhver klæðnaður eftirsóttur af nemendum skólans og/eða einkennandi fyrir þá? Hvaða klæðnaður, ef svo er/var?

Þegar að þú horfir yfir hóp af MA-ingum er það svolítið eins og að horfa yfir hálfgerðan systkina hóp. Allir eru nokkurn veginn eins klæddir og með svipaða hárgreiðslu. Fjölbreytileikinn er ekki mikill.

 
Q16: Telur þú að MA skeri/hafi skorið sig frá öðrum framhaldsskólum á einhvern hátt? Hvernig þá?

MA sker sig að mörgu leyti frá öðrum skólum og þá helst vegna allra hefðanna. Auk þess sem að allir viðburðir innan skólans eru áfengislausir.

 
Q17: Finnst þér að MA eigi/hafi átt meira sameiginlegt með sumum framhaldsskólum fremur en öðrum? Hvaða skólum og hvers vegna?

MA og MR eiga sjálfsagt mest sameiginlegt þar sem að báðir eru fastir í gömlum hefðum.

 
Q18: Finnst þér að sérstakur andi ríki/hafi ríkt í MA? Hvernig lýsti hann sér, ef svo er/var? Hvað stuðlar/stuðlaði að honum?

MA var ákveðið samfélag. Ég fann það svo vel þegar að ég útskrifaðist. Mér leið svolítið eins og ég hefði verið rifin út úr mínu samfélagi og allt í einu þurfti ég að fara að lifa út í hinum stóra heimi. Þetta verður svo stór partur af lífinu og alllt sem maður gerði var einhvern veginn tengt skólanum. Allar skemmtanir, vinirnir og allt.

 
PAGE 6: Munnleg hefð
Q19: Manst þú eftir sögum eða bröndurum sem gengu á milli nemenda, t.d. um skólann, skólahúsin, próf, einkunnagjöf, eldri nemendur, skólameistara, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?
Respondent skipped this question
 
Q20: Hvaða gælunöfn eða skammstafanir eru/voru notuð yfir kennslustofur, byggingar, svæði, kennara og annað starfsfólk?

Kvosin er salur skólans. Hólar eru nýjustu skólastofurnar. Möðruvellir eru sá hluti sem sést frá bílaplaninu og gamli skóli elsta byggingin. Pétur Örn stærðfræðikennari var aldrei kallaður annað en PÖB, Björn Vigfússon aldrei annað en Bjössi Viff.

 
Q21: Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekkist/þekktist innan skólans (t.d. varðandi próf, útskrift, húsakynni eða yfirnáttúrulegar verur).

Busar eru látnir ganga upp veg em leiðir að skólanum og mega aldrei líta aftur fyrir sig á leiðinni því þá muni þeir ekki ljúka skólagöngunni.

 
Q22: Hvaða lög og textar eru/voru sérstaklega tengd MA og við hvaða tækifæri eru/voru þau sungin? Skrifaðu niður þá texta sem þú manst eða upphaf þeirra.

Hesta Jói er þekktasta lag MA-inga. Heimaleikfimi kemur svo sterkt þar á eftir, svo auðvitað skólasöngurinn.

 
PAGE 7: Félagslíf
Q23: Í hverju felst/fólst félagslíf nemenda í megindráttum (helstu félög, skemmtanir, viðburðir t.d.)? Hvað einkennir/einkenndi félagslífið sérstaklega?
Respondent skipped this question
 
Q24: Hvernig er/var þátttaka í félagslífinu? Eru/voru einhverjir hópar virkari en aðrir? Hverjir, ef svo er/var? Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir og/eða kjósa/kusu að taka ekki þátt? Hvaða hópar?

Lang flestir tóku þátt í félagslífinu.

 
Q25: Gegna/gegndu bekkir mismunandi hlutverkum á vissum skemmtunum og/eða öðrum viðburðum? Hvaða bekkir og um hvaða uppákomur er/var að ræða?
Respondent skipped this question
 
Q26: Hvaða reglur gilda/giltu um áfengisneyslu?Eru/voru þær virtar (hvers vegna eða hvers vegna ekki)? Hvert er/var viðhorf þitt til þeirra? Hvernig bregðast/brugðust skólayfirvöld við brotum á þessum reglum?

Áfengi er bannað á öllum skemmtunum skólans og eru þær reglur virtar þar sem að brot á þeim varðar við brottrekstur.

 
PAGE 8: Félagslíf - framhald
Q27: Eru/voru haldnar skemmtanir í óþökk skólastjórnenda? Hvers konar skemmtanir, ef svo er/var, og hvað kölluðust þær? Hverjir skipuleggja/skipulögðu þessar skemmtanir? Hvar eru/voru þær haldnar og hverjir taka/tóku þátt?

Valið var leynilega 1 úr hverjum fjórða bekk em síðan komu saman og stóðu fyrir svokölluðum skuggapartýum. Þau voru haldin á skemmtistöðum bæjarins og var skólameistari ekki sáttur með þau. Einnig þóttu busapartýin ekki vinsæl en þá buðu böðlar busum í samkvæmi þar sem að áfengi var oftar en ekki á boðstólnum.

 
Q28: Getur þú sagt frá tilvikum þar sem hópur nemenda hefur óhlýðnast eða brotið reglur skólayfirvalda? Ef svo er, hvað er/var gert, hvenær og afhverju? (Halda söngsal án leyfis, hindra inngöngu eða útgöngu starfsfólks, mæta ekki í kennslustund t.d.).
Respondent skipped this question
 
Q29: Eru/voru sérstaklega mikil samskipti og/eða rígur á milli MA og einhvers annars skóla? Hvaða skóla og hvernig lýsir það sér?

Það er ákveðinn rígur á milli Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en hann hefur ekki verið mikill síðustu ár. Einu sinni á ári er þó haldið metakvöld þar sem að nemendur beggja skóla koma saman í Kvosinni og keppast ín á milli.

 
PAGE 9: Eftir útskrift
Q30: Hvernig upplifðir þú að útskrifast og/eða yfirgefa skólann?

Eins og ég sagði áður fannst mér ég vera rifin út úr mínu samfélagi. Margir fluttu frá Akureyri, þar á meðal ég. Allt í einu tilheyrði maður ekki ákveðnum hóp og þurfti að vera sjálfstæður.

 
Q31: Átt þú einhverja minjagripi frá veru þinni í skólanum? Hvaða gripi? Hvaða merkingu hafa þessir gripir fyrir þig?
Respondent skipped this question
 
Q32: Hefur þú mætt á Júbileringu eða aðrar samkomur útskrifaðra MA-inga? Hvers vegna hefur þú farið eða ekki farið? Getur þú lýst slíkum samkomum?

Ég mætti á 1 árs júbileringu sem var mjög skemmtilegt. Það var mjög gaman að hitta gömlu skólafélagana. Við fórum öll saman í útilegu og héldum bekkjarpartý. Svo var hátíðarkvöldverður í íþróttahöllinni með eldri árgöngum sem voru einnig að júbilera.

 
Q33: Finnst þér þú vera hluti af hóp sem MA-ingur? Í hverju felst það, ef svo er? Finnur þú til samkenndar þegar þú hittir aðra MA-inga? Getur þú sagt frá þessu?

Já ég er hluti af ákveðnum hóp. Ég tel að það verði ennþá skemmtilegra eftir einhver ár þegar að maður mun mæta MA-ingum á förnum vegi og geta sungið saman Hesta Jóa og skipst á sögum.

 
PAGE 10: Eftir útskrift - framhald
Q34: Hversu áhugasöm/-samur ert þú um samnemendur þína og afdrif þeirra og MA eftir að skólavist lauk? En um skólameistara, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

Ég er aðalega áhugasöm um að ita hvað verður um mína samnemendur úr árgangnum og mun fylgjast með þeim sjálfsagt það sem eftir er.

 
Q35: Er eitthvað annað sem þú vilt segja frá eða koma á framfæri? (Árshátíð, Skuggi, hrindingar, busun, dimmissio, gleðidagar, keppnir, málfundir, táknmyndir skólans, embætti og titlar nemendat.d.)
Respondent skipped this question     

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.