LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiDaglegt líf, Menntaskóli, Siður
Ártal1969-1974
Spurningaskrá123 Siðir og daglegt líf í Menntaskólanum á Akureyri

StaðurMenntaskólinn á Akureyri
ByggðaheitiBrekkan
Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarkaupstaður
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2015-3-281
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið30.3.2015/24.4.2015
Stærð10 A4
TækniTölvuskrift
Q1: Á hvaða árum varst þú við nám í MA?

1969-1974

 
Q2: Kyn
  • Karl
 
Q3: Fæðingarár

1953

 
Q4: Námsbraut

Náttúrufræði

 
Q5: Hvar átt/áttir þú lögheimili (sveitarfélag) meðan á námi stóð?

Hafnarfirði

 
Q6: Hvar bjóst þú á meðan skólaárið stóð yfir?
  • Leiguhúsnæði
 
Q7: Hvers vegna ákvaðst þú að fara í MA?

Húsnæðisleysi (plássleysi) heima og stór ættbogi á Akureyri.

 
PAGE 3: Hefðir
Q8: Hverjar eru/voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati? Vinsamlegast segðu frá þessum hefðum (heiti, stund, staður, hvað var gert, hverjir sáu um þær t.d.). Hvað veistu um uppruna þessara hefða?

Varð ekki mikið var við hefðir, helst söngsalur, dimitering og busavígsla.

 
Q9: Tengjast/tengdust einhverjar hefðir eða siðir sérstaklega við heimavist, félög, bekki eða námsbrautir? Ef svo er/var, hvaða?

Kannski ekki hefð, en áður en Spenaþilið var fjarlægt iðkuðu einhverjir heimavistarsveinar á laumast yfir á kvennavistina. Heyrði af einhverjum siðum sem bundnir voru við vistina, en fór framhjá mér, enda ekki búandi þar.

 
Q10: Hvert er/var viðhorf þitt til vígslu nýnema? Telur/taldir þú hana hafa áhrif á einstaka nemendur, nemendahópinn og/eða skólann? Hvaða áhrif, ef svo er/var?

Þetta var bara stutt, en dálítið spennuhlaðin, skemmtun sem endaði með tolleringu og svo var ball um kvöldið. Afskaplega meinlaust, en skemmtileg uppákoma.

 
PAGE 4: Hversdagslíf
Q11: Er/var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er/var?

Yfirleitt ákveðin sætaskipan í kennslustofum, þar sem setið var við borð. Ekki í fyrirlestrarsal í Mörðuvallahúsi.Man ekki eftir að þetta hafi farið eftir neinum reglum eða hefðum.

 
Q12: Eru/voru einhver svæði eða rými í skólanum sem nemendur fara/fóru almennt ekki á? En kennarar? Hvaða svæði, ef svo er/var, og hvers vegna?

Maður fór ekki neitt innan skólans nema eiga þangað ákveðið erindi. Í frímínútum var ranglað um ganga.

 
Q13: Eru/voru einhverjir ákveðnir staðir utan skólans sem nemendur fara/fóru á ásamt kennara á kennslutíma? Hvaða staðir eru/voru þetta, ef svo er/var, hvað var gert og hvenær dags eða skólaárs?

Njet!

 
Q14: Hafa/höfðu námsbrautir, félög eða aðrir hópar sérstaka ímynd? Hvaða ímynd og um hvaða hópa er/var helst að ræða?

Í eðlisfræðideild var bragur, sem í dag mundi kallast nördalegt. Man þó ekki eftir að hafi haft neitt sérstakt nafn.

 
PAGE 5: Hversdagslíf - framhald
Q15: Er/var einhver klæðnaður eftirsóttur af nemendum skólans og/eða einkennandi fyrir þá? Hvaða klæðnaður, ef svo er/var?

Aðallega einstaklingsbundið. Sumar stelpurnar voru dálítið glamúrlegar. Flestir klæddust einfaldlega látlausum praktískum fötum (gallabuxum, ullarpeysum, úlpum o.s.frv.)

 
Q16: Telur þú að MA skeri/hafi skorið sig frá öðrum framhaldsskólum á einhvern hátt? Hvernig þá?

Man ekki eftir að hafa tekið wftir því eða heyrt um það talað.

 
Q17: Finnst þér að MA eigi/hafi átt meira sameiginlegt með sumum framhaldsskólum fremur en öðrum? Hvaða skólum og hvers vegna?

Kannski einna helst eldri og grónari skólunum (MR og ML), en ég man ekki eftir að um það hafi verið mikið rætt eða að hafa tekið sérstaklega eftir slíkum mun.

 
Q18: Finnst þér að sérstakur andi ríki/hafi ríkt í MA? Hvernig lýsti hann sér, ef svo er/var? Hvað stuðlar/stuðlaði að honum?

Það setti nokkuð mark sitt á skólabraginn að margir nemenda komu hvaðanæva af landinu. Hópurinn var því óhjákvæmilega fjölbreytilegur.

 
PAGE 6: Munnleg hefð
Q19: Manst þú eftir sögum eða bröndurum sem gengu á milli nemenda, t.d. um skólann, skólahúsin, próf, einkunnagjöf, eldri nemendur, skólameistara, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

Man ekki eftir sérstökum sögum, en man að allmargar sögur voru sagðar af Steindóri skólameistara og mörgum eldri kennurum. Yfirleitt græskulausar og gamansamar.

 
Q20: Hvaða gælunöfn eða skammstafanir eru/voru notuð yfir kennslustofur, byggingar, svæði, kennara og annað starfsfólk?

Kallað var á Sal, þegar tala þurfti til allra eða sem flestra nemenda. Þá var opnað á milli þriggja rýma á efri aðalhæð gamla skóla. Steindór skólameistari var gjarnan í samræðum nemenda kallaður Dódó.

 
Q21: Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekkist/þekktist innan skólans (t.d. varðandi próf, útskrift, húsakynni eða yfirnáttúrulegar verur).

Man ekki eftir neinu slíku.

 
Q22: Hvaða lög og textar eru/voru sérstaklega tengd MA og við hvaða tækifæri eru/voru þau sungin? Skrifaðu niður þá texta sem þú manst eða upphaf þeirra.

Ég er ekki mikill söngmaður og tók yfirleitt ekki þátt í neinum söng, man því ekki eftir söngvum eða textum.

 
PAGE 7: Félagslíf
Q23: Í hverju felst/fólst félagslíf nemenda í megindráttum (helstu félög, skemmtanir, viðburðir t.d.)? Hvað einkennir/einkenndi félagslífið sérstaklega?

Á tímabili (líkastil fram til 1972) var talsvert líf á setustofu heimavistarinnar. Það var jafnan óformlegt. Leikfélag setti upp eina sýningu á ári. Haldin var árshátíð (eldri bekkja líklega) utan skólans. Litlir hópar, oft þvert á bekki, en yfirleitt innan árgangs, hittust oft heima hjá einhverjum nemendanna. Á föstudögum var algengt að nemendur, sérílagi fimmta og sjötta bekkjar, sæktu Sjallann. Þá var gjarnan hist til að byrja með heima hjá einhverjum sem bjó í alfaraleið þangað.

 
Q24: Hvernig er/var þátttaka í félagslífinu? Eru/voru einhverjir hópar virkari en aðrir? Hverjir, ef svo er/var? Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir og/eða kjósa/kusu að taka ekki þátt? Hvaða hópar?

Ætli kórinn hafi ekki verið virkastur, einnig FÁLMA (ljósmyndaklúbburinn). Eðli málsins samkvæmt gat ekki hver sem er sungið í kórnum, en ég man ekki eftir neinni útilokun af neinu tagi, heyrði a.m.k. aldrei um slíkt.

 
Q25: Gegna/gegndu bekkir mismunandi hlutverkum á vissum skemmtunum og/eða öðrum viðburðum? Hvaða bekkir og um hvaða uppákomur er/var að ræða?

Það held ég hafi farið algjörlega eftir virkni einstaklinganna sem skipuðu bekkina.

 
Q26: Hvaða reglur gilda/giltu um áfengisneyslu?Eru/voru þær virtar (hvers vegna eða hvers vegna ekki)? Hvert er/var viðhorf þitt til þeirra? Hvernig bregðast/brugðust skólayfirvöld við brotum á þessum reglum?

Fyrstu tvö ár mín í MA var lítt farið eftir reglum um áfengisneyslu. Það voru árin 1969-1970 og 1970-1971. Reynt var að vísu að halda heimavistinni áfengislausri, en um helgar tókst það misjafnlega. Sérstaklega var síðara árið nokkuð blautt, líka á vistinni. Bæjarbúar á líku reki og nemendur, í leit að fjöri, sóttu í að koma á vistina, sérílagi í miðri viku þegar öldurhús bæjarins voru lokuð. Þeim fylgdi oft mikil bleyta. Þessu ástandi lauk nánast á einni nóttu snemma hausts 1971, á fyrsta skólaballi vetrarins, þegar Tryggvi var nýtekinn við sem meistari og tók drykkjuskapinn föstum tökum strax á því balli. Áfengisneysla kom auðvitað upp öðru hverju eftir það innan veggja skólans, en ekki umtalsverð og ekki til vandræða eða vansa.

 
PAGE 8: Félagslíf - framhald
Q27: Eru/voru haldnar skemmtanir í óþökk skólastjórnenda? Hvers konar skemmtanir, ef svo er/var, og hvað kölluðust þær? Hverjir skipuleggja/skipulögðu þessar skemmtanir? Hvar eru/voru þær haldnar og hverjir taka/tóku þátt?

Man ekki eftir slíku.

 
Q28: Getur þú sagt frá tilvikum þar sem hópur nemenda hefur óhlýðnast eða brotið reglur skólayfirvalda? Ef svo er, hvað er/var gert, hvenær og afhverju? (Halda söngsal án leyfis, hindra inngöngu eða útgöngu starfsfólks, mæta ekki í kennslustund t.d.).

Auðvitað kom fyrir að einhverjir skrópuðu einn og einn tíma. Man þó ekki eftir neinskonar boykotti á þann hátt. Fyrir kom að einhverjum tókst að æsa fjöldann upp í einhverskonar gangaslag, jafnvel vatnsslag, á göngum Gamlaskóla. Gerðist ekki oft, einu sinni á vetri og ekki alla vetur mína í MA. Heyrði af einhverri mótmælasetu einhvern tíma fyrsta eða annan vetur minn, man ekki eftir henni. Það var raunar í hátísku meðal ungmenna á þeim tíma að "mótmæla."

 
Q29: Eru/voru sérstaklega mikil samskipti og/eða rígur á milli MA og einhvers annars skóla? Hvaða skóla og hvernig lýsir það sér?

Man ekki eftir því.

 
PAGE 9: Eftir útskrift
Q30: Hvernig upplifðir þú að útskrifast og/eða yfirgefa skólann?

Loksins!

 
Q31: Átt þú einhverja minjagripi frá veru þinni í skólanum? Hvaða gripi? Hvaða merkingu hafa þessir gripir fyrir þig?

Ég á einn ugluhring, notaði hann mikið fyrstu árin eftir skóla. Þá var hann orðinn slitinn og máður svo ég stakk honum ofaní skúffu og þar er hann enn. Fleira á ég svosem ekki nema '73 og '74 árgangana af Carminu. Jú, reyndar fáeinar ljósmyndir. Þetta hefur enga sérstaka þýðingu fyrir mig, en ágætt þegar þarf að rifja upp að geta rennt yfir Carminu og gömlu myndirnar.

 
Q32: Hefur þú mætt á Júbileringu eða aðrar samkomur útskrifaðra MA-inga? Hvers vegna hefur þú farið eða ekki farið? Getur þú lýst slíkum samkomum?

Ég hef farið tvisvar, á 10 og 25 ára afmælið. Dálítið þvingaðar samkomur og eins og sagt er í ótal fræðum: Hlutverkin frá skólaárunum halda sér að mestu eða öllu leyti. Sækist ekki eftir að fara á þessar samkomur, finn mig ekki í þeim.

 
Q33: Finnst þér þú vera hluti af hóp sem MA-ingur? Í hverju felst það, ef svo er? Finnur þú til samkenndar þegar þú hittir aðra MA-inga? Getur þú sagt frá þessu?

Hef stundum ánægju af að hitta gamla skólafélaga, fyrlgist með úr fjarlægð (Facebook-hópur). Maður veit auðvitað alltaf af því að tilheyra að einhverju leyti þessum hópi, en tengslin voru aldrei mikil eða sterk og hafa ekki styrkst með árunum.

 
PAGE 10: Eftir útskrift - framhald
Q34: Hversu áhugasöm/-samur ert þú um samnemendur þína og afdrif þeirra og MA eftir að skólavist lauk? En um skólameistara, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

Fylgist með, aðallega gegnum Facebook-hóp, en geri mér ekki sérstaklega far um að fylgjast með.

 
Q35: Er eitthvað annað sem þú vilt segja frá eða koma á framfæri? (Árshátíð, Skuggi, hrindingar, busun, dimmissio, gleðidagar, keppnir, málfundir, táknmyndir skólans, embætti og titlar nemendat.d.)

Ég geri ráð fyrir - og sannarlega vona - að skólanum og kennurum hans hafi farið fram í samskiptum sínum við nemendur á þessum ríflega 40 árum sem liðin eru frá því ég var við nám í MA. Það var mjög auðvelt að verða utangátta (þótt ég hafi blessunarlega að mestu sloppið að því leyti, þó ekki alveg). T.d. var afar litla, jafnvel alls enga, leiðsögn að fá í veigamiklum atriðum. T.d. um hvernig vinna skyldi heimildaritgerðir. Maður fékk í besta falli hranalegar athugasemdir fyrir að vita ekki hvernig ætti að fara að. Í stærðfræðikennslunni var sama uppi á teningnum: Ef þú varst svo mikill hálfviti að geta ekki fylgst með einni (þeirri einu) og mjög hraðri yfirferð, þá varstu bara skilinn eftir og ekki virtur viðlits! Sama átti við í flestum greinum. Skólinn var semsé (eftuirá að hyggja, sérstaklega eftir að ég tók sjálfur kennaraqnám og stundaði kennslu um langt árabil) hranalegur í garð þeirra sem þurftu einhverja tilsögn umfram þau viðmið sem hann, eða kennararnir, hafði sett sér.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.